Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt um frá­veitu í Mos­fells­bæ.

1. gr.

Sam­þykkt þessi gild­ir um frá­veitu í Mos­fells­bæ eins og hún er skil­greind í 2. tölu­lið 3. grein­ar laga um frá­veitu nr. 9/2009 um upp­bygg­ingu og rekst­ur frá­veitna.

Kröf­ur um söfn­un, hreins­un og los­un frá­rennsl­is byggjast á lög­um nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir og reglu­gerð nr. 798/1999 um frá­veit­ur og skólp.

2. gr.

Mos­fells­bær starf­ræk­ir frá­veitu í sveit­ar­fé­lag­inu. Frá­veita Mos­fells­bæj­ar er rekin sem B-hluta fyr­ir­tæki, með sjálf­stæð­an fjár­hag, í eigu sveit­ar­fé­lags­ins. Rekst­ur henn­ar og fram­kvæmd­ir eru kostað­ar af eig­in tekj­um af frá­veitu- og rot­þróa­gjöld­um eða lán­tök­um eft­ir því sem bæj­ar­stjórn ákveð­ur á fjár­hags­áætlun.

Um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar fer með um­sjón, hönn­un, fram­kvæmd­ir og rekst­ur frá­veit­unn­ar í um­boði bæj­ar­stjórn­ar.

Heil­brigð­is­nefnd Kjós­ar­svæð­is hef­ur eft­ir­lit með frá­veitu í Mos­fells­bæ í sam­ræmi við reglu­gerð nr. 798/1999 um frá­veit­ur og skólp.

3. gr.

Frá­veita Mos­fells­bæj­ar veit­ir frá­rennsli um frá­veitu­lagn­ir frá byggð til við­taka. Ein­föld frá­veita veit­ir skólpi og of­an­vatni sam­an í einni frá­veitu­lögn en tvö­föld frá­veita veit­ir skólpi og of­an­vatni í tveim­ur að­skild­um frá­veitu­lögn­um.

Frá­veita Mos­fells­bæj­ar á all­ar hol­ræsa­lagn­ir frá­veitu, út­rás­ir, stofn­ræsi, götu­hol­ræsi, of­an­vatns­ræsi í göt­um og opn­um svæð­um og götu­frá­ræsi að frá­ræs­um hús­eigna. Enn­frem­ur all­an frá­veitu-bún­að, brunna, nið­ur­föll, dælu­stöðv­ar, þrýstilagn­ir, hreins­i­stöðv­ar og sett­jarn­ir ásamt hverf­is­rot­þróm og við­eig­andi sit­ur­lögn­um og sandsí­um.

4. gr.

Þar sem frá­veita Mos­fells­bæj­ar nær til skal hús­eig­end­um séð fyr­ir götu­frá­ræsi frá götu­hol­ræsi að lóða­mörk­um hús­eigna. Þar sem frá­veit­an ligg­ur um lóð­ir skal séð fyr­ir tengigrein á hol­ræsa­lögn. Um­hverf­is­svið sveit­ar­fé­lags­ins ákveð­ur legu götu­hol­ræsa og tengigreina.

5. gr.

Hús­eig­end­um sem eiga hús­eign­ir við vegi eða opin svæði þar sem frá­veita sveit­ar­fé­lags­ins ligg­ur er skylt að leggja á sinn kostn­að frá­rennslis­lögn frá hús­eign­um sín­um og tengja hana við frá­veit­una. Þeg­ar lögð er tvö­föld frá­veita skulu hús­eig­end­ur halda skólpi að­skildu frá of­an­vatni og bakrennslis­vatni hita­veitu.

Hafi frá­veita ekki ver­ið komin þeg­ar hús­eign var byggð skal hús­eig­andi kosta og tengja frá­veitu hús­eign­ar sinn­ar við frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins eft­ir að hún hef­ur ver­ið lögð.

6. gr.

Þeg­ar ekki er unnt að ná nægi­leg­um halla á frá­rennslis­lögn hús­eign­ar að frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins skal hús­eig­andi á eig­in kostn­að leiða frá­rennsli frá hús­eign­inni að safn­brunni með sjálf­virk­um dælu­bún­aði sem dæl­ir frá­veit­ur­ennsl­inu frá hon­um í frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins.

