- 593.194 komur í Íþróttamiðstöðina Lágafell
- 23% fjölgun varð á leik- og grunnskólabörnum
- 84% grunnskólabarna nýta frístundarávísun
- 529 tilkynningar bárust til barnaverndar
- 67% unglinga í 8.-10. bekk skráð í vinnuskólann
- 1295 ábendingar frá íbúum voru leystar af starfsfólki þjónustustöðvar
- 11 stafræn verkefni voru innleidd
- 16 viðburðir voru haldnir að jafnaði í hverjum mánuði í Hlégarði
- Skóflustunga tekin að tíunda búsetukjarnanum fyrir fatlað fólk
Þetta og margt fleira áhugavert er að finna í fyrstu ársskýrslu Mosfellsbæjar. Árskýrslunni er ætlað að veita Mosfellingum og öðrum áhugasömum yfirsýn yfir rekstur og þjónustu Mosfellsbæjar á árinu 2023.