Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. nóvember 2024

Á Al­þjóða­degi fatl­aðs fólks 3. des­em­ber ár hvert er kast­ljós­inu beint að bar­áttu fatl­aðs fólks og mik­il­vægu fram­lagi þess í sam­fé­lag­inu. Fjólu­blár er lit­ur al­þjóð­legr­ar rétt­inda­bar­áttu fatl­aðs fólks og Mos­fells­bær lýs­ir því upp bæj­ar­skrif­stof­ur sín­ar til fimmtu­dags­ins 5. des­em­ber og legg­ur þann­ig þess­ari mik­il­vægu bar­áttu lið.

Þessi mik­il­vægi dag­ur hef­ur ver­ið hald­inn frá ár­inu 1992 með það að mark­miði að efla skiln­ing á mál­efn­um fatl­aðs fólks og ýta und­ir stuðn­ing við reisn, rétt­indi og vel­ferð þess. Jafn­framt að auka vit­und um þann ávinn­ing sem hlýst af þátt­töku fatl­aðs fólks á öll­um svið­um sam­fé­lags­ins – stjórn­mála-, fé­lags-, efna­hags- og menn­ing­ar­lífs. Fatlað fólk er um 15% mann­kyns sam­kvæmt skil­grein­ingu Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­ar­inn­ar eða yfir einn millj­arð­ur á heimsvísu. Hér á landi eru þetta um 57.000 manns.

Mark­mið­ið er upp­lýst sam­fé­lag – ekki að­eins þessa daga held­ur alla daga, sam­fé­lag þar sem fatlað fólk nýt­ur verð­skuld­aðr­ar virð­ing­ar og sjálf­sagðra rétt­inda.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00