7. gr.

Þeg­ar tengja skal frá­veitu hús­eign­ar við frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins eða veita frá­rennsli frá þeim um rot­þró skal tengja frá­rennslislagn­ir við veitu­kerf­ið í sam­ræmi við sam­þykkta upp­drætti og gild­andi bygg­ing­ar­reglu­gerð.

8. gr.

Teikn­ing­ar skulu fylgja al­menn­um regl­um um hönn­un frá­veitu­lagna í hús­um, sbr. bygg­ing­ar­reglu­gerð og bygg­ing­ar­skil­mála. Allt efni skal standast kröf­ur um efni og vinnu sem gerð­ar eru á hverj­um tíma. Á af­stöðu­mynd skal sýna stað­setn­ingu meng­un­ar­varna­bún­að­ar vegna iðn­að­ar­skólps, sbr. 11. gr.

9. gr.

Bygg­ing­ar­eft­ir­lit sveit­ar­fé­lags­ins skal hafa eft­ir­lit með því að frá­veitu­lagn­ir frá hús­eign­um séu lagð­ar á ábyrgð bygg­ing­ar­stjóra/pípu­lagn­inga­meist­ara sam­kvæmt sam­þykkt­um teikn­ing­um.

Áður en lagn­ir eru huld­ar skal einn­ig taka út og við­ur­kenna frá­veitu frá hús­eign­um og teng­ing­ar þeirra við frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins eða rot­þrær.

10. gr.

Eig­end­um fast­eigna er skylt að hlíta því að lagn­ir frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins séu lagð­ar um lóð­ir þeirra eða lönd, einn­ig að fram geti far­ið á þeim nauð­syn­legt við­hald og hreins­un. Sveit­ar­fé­lag­inu er skylt að halda raski í lág­marki og ganga snyrti­lega um og færa allt til fyrra horfs eins og við verð­ur kom­ið.

11. gr.

Hús­eig­end­um er skylt að halda vel við frá­veitu­lögn­um hús­eigna sinna og gæta þess að þær stífl­ist ekki og stuðla að réttri virkni rot­þróa og meng­un­ar­varna­bún­að­ar þar sem það á við. Óheim­ilt er að láta í frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins hvers kyns spilli­efni svo sem ol­í­ur, bens­ín, lífræn leysi­efni eða ann­að það sem skemmt get­ur eða truflað rekst­ur frá­veitu­kerf­is­ins. Þar er t.d. átt við líf­ræn­an úr­g­ang frá hús­dýr­um, ómeð­höndlað iðn­að­ar­skólp og hvers kon­ar ólíf­ræn­an úr­g­ang. Iðn­að­ar­skólp sem veitt er í frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins skal for­hreinsað í sam­ræmi við markmið í lið C í við­auka I í reglu­gerð nr. 798/1999 um frá­veit­ur og skólp. Hitast­ig iðn­að­ar­skólps skal ekki vera yfir 45°C og sýrust­ig ekki und­ir pH 5 mið­að við 10 mín­útna mæl­ingu. Þeg­ar hætta er á að fita geti borist í frá­veitu­lagn­ir skal tengja fitu­gildru við frá­veitu­lagn­ir. Stærð og gerð fitu­gildru skal valin í sam­ráði við heil­brigðis­eft­ir­lit.

Um meng­un­ar­varn­ir fer sam­kvæmt ákvæð­um laga um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir nr. 7/1998, með síð­ari breyt­ing­um, og reglu­gerða sem sett­ar eru sam­kvæmt þeim.

12. gr.

Þar sem hætta er á að frá­rennsli frá frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins flæði til baka um frá­rennslislagn­ir frá hús­eign­um vegna vatns­borðsriss af völd­um of­an­vatns eða hárr­ar sjáv­ar­stöðu skulu hús­eig­end­ur inn­an sinna lóða koma fyr­ir ein­streym­is­lok­um á frá­veitu­lögn eða sjálf­virk­um flóðlok­um við gólfnið­ur­föll.

