Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Mos­fells­bær hef­ur und­an­farin ár unn­ið að bættu að­gengi allra að op­in­ber­um svæð­um í sveit­ar­fé­lag­inu.

Sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyti, fé­lags­mála­ráðu­neyti, Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og Ör­yrkja­bandalag Ís­lands hafa gert með sér sér­stakt sam­komulag um að hvetja sveit­ar­fé­lög til að skipa að­geng­is­full­trúa til að sinna bet­ur að­geng­is­mál­um. Í því sam­komu­lagi er nán­ar kveð­ið á um út­færslu átaks­ins og þeim stuðn­ingi sem hver stofn­un veit­ir sveit­ar­fé­lag­inu til að bæta að­gengi fyr­ir alla.

Mos­fells­bær hef­ur nú tek­ið þeirri áskor­un og skip­að sér­stak­an að­geng­is­full­trúa sem hef­ur það hlut­verk að vinna mark­visst að úr­bót­um í að­geng­is­mál­um í sveit­ar­fé­lag­inu, sjá til þess að gerð­ar séu út­tekt­ir á að­gengi op­in­berra staða og hlutast til um úr­bæt­ur.

Mos­fells­bær vill af þessu til­efni vekja at­hygli á því að al­menn­ing­ur get­ur kom­ið ábend­ing­um á fram­færi um bætt að­gengi á op­in­ber­um stöð­um í sveit­ar­fé­lag­inu í ábend­inga­kerf­inu sem er á vef Mos­fells­bæj­ar með því að velja flokk­inn „Að­gengi“ í felli­list­an­um í skrefi 2.

Íbú­ar eru hvatt­ir til að hafa aug­un opin og koma með ábend­ing­ar um bætt að­gengi þar sem því er ábóta­vant.

Íbú­ar geta einn­ig sent ábend­ingu á ný­skip­að­an að­geng­is­full­trúa Mos­fells­bæj­ar, Maríu Rakel Magnús­dótt­ur, á net­fang­ið maria.rakel[hja]mos.is

Guð­jón Sig­urðs­son, verk­efna­stjóri ÖBÍ og María Rakel Magnús­dótt­ir, að­geng­is­full­trúi Mos­fells­bæj­ar.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00