Ef ekki næst að semja fyrir lok dags sunnudaginn 21. maí er hluti starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frístundaselja í Mosfellsbæ í verkfalli þar sem starfsmannafélag Mosfellsbæjar er innan BSRB.
Verkfallið mun hafa áframhaldandi áhrif á starfsemi allra leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ sem og frístundaselja.
Um er að ræða tímabundið verkfall.
Leikskólar:
- mánudagur 22. maí til kl. 12:00
- þriðjudagur 23. maí til kl. 12:00
- fimmtudagur 25. maí til kl. 12:00
Grunnskólar:
- þriðjudagur 23. maí til kl.12:00
- miðvikudagur 24. maí allur dagurinn
Frístund:
- þriðjudagur 23. maí til kl. 12:00
- miðvikudagur 24. maí allur dagurinn
Skólastjórar hvers skóla/leikskóla og yfirmenn frístundaselja munu senda foreldrum upplýsingar um skipulag á starfsemi síns skóla og eru foreldrar jafnframt hvattir til þess að fylgjast með fjölmiðlum um helgina.
Sótt var um undanþágur og var undanþága veitt börnum sem sækja þjónustu í frístundaklúbb Úlfsins.
Tengt efni
Fyrsta skóflustunga fyrir íbúðir Bjargs íbúðaleigufélags í Mosfellsbæ
Samstarfssamningar Mosfellsbæjar við íþrótta- og tómstundafélög endurnýjaðir
Samningarnir gilda frá árinu 2025 til loka ársins 2027.
Álagning fasteignagjalda 2025