Þjóðhátíðardagur Íslendinga verður haldinn hátíðlegur í Mosfellsbæ líkt og verið hefur síðustu fimmtíu ár.
Frá árinu 1964 hafa Mosfellingar haldið upp á daginn í heimabyggð. Það árið urðu vatnaskil í íþrótta- og menningarlífi í sveitinni þar sem Varmárlaugin var vígð og Skólahljómsveitin kom fram í fyrsta sinn. Að þessu sinni hefjast hátíðarhöldin í ár við Hlégarð.
Af mörgu er að taka í glæsilegri dagskrá en íbúar eru hvattir til að mæta á Miðbæjartorgið og taka þátt í skrúðgöngu þar sem Skólahljómsveitin spilar undir og Skátafélagar úr Mosverjum bera fána. Frá Miðbæjartorginu verður gengið að Hlégarðstúninu þar sem Bjarki Bjarnason ávarpar samkomuna og flutt verður hátíðarræða. Þá tekur við skemmtidagskrá og síðar verður keppt um titilinn sterkasti maður Íslands.
Dagskrá:
kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju
- Ræðumaður er Salome Þorkelsdóttir fv. alþingismaður
- Sr. Ragnheiður Jónsdóttir predikar
- Organisti: Arnhildur Valgarðsdóttir
- Kirkjukór Lágafellssóknar og Tindatríóið syngja
- Skátar úr Mosverjum standa heiðursvörð
kl. 13:30 Athöfn á Miðbæjartorgi
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og Skátafélagið Mosverjar taka á móti fólki á Miðbæjartorginu
kl. 13:45 Skrúðganga frá Miðbæjartorgi
Skátafélagið Mosverjar leiða skrúðgöngu að Hlégarði
Kl. 14:00 – 16:00 Fjölskyldudagskrá við Hlégarð
Skátanir verða með leiktæki, hoppukastala, þrautabrautir og fleira – Ókeypis er í leiktækin í garðinum. Sölutjöld á plani. Afturelding með pylsusölu. Andlitsmálun.
- Hátíðarræða, Bjarki Bjarnason setur hátíðina
- Ávarp fjallkonu
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
- Krakkar úr Reykjakoti
- Leikfélag Mosfellssveitar með atriði
- Tónlistarskóli Mosfellsbæjar
- Leikfélag Mosfellssveitar með atriði
- Amaba Dama
- Trúðurinn Diðrik
- Óvænt uppistand
- Latibær
- María Ólafsdóttir Eurovisionfari syngur
Kl. 14:00 – 18:00 Kaffisala í Hlégarði
Handknattleiksdeild Aftureldingar verður með árlega kaffisölu/hlaðborð í Hlégarði.
Kl. 16:00 Sterkasti maður Íslands
Kraftlyfingarfélagið með keppni um titilinn Sterkasti maður Íslands á Hlégarðstúninu.
Tengt efni
Breytt tímasetning á áramótabrennu
Tendrun jólatrés á Miðbæjartorgi vel sótt
Um árabil hefur tendrun ljósa á jólatrénu á Miðbæjartorgi markað upphaf jólahalds í Mosfellsbæ.
Vel heppnað Bókmenntahlaðborð