Markmið með úthlutun félagslegra leiguíbúða er að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum úrlausn í húsnæðismálum, sem ekki eru færir um það sjálfir.
Úthlutun félagslegs leiguhúsnæðis er einungis ætlað að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn.
Umsókn
Gjaldskrá
1. gr.
Mánaðarleg húsaleiga í félagslegum íbúðum á vegum Mosfellsbæjar er sem hér segir:
- Grunngjald: 47.000 kr.
- Fermetraverð: 1.160 kr./m2
- Bílakjallari: 2.000 kr.
- Íbúðir byggðar eftir 2005: 3.000 kr.
2. gr.
Húsaleiga skv. 1. gr. tekur mánaðarlegum breytingum samkvæmt breytingu á vísitölu neysluverðs.
3. gr.
Samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 10. mars 2021.
Upphæðir í gjaldskrá þessari gilda frá 1. október 2021.
Hver getur sótt um?
- Umsækjandi verður að vera búsettur í Mosfellsbæ og hefur verið það sl. 6 mánuði þegar umsókn er tekin til afgreiðslu velferðarsviðs. Heimilt er þó að víkja frá þessari reglu við mjög sérstakar og óvenjulegar aðstæður.
- Umsækjandi sé ekki í vanskilum við stofnanir bæjarfélagsins eða fyrirtæki.
Húsnæðisbætur
Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, námsgörðum eða á hinum almenna leigumarkaði.
Sótt er um húsnæðisbætur á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Sérstakur húsnæðisstuðningur
Sérstakur húsnæðisstuðningur er ætlaðar þeim fjölskyldum og einstaklingum sem eiga í erfiðleikum með að sjá sér fyrir húsnæði sökum lágra launa, þungrar framfærslubyrðar eða annarra félagslegra erfiðleika.
Sérstakur húsnæðisstuðningur er fjárstuðningur til greiðslu húsaleigu vegna samþykktra íbúða á almennum markaði til viðbótar við almennar húsnæðisbætur.
Afgreiðsla umsókna og áfrýjunarleiðir
Trúnaðarmálafundur velferðarsviðs fer yfir umsóknir um félagslegar leiguíbúðir og sérstakan húsnæðisstuðning og afgreiðir þær í samræmi við reglur Mosfellsbæjar. Umsækjandi getur áfrýjað afgreiðslu fundarins til velferðarnefndar Mosfellsbæjar.
Ákvörðun velferðarnefndar sem tekin er á grundvelli laga um húsnæðismál nr. 44/1998 og reglna Mosfellsbæjar. Umsækjandi getur áfrýjað úrskurði nefndarinnar til úrskurðarnefndar velferðarmála.
Áfrýjun skal borin fram skriflega innan fjögurra vikna frá því að umsækjanda barst vitneskja um afgreiðslu umsóknar.