Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Regl­ur um út­hlut­un leigu­íbúða.

I. kafli – Al­menn ákvæði

1. gr. Markmið

Í regl­um þess­um er fjallað um hús­næði sem sveit­ar­fé­lög skulu tryggja, eft­ir því sem kost­ur er, skv. XII. kafla laga nr. 40/1991 um fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga. Með því skal sveit­ar­fé­lag­ið tryggja fram­boð af leigu­hús­næði handa þeim fjöl­skyld­um og ein­stak­ling­um sem ekki eru á ann­an hátt fær­ir um að sjá sér fyr­ir hús­næði sök­um lágra launa, þungr­ar fram­færslu­byrð­ar eða ann­arra fé­lags­legra að­stæðna.

Markmið með út­hlut­un leigu­íbúða get­ur einn­ig ver­ið að sjá til þess að veita þeim fjöl­skyld­um og ein­stak­ling­um, sem ekki eru fær­ir um það sjálf­ir, úr­lausn í hús­næð­is­mál­um til að leysa úr bráð­um vanda á með­an unn­ið er að var­an­legri lausn.

II. kafli – Rétt­ur til leigu­hús­næð­is

2. gr. Al­menn skil­yrði

Um­sækj­andi skal vera í skil­um við Mos­fells­bæ, stofn­an­ir bæj­ar­ins eða fyr­ir­tæki og hafa skráð lög­heim­ili í Mos­fells­bæ í að minnsta sex undaliðna mán­uði áður en um­sókn er tekin til af­greiðslu.

Þá þarf um­sækj­andi að vera inn­an tekju- og eigna­marka sem til­greind eru í reglu­gerð nr. 183/2020, um stofn­fram­lög rík­is og sveit­ar­fé­laga, hús­næð­is­sjálf­seign­ar­stofn­an­ir og al­menn­ar íbúð­ir.

Fjöl­skyldu­svið skal, ef þörf kref­ur, afla frek­ari upp­lýs­inga um tekj­ur og eign­ir um­sækj­anda og ann­arra heim­il­is­manna, 18 ára og eldri, svo sem hjá skatta­yf­ir­völd­um, at­vinnu­rek­end­um, Trygg­inga­stofn­un rík­is­ins, líf­eyr­is­sjóð­um og at­vinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði. Á und­ir­rit­uðu um­sókn­areyðu­blaði skal um­sækj­andi veita Mos­fells­bæ heim­ild til að afla þess­ara gagna.

Um­sókn­ir skulu metn­ar sam­kvæmt matsvið­mið­um. Við lok mats eru reikn­uð stig og skal um­sækj­andi vera met­inn til að lág­marki 5 stiga til þess að um­sókn sé sam­þykkt.

3. gr. Um­sókn og fylgigögn

Um­sókn­ir um fé­lags­legt leigu­hús­næði skulu berast skrif­lega til fjöl­skyldu­sviðs Mos­fells­bæj­ar eða á þjón­ustugátt Mos­fells­bæj­ar og þurfa eft­ir­talin gögn að fylgja frá um­sækj­anda og öðr­um heim­il­is­mönn­um 18 ára og eldri:

  • Stað­fest afrit af síð­asta skatt­fram­tali og álagn­ing­ar­seð­ill.
  • Stað­greiðslu­yf­ir­lit.
  • Launa­seðla eða upp­lýs­ing­ar um að­r­ar tekj­ur síð­ast­lið­inna þriggja mán­aða.

Auk fyrr­nefndra gagna þurfa að auki eft­ir­talin gögn að fylgja eft­ir því sem við á sbr. um­sókn­areyðu­blað:

  • Vott­orð frá heil­brigð­is­full­trúa ef um­sækj­andi býr í heilsu­spill­andi hús­næði.
  • Lækn­is­vott­orð, ef al­var­leg veik­indi eru hjá heim­il­is­fólki.
  • Vott­orð um þung­un.
  • Gögn um lögskiln­að, skiln­að að borði og sæng eða sam­búð­arslit.
  • Stað­fest­ing skóla um fullt nám barna um­sækj­anda í fram­halds­skóla eldri en 18 ára.

Um­sókn fell­ur úr gildi ef um­beð­in gögn berast ekki inn­an 14 daga frá mót­töku um­sókn­ar. Í til­vik­um þar sem um­sækj­anda er út­hlutað íbúð sem hann þigg­ur ekki án hald­bærra raka, fell­ur um­sókn hans úr gildi.

