Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. nóvember 2016

Í til­efni af af­mæl­inu verð­ur efnt til nokk­urra tón­leika.

Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber, fimmtu­dag­inn 17. nóv­em­ber og föstu­dag­inn 18. nóv­em­ber leika nem­end­ur tón­list­ar­deild­ar Lista­skól­ans frá kl. 15:00 – 18:00 á torg­inu í Kjarna, fram­an við bóka­safn­ið.

Fimmtu­dag­inn 17. nóv­em­ber verða svo sér­stak­ir af­mælis­tón­leik­ar í bóka­safn­inu. Þar koma fram kenn­ar­ar við Lista­skól­ann og verða með sann­kall­aða tón­list­ar­veislu. Tón­leik­arn­ir hefjast kl. 20:00 og eru all­ir hjart­an­lega vel­komn­ir.

Að­gang­ur er ókeyp­is.


Hinn 1. októ­ber 1966 var að til­hlut­an Tón­list­ar­fé­lags Mos­fells­hrepps stofn­að­ur tón­list­ar­skóli und­ir nafn­inu Tón­list­ar­skóli Mos­fells­hrepps. Að­drag­andi stofn­un­ar­inn­ar var sá, að starf­semi skóla­hljóm­sveit­ar und­ir stjórn Birg­is D. Sveins­son­ar hófst í Varmár­skóla 1963 með kennslu á blást­urs­hljóð­færi og slag­verk fyr­ir drengi og haust­ið 1964 hófst gít­ar­kennsla und­ir hand­leiðslu Gunn­ars H. Jóns­son­ar fyr­ir stúlk­ur. Ólaf­ur Vign­ir Al­berts­son hóf svo kennslu í pí­anó­leik í Varmár­skóla haust­ið 1965 og leiddi það til stofn­un­ar tón­list­ar­skóla.

Þeg­ar bæj­ar­fé­lag­ið stækk­aði og Mos­fells­hrepp­ur varð að Mos­fells­bæ árið 1987, varð heiti skól­ans að sjálf­sögðu Tón­list­ar­skóli Mos­fells­bæj­ar.

Hinn 1. fe­brú­ar 2006 var gerð sú breyt­ing á starf­semi tón­list­ar­skól­ans, að stofn­að­ur var Lista­skóli Mos­fells­bæj­ar. Við það varð Tón­list­ar­skóli Mos­fells­bæj­ar að Lista­skóla Mos­fells­bæj­ar – tón­list­ar­deild og auk þess var stofn­uð fjöll­ista­deild, með því að gerð­ir voru sam­starfs­samn­ing­ar við Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar, Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar og Mynd­list­ar­skóla Mos­fells­bæj­ar

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00