Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. júní 2022

Það verð­ur þjóð­há­tíð­ar­stemn­ing í Mos­fells­bæ á föstu­dag­inn þeg­ar Mos­fell­ing­ar sem og að­r­ir lands­menn fagna 17. júní.

Skát­arn­ir leiða skrúð­göngu frá Mið­bæj­ar­torg­inu kl. 13:30. Fjöl­skyldu­skemmt­un fer fram við Hlé­garð kl. 14:00 – 16:00. Að lok­inn hefð­bund­inni barnadagskrá tek­ur við aflrauna­keppni.

Kl. 11:00 – Há­tíð­ar­guðs­þjón­usta í Lága­fells­kirkju

  • Prest­ur: Sr. Arndís Linn
  • Ræðu­mað­ur Ari Trausti Guð­munds­son
  • Tindatríó­ið og kirkju­kór Lága­fells­sókn­ar syng­ur und­ir stjórn Þórð­ar Sig­urð­ar­son­ar org­an­ista
  • Atli Guð­laugs­son leik­ur á trom­pet

Kl. 11:00 – 13:00 – 17. júní gleði fim­leika­deild­ar Aft­ur­eld­ing­ar (fjár­öflun)
Fim­leika­deild Aft­ur­eld­ing­ar set­ur upp þrauta­braut í fim­leika­saln­um að Varmá. Upp­sett­ar braut­ir fyr­ir bæði stóra og litla íþrótta­álfa. Miða­verð er 500 kr. (posi á staðn­um) sem renn­ur beint til hóp­anna sem eru að fara á Eurogym há­tíð í Sviss.

Kl. 13:30 – Skrúð­ganga frá Mið­bæj­ar­torg­inu

  • Skáta­fé­lag­ið Mosverj­ar leið­ir skrúð­göngu að Hlé­garði
  • Ýms­ar ver­ur úr Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar verða með í för

Kl. 14:00 – Fjöl­skyldu­dagskrá við Hlé­garð

  • Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar tek­ur á móti skrúð­göngu
  • Há­tíð­ar­ræða: Halla Karen Kristjáns­dótt­ir formað­ur bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar
  • Ávarp fjall­konu
  • Bastí­an bæj­ar­fóg­eti og Soffía frænka ásamt tón­list­ar­stjór­an­um úr Kar­demommu­bæn­um
  • Immi An­an­as og Guffi Ban­ani úr Ávaxta­körf­unni
  • Tón­list­ar­menn­irn­ir Jón Arnór og Bald­ur
  • Ronja Ræn­ingja­dótt­ir mæt­ir beint úr Matth­ías­ar­skógi
  • Sirkús Ís­lands töfr­ar fram bros á and­lit­um
  • Mosverj­ar með hoppu­kastala og leik­tæki

Kl. 16:00 – Aflrauna­keppni

  • Keppt um titil­inn Sterk­asti mað­ur Ís­lands (-90 kg og -105 kg) og Stál­kon­an 2022 á Hlé­garðstún­inu.
  • Hjalti Úr­sus held­ur utan um ár­lega aflrauna­keppni.

Glæsi­legt kaffi­hlað­borð Aft­ur­eld­ing­ar í Hlé­garði kl. 14:00 – 16:00.

Pylsu­sala, and­lits­málun og margt fleira.

Tengt efni

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00