4. gr. End­ur­nýj­un um­sókna

Um­sækj­andi þarf að end­ur­nýja um­sókn sína fyr­ir 30. sept­em­ber ár hvert eft­ir að um­sókn er fyrst lögð inn. Þetta á ekki við sé um­sókn yngri en þriggja mán­aða. Sam­hliða skal um­sækj­andi gera grein fyr­ir breyt­ing­um sem orð­ið hafa á að­stæð­um hans, þeirra sem hafa áhrif á rétt hans til leigu. Verði um­sókn ekki end­ur­nýj­uð leið­ir það til þess að um­sækj­andi fell­ur af bið­lista.

5. gr. Skrán­ing og mat á um­sókn­um

Fjöl­skyldu­sviði er skylt á hverj­um tíma að halda skrá yfir um­sækj­end­ur um fé­lags­legt leigu­hús­næði á veg­um sveit­ar­fé­lags­ins. Skrá skal nafn um­sækj­anda, kenni­tölu, fjöl­skyldu­stærð og dag­setn­ingu um­sókn­ar og stiga­gjöf sam­kvæmt mats­blaði.

Um­sókn­ir eru metn­ar sam­kvæmt mats­blaði í fylgiskjali með regl­um þess­um og sam­an­lagð­ur stiga­fjöldi reikn­að­ur á kvarða sem nær til tekju­stöðu, heilsu­fars og vinnu­getu, hús­næð­is­að­stæðna og fjöl­skyldu­stöðu.

Stiga­fjöldi skal að jafn­aði ráða for­gangs­röðun á bið­lista eft­ir fé­lags­legu leigu­hús­næði. Sé stiga­fjöldi lægri en 5 stig, úr a.m.k. þrem­ur flokk­um af fjór­um skv. töflu í fylgiskjali, er um­sókn synjað.

6. gr. Und­an­þág­ur

Séu að­stæð­ur um­sækj­anda svo erf­ið­ar að ástæða er til að veita sér­staka und­an­þágu frá skil­yrð­um skal mál­ið lagt fyr­ir fjöl­skyldu­nefnd svo fljótt sem auð­ið er til ákvörð­un­ar. Sé um að ræða að­stæð­ur sem eiga und­ir barna­vernd­ar­lög nr. 80/2002 þarf ekki að kalla til fund­ar nefnd­ar­inn­ar held­ur skulu starfs­menn fjöl­skyldu­sviðs af­greiða mál­ið og kynna nefnd­inni á næsta reglu­lega fundi.

Um­sækj­andi á bið­lista sem flyt­ur úr sveit­ar­fé­lag­inu get­ur feng­ið heim­ild á grund­velli rök­studds mats starfs­manns til að halda stöðu sinni á bið­lista fram að næstu end­ur­nýj­un. Sé við­kom­andi enn bú­sett­ur utan sveit­ar­fé­lags­ins að þeim tíma liðn­um fell­ur um­sókn hans úr gildi.

7. gr. Til­kynn­ing um af­greiðslu og málskot

Um­sókn­um er svarað skrif­lega þar sem ákvörð­un er rök­studd. Ef um­sókn er sam­þykkt fer um­sækj­andi á bið­lista eft­ir leigu­íbúð. Um­sækj­anda sem er hafn­að er upp­lýst­ur um rétt til mál­skots til fjöl­skyldu­nefnd­ar og mál­skots­frest.

III. kafli – Húsa­leigu­samn­ing­ur

8. gr. Samn­ing­ur

Húsa­leigu­samn­ing­ur er al­mennt til tólf mán­aða. Í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um er heim­ilt að gera samn­ing til allt að tveggja ára.

Hús­regl­ur eru af­hent­ar við und­ir­skrift leigu­samn­ings og ber leigutaka að virða þær.

Við end­ur­nýj­un á húsa­leigu­samn­ingi skal leigj­andi skila inn nýj­um tekju­upp­lýs­ing­um, þ.e. skatt­fram­tali, stað­greiðslu­yf­ir­liti og launa­seðl­um síð­ustu þriggja mán­aða. Leiði könn­un í ljósi að leigj­andi sé um­fram tekju- og eigna­mörk reglu­gerð­ar um stofn­fram­lög rík­is og sveit­ar­fé­laga, hús­næð­is­sjálf­seign­ar­stofn­an­ir og al­menn­ar íbúð­ir nr. 183/2020skal leigj­anda veitt­ur nýr leigu­samn­ing­ur til allt að sex mán­aða þar sem fram kem­ur að ekki verði um frek­ari end­ur­nýj­un að ræða.