13. gr.

Frá­veitu sér­hverr­ar hús­eign­ar í Mos­fells­bæ, sem ekki er unnt að tengja við hol­ræsi, skal leiða gegn­um tveggja þrepa hreins­un. Það er hægt að gera með rot­þró og sit­ur­lögn eða með öðr­um hætti sem skil­ar sam­bæri­legri hreins­un. Frá­rennsli skal hreinsa skv. ákvæð­um sam­þykkt­ar þess­ar­ar eða leiða í safnt­ank. Stærð og stað­setn­ing hreinsi­bún­að­ar er háð sam­þykki og út­tekt bygg­ing­ar­full­trúa.

Hreinsi­bún­að­ur svo sem rot­þró, safntank­ur og lagn­ir eru eign hús­eig­anda sem kost­ar nið­ur­setn­ingu og ann­an frá­g­ang svo og við­hald þeirra en bæj­ar­stjórn get­ur sett sér­stak­ar regl­ur um stuðn­ing við fram­kvæmd­irn­ar.

Um­sókn um hreinsi­bún­að s.s. rot­þró eða safnt­ank skal senda bygg­ing­ar­full­trúa Mos­fells­bæj­ar. Um­sókn skal fylgja sér­teikn­ing sem sýn­ir gerð og stað­setn­ingu. Bygg­ing­ar­full­trúi leit­ar eft­ir um­sögn heil­brigð­is­full­trúa.

14. gr.

Hreinsi­bún­aði, þ.m.t. rot­þró, skal val­inn þann­ig stað­ur að auð­velt sé að kom­ast að hon­um með tæki til hreins­un­ar. Hverja rot­þró skal hreinsa og tæma eft­ir þörf­um skv. nán­ari ákvæð­um sam­þykkt­ar þess­ar­ar. Hreins­un fer fram á veg­um Mos­fells­bæj­ar og skal heil­brigð­is­nefnd hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd henn­ar.

Rot­þró skal að jafn­aði ekki stað­setja nær hús­eign en sem nem­ur fimm metr­um. Sama gild­ir um fjar­lægð rot­þró­ar að nær­liggj­andi lóð­ar­mörk­um. Sé þörf á að hafa rot­þró nær skal lofta hana með lögn­um sem ná upp fyr­ir mæni húss. Verði rot­þró og sit­ur- eða sandsíu­lögn ekki kom­ið nið­ur inn­an lóð­ar við­kom­andi hús­eign­ar skal leita sam­þykk­is lóð­ar­hafa aðliggj­andi lóð­ar.

15. gr.

Lagn­ir tengd­ar rot­þró skulu lagð­ar í frost­fría jörð. Að öðru leyti fer um stærð og frá­g­ang rot­þróa skv. leið­bein­ing­um Um­hverf­is­stofn­un­ar eins og þær eru á hverj­um tíma.

16. gr.

Í rot­þró skal leiða skólp, bað­vatn og þvotta­vatn úr öll­um nið­ur­föll­um inn­an­húss. Ekki skal leiða af­rennsli frá ofn­um eða af­bræðslu­kerf­um í rot­þró nema með sam­þykki Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is. Ekki skal leiða þa­kvatn og ann­að yf­ir­borð­s­vatn í rot­þró.

17. gr.

Frá­rennsli frá rot­þró skal leitt um sit­ur­lögn. Frá­rennslis­lögn frá rot­þró skal hafa vatns­helt út­loft­un­ar­op. Heil­brigðis­eft­ir­lit Kjós­ar­svæð­is get­ur leyft að af­rennsli rot­þró­ar fari í grjót­púkk, verði öðru ekki við kom­ið, en þó aldrei inni á vatns­vernd­ar­svæð­um.

18. gr.

Mos­fells­bær ann­ast hreins­un rot­þróa (þ.e. tæm­ingu og förg­un seyru) frá sam­þykktu íbúð­ar­hús­næði í bæj­ar­fé­lag­inu. Bæj­ar­stjórn er heim­ilt að að fela öðr­um fram­kvæmd verks­ins. Ein­göngu að­il­ar með starfs­leyfi til hol­ræsa­hreins­un­ar skv. reglu­gerð um starfs­leyfi fyr­ir at­vinnu­rekst­ur sem get­ur haft í för með sér meng­un, mega ann­ast fram­kvæmd­ina.

