Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. ágúst 2024

Þessa dag­ana keppa um 240 manns frá 20 þjóð­um á al­þjóð­legu golf­móti eldri kylf­inga sem spilað er á Hlíða­velli í Mos­fells­bæ og Kor­p­úlfs­staða­velli í Grafar­vogi. Mót­ið er að þessu sinni hald­ið á Ís­landi og eru það lands­sam­tök eldri kylf­inga á Ís­landi sem standa fyr­ir því dag­ana 31. júlí – 2. ág­úst 2024. Keppt er í karla­flokki í högg­leik án forgjaf­ar og högg­leik með for­gjöf.

Erla Ed­vards­dótt­ir formað­ur íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar var með ávarp á setn­ingu móts­ins auk Ein­ars Þor­steins­son­ar borg­ar­stjóra en Bart Jan Const­andse for­seti ESGA (Europe­an Seni­or Golf Associati­on) Evr­ópu­sam­taka eldri kylf­inga opn­aði mót­ið í at­höfn sem fór fram í íþróttamið­stöð­inni Kletti í Mos­fells­bæ.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar um mót­ið má finna á vef Golf­sam­bands Ís­lands.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-12:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00