Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur samþykkt að veita fólki í atvinnuleit með lögheimili í Mosfellsbæ frían aðgang að sundstöðum bæjarins.
Ákvörðun þessi er í samræmi við hugmyndir sem ASÍ sendi sveitarfélögum. Þar kemur meðal annars fram að rannsóknir sýni að virkni sé lykilatriði þegar kemur að því að tryggja eins og kostur er að fólk sem er án atvinnu haldi líkamlegri og andlegri heilsu og takist með uppbyggjandi hætti á við aðstæður sínar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkti að veita fólki í atvinnuleit óheftan aðgang að sundstöðum bæjarins á opnunartíma þeirra. Sækja skal um sundkortin í gegnum íbúagátt Mosfellsbæjar og verða sundkortin send á lögheimili viðkomandi. Umsókninni verður að fylgja mynd og afrit af staðfestingu Vinnumálastofnunar á því að viðkomandi sé í atvinnuleit. Sundkortin gilda í þrjá mánuði í senn.
Tengt efni
Bæjarráð heimsótti stofnanir
Bæjarfulltrúar í bæjarráði fóru í árlega heimsókn á stofnanir bæjarins í síðustu viku í tengslum við fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
Samráð við ungmennaráð í framhaldi af foreldrafundi í Hlégarði
Ungmennaráð fundaði með bæjarstjórn 29. maí 2024