Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. mars 2025

Ríf­lega 200 gest­ir mættu í fé­lags­heim­il­ið Hlé­garð fimmtu­dag­inn 27. mars þeg­ar efnt var til Sögu­kvölds und­ir yf­ir­skrift­inni Ála­fossull er á við gull.

Bjarki Bjarna­son rit­höf­und­ur tók á móti gest­um en um­fjöll­un­ar­efni kvölds­ins var ull­ar­verk­smiðj­an á Ála­fossi í máli og mynd­um. Við­mæl­end­ur Bjarka voru Magnús Guð­munds­son, Linda Björk Stef­áns­dótt­ir og Bjarni Ás­geirs­son sem þekkja vel til sögu og sam­fé­lags­ins á Ála­fossi.

Fé­lag­ar úr Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar föng­uðu tíð­ar­and­ann og Ála­fosskór­inn tók lag­ið. Kór­inn var stofn­að­ur árið 1980 sem starfs­mannakór við ull­ar­verk­smiðj­una Ála­foss og hef­ur starfað óslit­ið síð­an. Boð­ið var upp á kaffi og veit­ing­ar í hléi og mik­il ánægja var með kvöld­ið með­al við­staddra.

Sögu­kvöld­ið var unn­ið í sam­vinnu við Hér­aðs­skjala­safn Mos­fells­bæj­ar, menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar og Hlé­garð, og var hluti af Menn­ingu í mars, verk­efni á veg­um Mos­fells­bæj­ar sem hef­ur það að mark­miði að efla menn­ing­ar­starf í bæn­um. Er þetta í þriðja sinn sem slíkt sögu­kvöld er hald­ið en áður hef­ur ver­ið fjallað um heita vatn­ið í sveit­inni og fjöl­breytta nýt­ingu þess, og her­náms­árin í Mos­fellsveit. Kvöld­in hafa held­ur bet­ur sleg­ið í gegn og fullt hef­ur ver­ið út úr dyr­um hverju sinni.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00