Kynning á tillögu að nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040
Nú stendur yfir forkynning í samræmi við 23. gr. skipulagslaga á tillögu að svæðisskipulagi, sem er enn í vinnslu.
Helgafellshverfi - miðsvæði, tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Breytingarnar varða lóðirnar nr 13-23 við Gerplustræti og felast m.a. í færslu byggingarreita fjær götu og breyttu fyrirkomulagi bílastæða og innkeyrslna í bílakjallara. Athugasemdafrestur er til og með 24. apríl 2014.
Helgafellshverfi – 2. og 3. áfangi, tillögur að breytingum á deiliskipulagi
Tillögur að breytingum við Efstaland (2. áf.) og Uglu- og Sölkugötu (3. áf.). Tillögurnar snúast um það að breyta einbýlislóðum í lóðir fyrir par- eða raðhús, auk nokkurra breytinga á götum og almennum bílastæðum. Athugasemdafrestur er til 16. apríl 2014.
Helgafellshverfi - miðsvæði. Tillaga að breytingum á deiliskipulagi
Tillagan tekur til lóða nr. 16-22 og 24-26 við Gerplustræti og nr. 15-19 Vefarastræti og nálægra umferðargatna. Athugasemdafrestur er til 26. mars 2014.