Í tilefni af afmælinu verður efnt til nokkurra tónleika.
Mánudaginn 14. nóvember, fimmtudaginn 17. nóvember og föstudaginn 18. nóvember leika nemendur tónlistardeildar Listaskólans frá kl. 15:00 – 18:00 á torginu í Kjarna, framan við bókasafnið.
Fimmtudaginn 17. nóvember verða svo sérstakir afmælistónleikar í bókasafninu. Þar koma fram kennarar við Listaskólann og verða með sannkallaða tónlistarveislu. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Aðgangur er ókeypis.
Hinn 1. október 1966 var að tilhlutan Tónlistarfélags Mosfellshrepps stofnaður tónlistarskóli undir nafninu Tónlistarskóli Mosfellshrepps. Aðdragandi stofnunarinnar var sá, að starfsemi skólahljómsveitar undir stjórn Birgis D. Sveinssonar hófst í Varmárskóla 1963 með kennslu á blásturshljóðfæri og slagverk fyrir drengi og haustið 1964 hófst gítarkennsla undir handleiðslu Gunnars H. Jónssonar fyrir stúlkur. Ólafur Vignir Albertsson hóf svo kennslu í píanóleik í Varmárskóla haustið 1965 og leiddi það til stofnunar tónlistarskóla.
Þegar bæjarfélagið stækkaði og Mosfellshreppur varð að Mosfellsbæ árið 1987, varð heiti skólans að sjálfsögðu Tónlistarskóli Mosfellsbæjar.
Hinn 1. febrúar 2006 var gerð sú breyting á starfsemi tónlistarskólans, að stofnaður var Listaskóli Mosfellsbæjar. Við það varð Tónlistarskóli Mosfellsbæjar að Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild og auk þess var stofnuð fjöllistadeild, með því að gerðir voru samstarfssamningar við Skólahljómsveit Mosfellsbæjar, Leikfélag Mosfellssveitar og Myndlistarskóla Mosfellsbæjar
Tengt efni
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos
Listaskólanum færður nýr flygill að gjöf
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti Listaskólanum formlega nýjan flygil að gjöf frá Mosfellsbæ á fyrstu tónleikum hausttónleikadaga skólans sem fóru fram 15. – 17. október í félagsheimilinu Hlégarði.