Fram­leiga hins leigða hús­næð­is er óheim­il.

9. gr. Trygg­inga­gjald

Við út­hlut­un íbúð­ar skal greiða trygg­inga­gjald sem nem­ur tveggja mán­aða leigu. Trygg­inga­gjaldi er ætlað til að mæta kostn­aði á end­ur­bót­um um­fram eðli­legt slit sam­kvæmt út­tekt Mos­fells­bæj­ar.

10. gr. Flutn­ing­ar

Óski leigj­andi eft­ir flutn­ingi úr nú­ver­andi leigu­hús­næði í ann­að hús­næði á veg­um Mos­fells­bæj­ar skal hann leggja fram skrif­lega um­sókn. Kanna skal hvort leigj­andi upp­fylli al­menn skil­yrði sbr. 3. gr. og mat fara fram á að­stæð­um leigj­anda.

11. gr. Rift­un samn­ings

Skv. húsa­leigu­lög­um hef­ur leigu­sali rétt á að rifta húsa­leigu­leigu­samn­ingi greiði leigj­andi ekki leig­una og fram­lag til sam­eig­in­legs kostn­að­ar. Leigu­sali skal senda greiðslu­áskor­un með við­vörun um rift­un á samn­ingi mán­uði frá gjald­daga. Þá á leigu­sali rétt á að rifta húsa­leigu­samn­ingi ef hús­regl­um er ekki fylgt.

Hafi leigj­andi ekki brugð­ist við greiðslu­áskor­un get­ur leigu­sali rift leigu­samn­ingi viku síð­ar og höfð­að út­burð­ar­mál sam­kvæmt ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar.

Heim­ilt er að senda húsa­leigu sem er í van­skil­um í lög­fræði­inn­heimtu. Kostn­að­ur vegna þess­ara að­gerða fell­ur á leigj­anda.

12. gr. Áfrýj­un

Vilji um­sækj­andi óska eft­ir end­ur­skoð­un synj­un­ar fjöl­skyldu­sviðs skal slíkt gert skrif­lega inn­an fjög­urra vikna frá því að um­sækj­anda barst vitn­eskja um ákvörð­un.

Ákvörð­un fjöl­skyldu­nefnd­ar má áfrýja til úr­skurð­ar­nefnd­ar vel­ferð­ar­mála, sbr. lög nr. 85/2015. Skal það gert skrif­lega inn­an þriggja mán­aða frá því að um­sækj­anda barst vitn­eskja um ákvörð­un.

13. gr. Gild­istaka

Sam­þykkt á 304. fundi fjöl­skyldu­nefnd­ar dags 2. mars 2021 og 778. fundi bæj­ar­stjórn­ar dags 10. mars 2021. Regl­urn­ar öðl­ast gildi við birt­ingu í Stjórn­ar­tíð­ind­um og jafn­framt falla úr gildi regl­ur um út­hlut­un leigu­íbúða dags. 28. októ­ber 2016 sem birt­ar voru á vef Mos­fells­bæj­ar.

Matslisti - Félagslegar leiguíbúðir
Fjöldi stiga
Fjölskyldugerð

Hjón/sambýlisfólk

hvert barn

1

Einstæðir

eitt barn

2

hvert barn umfram fyrsta barn

1

Heilsufar, starfsgeta og félagslegar aðstæður

Full starfsgeta

0

Skert starfsgeta

Allt að 75% örorka

1

Óvinnufærni

75% örorka

2

Aldraðir

67 ára og eldri

1

Mál í vinnslu barnaverndar*

1

Húsnæðisaðstæður

Viðunandi

0

Þrengsli

2

Heilsuspillandi eða yfirvofandi húsnæðismissir

2

Húsnæðisleysi

Gistir inni á öðrum

3

Heildartekjur heimilisfólks, hlutfall af tekjumörkum**

99-100%

0

74-99%

1

64-74%

2

0-64%

3

*skv. bókun bv.m.fundar um mikilvægi tryggrar búsetu

**skv. 6. gr. reglugerðar um stofnframlög nr. 183/2020

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00