Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. júní 2024

Að vanda var hald­ið upp á þjóð­há­tíð­ar­dag­inn með glæsi­brag í Mos­fells­bæ.

Dagskrá þjóða­há­tíð­ar­dags­ins hófst á há­tíð­arg­uð­þjón­ustu í Lága­fells­kirkju und­ir stjórn sr. Henn­ings Em­ils Magnús­son­ar. Sig­urð­ur Hreið­ar, mos­fell­ing­ur og fyrr­ver­andi rit­stjóri, flutti há­tíð­ar­ræðu og stóðu skát­ar frá skáta­fé­lag­inu Mosverj­ar heið­ursvörð við kirkj­una.

Í Varmár­laug var hald­ið upp á 60 ára vígslu­af­mæli laug­ar­inn­ar og 60 ára af­mæli Skóla­hljóm­sveit­ar Mos­fells­bæj­ar, en hljóm­sveit­in lék í fyrsta skipti op­in­ber­lega við vígslu laug­ar­inn­ar og hef­ur nú starfað óslit­ið í 60 ár. Við sama tæki­færi fór fram út­nefn­ing heið­urs­borg­ara Mos­fells­bæj­ar. Birg­ir D. Sveins­son kenn­ari, fyrr­um skóla­stjóri Varmár­skóla og fyrr­um stjórn­andi Skóla­hljóm­sveit­ar Mos­fells­bæj­ar til 40 ár hlaut nafn­bót­ina fyr­ir hans mikla fram­lag til tón­list­ar- og menn­ing­ar­lífs sem og upp­eld­is­mála í Mos­fells­bæ.

Við Kjarna var boð­ið upp á sér­stak­ar lýð­veld­is­bolla­kök­ur í til­efni af 80 ára af­mæli ís­lenska lýð­veld­is­isns og þar var hægt að nálg­ast bók­ina Fjall­kon­an – „Þú ert móð­ir vor kær“, en hvoru tveggja var gjöf for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins til lands­manna.

Skát­arn­ir leiddu skrúð­göngu frá Mið­bæj­ar­torgi að Hlé­garði þar sem há­tíð­ar­dag­skrá­in fór fram að við­stödd­um mikl­um fjölda bæj­ar­búa. Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar tók á móti skrúð­göng­unni með lúðra­blæstri. Bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, Regína Ás­valds­dótt­ir fór með há­tíð­ar­ræð­una og fjall­kon­an var Ástrós Hind Rún­ars­dótt­ir sem flutti Litla Ís­land eft­ir Ólöfu Sig­urð­ar­dótt­ur frá Hlöð­um. Ástrós hef­ur ný­lok­ið prófi í bók­mennta­fræði frá Há­skóla Ís­lands og var um­fjöll­un­ar­efni loka­verk­efn­is henn­ar í bók­mennta­fræð­inni ritstörf Ólaf­ar. Með­fram námi sínu hef­ur Ástrós starfað í Bóka­safni Mos­fells­bæj­ar.

Bolli og Bjalla úr Stund­inni okk­ar kynntu fjöl­skyldu­dagskrá sem var líf­leg að vanda. Leik­fé­lag Mos­fells­sveit­ar bauð upp á at­riði úr Línu Lang­sokk, Árni Bein­teinn og Sylvía sungu og döns­uðu og börn­in tóku virk­an þátt. Þá mætti Bangsím­on frá Leik­hópn­um Lottu og VÆB bræð­urn­ir Matth­ías Dav­íð og Hálf­dán Helgi. Á Hlé­garðstún­inu voru hoppu­kastal­ar og fleira í boði fyr­ir börn.

Ár­legt og glæsi­legt kaffi­hlað­borð Aft­ur­eld­ing­ar var vel sótt að vanda og keppt var um titil­inn Sterk­asti mað­ur Ís­lands á Hlé­garðstúni sem er ár­leg keppni skipu­lögð af Hjalta Árna­syni bet­ur þekkt­um sem Hjalta Úr­sus.

Það var sann­ar­lega líf og fjör í bæn­um á þjóð­há­tíð og veðr­ið hið ágæt­asta.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-14:00