Þessa dagana keppa um 240 manns frá 20 þjóðum á alþjóðlegu golfmóti eldri kylfinga sem spilað er á Hlíðavelli í Mosfellsbæ og Korpúlfsstaðavelli í Grafarvogi. Mótið er að þessu sinni haldið á Íslandi og eru það landssamtök eldri kylfinga á Íslandi sem standa fyrir því dagana 31. júlí – 2. ágúst 2024. Keppt er í karlaflokki í höggleik án forgjafar og höggleik með forgjöf.
Erla Edvardsdóttir formaður íþrótta- og tómstundanefndar var með ávarp á setningu mótsins auk Einars Þorsteinssonar borgarstjóra en Bart Jan Constandse forseti ESGA (European Senior Golf Association) Evrópusamtaka eldri kylfinga opnaði mótið í athöfn sem fór fram í íþróttamiðstöðinni Kletti í Mosfellsbæ.
Nánari upplýsingar um mótið má finna á vef Golfsambands Íslands.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos