Það verður þjóðhátíðarstemning í Mosfellsbæ á föstudaginn þegar Mosfellingar sem og aðrir landsmenn fagna 17. júní.
Skátarnir leiða skrúðgöngu frá Miðbæjartorginu kl. 13:30. Fjölskylduskemmtun fer fram við Hlégarð kl. 14:00 – 16:00. Að lokinn hefðbundinni barnadagskrá tekur við aflraunakeppni.
Kl. 11:00 – Hátíðarguðsþjónusta í Lágafellskirkju
- Prestur: Sr. Arndís Linn
- Ræðumaður Ari Trausti Guðmundsson
- Tindatríóið og kirkjukór Lágafellssóknar syngur undir stjórn Þórðar Sigurðarsonar organista
- Atli Guðlaugsson leikur á trompet
Kl. 11:00 – 13:00 – 17. júní gleði fimleikadeildar Aftureldingar (fjáröflun)
Fimleikadeild Aftureldingar setur upp þrautabraut í fimleikasalnum að Varmá. Uppsettar brautir fyrir bæði stóra og litla íþróttaálfa. Miðaverð er 500 kr. (posi á staðnum) sem rennur beint til hópanna sem eru að fara á Eurogym hátíð í Sviss.
Kl. 13:30 – Skrúðganga frá Miðbæjartorginu
- Skátafélagið Mosverjar leiðir skrúðgöngu að Hlégarði
- Ýmsar verur úr Leikfélagi Mosfellssveitar verða með í för
Kl. 14:00 – Fjölskyldudagskrá við Hlégarð
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar tekur á móti skrúðgöngu
- Hátíðarræða: Halla Karen Kristjánsdóttir formaður bæjarráðs Mosfellsbæjar
- Ávarp fjallkonu
- Bastían bæjarfógeti og Soffía frænka ásamt tónlistarstjóranum úr Kardemommubænum
- Immi Ananas og Guffi Banani úr Ávaxtakörfunni
- Tónlistarmennirnir Jón Arnór og Baldur
- Ronja Ræningjadóttir mætir beint úr Matthíasarskógi
- Sirkús Íslands töfrar fram bros á andlitum
- Mosverjar með hoppukastala og leiktæki
Kl. 16:00 – Aflraunakeppni
- Keppt um titilinn Sterkasti maður Íslands (-90 kg og -105 kg) og Stálkonan 2022 á Hlégarðstúninu.
- Hjalti Úrsus heldur utan um árlega aflraunakeppni.
Glæsilegt kaffihlaðborð Aftureldingar í Hlégarði kl. 14:00 – 16:00.
Pylsusala, andlitsmálun og margt fleira.
Tengt efni
Er líða fer að jólum í Mosfellsbæ
Fjöldi viðburða verða í boði í Mosfellsbæ í aðdraganda jóla.
Syndum, landsátak í sundi hefst 1. nóvember 2024
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. – 30. nóvember 2024.
Vel sóttur fundur um Álafosskvos