Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Markmið með út­hlut­un fé­lags­legra leigu­íbúða er að veita þeim fjöl­skyld­um og ein­stak­ling­um úr­lausn í hús­næð­is­mál­um, sem ekki eru fær­ir um það sjálf­ir.

Út­hlut­un fé­lags­legs leigu­hús­næð­is er ein­ung­is ætlað að leysa úr bráð­um vanda á með­an unn­ið er að var­an­legri lausn.


Um­sókn


Gjaldskrá

Húsaleiga í félagslegum íbúðum

1. gr.

Mánaðarleg húsaleiga í félagslegum íbúðum á vegum Mosfellsbæjar er sem hér segir:

  • Grunngjald: 58.977 kr.
  • Fermetraverð: 1.455 kr./m2
  • Bílakjallari: 2.509 kr.
  • Íbúðir byggðar eftir 2005: 3.764 kr.

2. gr.

Húsaleiga skv. 1. gr. tekur mánaðarlegum breytingum samkvæmt breytingu á vísitölu neysluverðs.

3. gr.

Samþykkt á 778. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar 10. mars 2021.

Upphæðir í gjaldskrá þessari gilda frá 1. janúar 2025.


Hver get­ur sótt um?

  • Um­sækj­andi verð­ur að vera bú­sett­ur í Mos­fells­bæ og hef­ur ver­ið það sl. 6 mán­uði þeg­ar um­sókn er tekin til af­greiðslu vel­ferð­ar­sviðs. Heim­ilt er þó að víkja frá þess­ari reglu við mjög sér­stak­ar og óvenju­leg­ar að­stæð­ur.
  • Um­sækj­andi sé ekki í van­skil­um við stofn­an­ir bæj­ar­fé­lags­ins eða fyr­ir­tæki.

Hús­næð­is­bæt­ur

Hús­næð­is­bæt­ur eru mán­að­ar­leg­ar greiðsl­ur sem eru ætl­að­ar til að að­stoða þá sem leigja íbúð­ar­hús­næði, hvort sem er í fé­lags­lega kerf­inu, náms­görð­um eða á hinum al­menna leigu­mark­aði.


Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur

Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur er ætl­að­ar þeim fjöl­skyld­um og ein­stak­ling­um sem eiga í erf­ið­leik­um með að sjá sér fyr­ir hús­næði sök­um lágra launa, þungr­ar fram­færslu­byrð­ar eða ann­arra fé­lags­legra erf­ið­leika.

Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur er fjár­stuðn­ing­ur til greiðslu húsa­leigu vegna sam­þykktra íbúða á al­menn­um mark­aði til við­bót­ar við al­menn­ar hús­næð­is­bæt­ur.

Um­sækj­andi þarf að upp­fylla öll eft­ir­far­andi skil­yrði til að um­sókn öðlist gildi og verða skil­yrð­in að vera upp­fyllt á með­an um­sækj­andi fær greidd­an sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing:

  • Um­sækj­andi skal búa í sam­þykktu íbúð­ar­hús­næði á al­menn­um mark­aði.
  • Um­sækj­andi skal hafa feng­ið sam­þykkta um­sókn um hús­næð­is­bæt­ur á grund­velli laga nr. 75/2016 um hús­næð­is­bæt­ur.
  • Um­sækj­andi skal vera orð­inn 18 ára á um­sókn­ar­degi og eiga lög­heim­ili í Mos­fells­bæ þeg­ar sótt er um sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing.
  • Að samn­ing­ur, eða til­boð um samn­ing, liggi fyr­ir um af­not af íbúð­ar­hús­næði sem er stað­sett í Mos­fells­bæ.
  • Sam­an­lagð­ar eign­ir um­sækj­anda og annarra heim­il­is­manna, 18 ára og eldri, á síð­ast­liðnu ári séu ekki hærri en 5.126.000 kr.

Sér­stak­ur hús­næð­isstuðn­ing­ur er greidd­ur út í fyrstu viku hvers mán­að­ar og er greidd­ur eft­ir á, það er greiðsla sem kem­ur 1. apríl er fyr­ir mars mán­uð.


Af­greiðsla um­sókna og áfrýj­un­ar­leið­ir

Trún­að­ar­mála­fund­ur vel­ferð­ar­sviðs fer yfir um­sókn­ir um fé­lags­leg­ar leigu­íbúð­ir og sér­stak­an hús­næð­isstuðn­ing og af­greið­ir þær í sam­ræmi við regl­ur Mos­fells­bæj­ar. Um­sækj­andi get­ur áfrýjað af­greiðslu fund­ar­ins til vel­ferð­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar.

Ákvörð­un vel­ferð­ar­nefnd­ar sem tekin er á grund­velli laga um hús­næð­is­mál nr. 44/1998 og reglna Mos­fells­bæj­ar. Um­sækj­andi get­ur áfrýjað úr­skurði nefnd­ar­inn­ar til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála.

Áfrýj­un skal borin fram skrif­lega inn­an fjög­urra vikna frá því að um­sækj­anda barst vitn­eskja um af­greiðslu um­sókn­ar.


Regl­ur og sam­þykkt­ir

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00