Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. nóvember 2017

Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2018 sam­þykkt á bæj­ar­stjórn­ar­fundi þann 29. nóv­em­ber sl.

Gert er ráð fyr­ir því að tekj­ur Mos­fells­bæj­ar nemi 10.582 m.kr., gjöld fyr­ir fjár­magnsliði nemi 9.268 m.kr. og að fjár­magnslið­ir verði 649 m.kr.

Áætl­un­in ger­ir ráð fyr­ir um 308 m.kr. rekstr­araf­gangi. Áætlað er að fram­kvæmt verði fyr­ir 1.595 m.kr. og þá er gert ráð fyr­ir því að íbú­um fjölgi um 6% sem telst mik­ill vöxt­ur á alla mæli­kvarða.

Gert er ráð fyr­ir að fram­legð verði 12,4% og að veltufé frá rekstri verði já­kvætt um 1.105 m.kr. eða um 10,5%. Skuld­ir sem hlut­fall af tekj­um halda áfram að lækka og verða 102% í árslok 2018 sem er um­tals­vert und­ir mörk­um sveit­ar­stjórn­ar­laga.

Rekst­ur og starf­semi Mos­fells­bæj­ar er þann­ig í góðu horfi, lang­tíma­sjón­ar­mið höfð að leið­ar­ljósi og sveit­ar­fé­lag­ið nýt­ur í senn góðs af skil­virk­um rekstri, flottu starfs­fólki, fjölg­un íbúa og góðu efna­hags­legu ár­ferði.

Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri:

„Fjár­hags­staða Mos­fells­bæj­ar er traust og rekst­ur­inn ein­kenn­ist af ábyrgð. Mjög mikl­ar fram­kvæmd­ir verða í sveit­ar­fé­lag­inu á næsta ári en gert er ráð fyr­ir fram­kvæmd­um fyr­ir um 1.600 millj­ón­ir. Þrátt fyr­ir það er skuldastaða sveit­ar­fé­lags­ins góð og skulda­hlut­fall lækk­ar. Það svigrúm sem er til stað­ar í rekstri Mos­fells­bæj­ar mun nýt­ast öll­um íbú­um með ein­um eða öðr­um hætti. Ég er sér­stak­lega ánægð­ur með að góð sam­staða hafi náðst í bæj­ar­stjórn um að halda áfram að bæta í þjón­ustu við yngstu börn­in og að unnt sé að nýta rekstr­ar­legt svigrúm til þess að hækka frí­stunda­á­vís­an­ir enda erum við heilsu­efl­andi sam­fé­lag. Á sama tíma er unnt að lækka álög­ur á íbúa bæði með lækk­un fast­eigna­gjalda og heits vatns sem og leik­skóla­gjalda svo dæmi séu tekin. Það má því segja að fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2018 sé upp­bygg­ingaráætlun.“

Þjón­usta við börn og ung­linga aukin

Áfram verð­ur unn­ið að því að auka þjón­ustu við 12-18 mán­aða börn og pláss­um fjölgað um 20 á þeim ung­barna­deild­um sem stofn­að­ar hafa ver­ið. Frí­stunda­á­vís­un mun hækka um 54% og gjald­skrár leik­skóla mið­ast við 13 mán­aða ald­ur í stað 18 mán­aða.

Þá verð­ur unn­ið að verk­efn­um til að skapa enn betri að­stöðu í leik- og grunn­skól­um m.a. með því að efla tölvu­kost og að­r­ar um­bæt­ur. Jafn­framt var ákveð­ið að al­mennt gjald í leik­skóla lækki um 5% frá ára­mót­um.

Álög­ur á ein­stak­linga og fyr­ir­tækja lækka

Álagn­ing­ar­hlut­föll fast­eigna­skatts, frá­veitu- og vatns­gjalds lækka um 11% og lækk­ar kostn­að­ur íbúa og af fast­eign­um sem því nem­ur auk þess sem lækk­un frá­veitu- og vatns­gjalds hef­ur áhrif til lækk­un­ar fyr­ir fyr­ir­tæki í bæn­um.

Þá verða ekki al­menn­ar hækk­an­ir á gjald­skrám fyr­ir þá þjón­ustu sem bær­inn veit­ir og lækka gjald­skrár því að raun­gildi milli ára þriðja árið í röð. Fram­lög til af­slátt­ar á fast­eigna­gjöld­um til tekju­lægri eldri borg­ara hækka um 50% milli ára. Loks mun verð á heitu vatni lækka um 5% þann 1. janú­ar 2018.

Fjár­fest í inn­við­um

Stærsta ein­staka fram­kvæmd­in á ár­inu 2018 er bygg­ing Helga­fells­skóla en gert er ráð fyr­ir að um 1.200 m.kr. verði var­ið til þeirr­ar bygg­ing­ar á ár­inu. Mið­að er við að fyrsti áfangi skól­ans verði tekin í notk­un í byrj­un árs 2019.

Þá er unn­ið að und­ir­bún­ingi fram­kvæmda við fjöl­nota íþrótta­hús á ár­inu 2018 með það að mark­miði að þeim ljúki á fyrri hluta árs 2019.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00