Sótt er um byggingarleyfi/byggingarheimild á þjónustugátt Mosfellsbæjar. Þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli.
Hægt er að finna umsóknirnar undir flipanum Umsóknir og velja umsókn eftir því sem við á:
- 09 Byggingarmál – Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
- 10 Byggingarmál – Umsækjandi (eigandi)
- 11 Byggingarmál – Hönnuður
Hér er valin umsókn eiganda (eigandi – einstaklingur/fyrirtæki). Þegar smellt er á hlekkinn opnast umsóknin á næstu síðu.
Allir reitir þurfa að vera fylltir út. Stjörnumerkta reiti er skylt að fylla út.
Upplýsingar um umsækjanda fyllast sjálfkrafa út en sé verið að sækja um fyrir þriðja aðila er hakað við í eftirfarandi reit, Já = verið er að sækja um fyrir þriðja aðila (fyrirtæki eða einstakling).
Þá hverfa upplýsingarnar um umsækjandann og hægt að setja inn nafn, kennitölu og aðrar upplýsingar um þriðja aðilann.
Séu umsækjendur fleiri er smellt á hnappinn Bæta við umsækjanda og upplýsingar settar inn um þann/þá aðila.
Næst er nafn hönnunarstjóra slegið inn. Athugið að ekki er hægt að slá inn nafn nema það sé á lista Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) yfir hönnunarstjóra.
Upplýsingar um húseign/lóð sem um er að ræða eru fylltar út í næsta lið. Athugið að heiti og númer lóðar verður að vera eins og á vef Þjóðskrár.
Þegar heiti og númer hefur verið rétt fyllt út fyllist sjálfkrafa í hina þrjá reitina.
Sé búið að velja byggingarstjóra eru eftirfarandi reitir fylltir út:
Byggingarstjóri fær tölvupóst þess efnis að hann hafi verið tilnefndur byggingarstjóri yfir þessu tiltekna verki og getur hann þá skráð sig inn í þjónustugáttina, samþykkt sig og tilnefnt iðnmeistara.
Hafi byggingarstjóri ekki verið valinn má bæta honum við síðar með því að fara aftur inn í þjónustugáttina og tilnefna hann.*
Í næsta skrefi er tegund byggingar, framkvæmdar og byggingarefnis valin út frá fellilista.
Setjið inn stutta lýsingu á framkvæmdinni:
Hægt er að gefa upp aðrar upplýsingar óski umsækjandi þess:
Mikilvægt er að senda inn þau gögn sem þurfa að fylgja s.s. samþykki meðeiganda o.fl.
Mundu að haka við staðfestingu umsóknar.
Byggingarstjóri valinn á verk
Hafi byggingarstjóri ekki verið valinn þarf að skrá sig á þjónustugáttina með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Smella á flipann Umsóknir og velja umsókn eftir því hvort eigandi eða hönnuður hefur sótt um:
Umsækjandi – eigandi
- 10 Byggingarmál – Umsækjandi (eigandi)
- Smella á hlekkinn: Umsækjandi (eigandi – einstaklingur/fyrirtæki) – tilkynning um ráðningu hönnunarstjóra og/eða byggingarstjóra
Umsækjandi – hönnuður
- 11 Byggingarmál – Hönnuður
- Smella á hlekkinn: Hönnuður – tilnefnir byggingarstjóra á verk