19. gr.

Rot­þró skal hreinsa í sam­ræmi við ákvæði sam­þykkt­ar þess­ar­ar að jafn­aði ann­að hvert ár. Rot­þró­ars­eyru skal farga á við­ur­kennd­an hátt.

Hús­eig­andi skal sjá um að greið­ur að­gang­ur sé fyr­ir hreinsi­tæki að rot­þrónni. Eig­end­ur hús­eigna í Mos­fells­bæ sem ekki falla und­ir 18. gr. og eru tengd­ir við rot­þró­ar­kerfi eru sjálf­ir ábyrg­ir fyr­ir reglu­bund­inni tæm­ingu og hreins­un rot­þróa sinna. Eig­end­ur skulu tryggja að við notk­un rot­þró­ar­kerf­is verði ekki meng­un í ná­grenni henn­ar.

20. gr.

Mos­fells­bæ skal heim­ilt að inn­heimta stofn­gjald vegna teng­ing­ar og lagn­ing­ar frá­rennslislagna frá lóða­mörk­um hús­eig­enda við hol­ræsa­kerfi sveit­ar­fé­lags­ins. Gjald­ið skal ákveð­ið í gjaldskrá sem sveit­ar­stjórn set­ur og birt­ir í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda í sam­ræmi við ákvæði 15. gr. laga nr. 9/2009 um upp­bygg­ingu og rekst­ur frá­veitna.

21. gr.

Af þeim fast­eign­um í Mos­fells­bæ sem tengjast frá­veitu­lögn­um sveit­ar­fé­lags­ins skal ár­lega greiða frá­veitu­gjald, sbr. 15. gr. laga nr. 9/2009 um upp­bygg­ingu og rekst­ur frá­veitna, og skal því var­ið til þess að standa straum af kostn­aði við rekst­ur frá­veitu sveit­ar­fé­lags­ins.

22. gr.

Álagn­ing­ar­stofn frá­veitu­gjalds má vera fast­eigna­mat húsa, mann­virkja, lóða og landa, eða mið­ast við rúm­mál fast­eigna, sam­kvæmt lög­um nr. 6/2001 um skrán­ingu og mat fast­eigna.

23. gr.

Frá­veitu­gjald greið­ist af skráð­um eig­anda fast­eign­ar og ber hann ábyrgð á greiðslu gjalds­ins. Gjald þetta skal ákveð­ið með sér­stakri gjaldskrá sam­kvæmt 15. gr. laga nr. 9/2009 um upp­bygg­ingu og rekst­ur frá­veitna sem sveit­ar­stjórn set­ur og birt­ir í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda í sam­ræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir. Frá­veitu­gjald­ið inn­heimt­ist á sama hátt og önn­ur fast­eigna­gjöld til sveit­ar­fé­lags­ins. Frá­veitu­gjald­ið má taka lögtaki og má gera lögtak í hinni skatt­skyldu eign án til­lits til eig­enda­skipta. Nýt­ur frá­veitu­gjald­ið lög­veðs­rétt­ar í lóð og mann­virkj­um á sama hátt og til sama tíma og lög­veðs­rétt­ur fast­eigna­skatts hverju sinni sbr. lög um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga, nú tvö ár eft­ir gjald­daga með for­gangs­rétti fyr­ir hvers kon­ar samn­ings­veði og að­far­ar­veði.

24. gr.

Bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar er heim­ilt að inn­heimta gjöld vegna hreins­un­ar rot­þróa á veg­um bæj­ar­fé­lags­ins. Heild­ar­gjald þetta má þó aldrei vera hærra en svo að nemi sann­an­leg­um kostn­aði við veitta þjón­ustu eða fram­kvæmd eft­ir­lits með ein­stök­um þátt­um. Gjöld skulu lögð á hverja fast­eign, stofn­un eða fyr­ir­tæki sem nýt­ur fram­an­greindr­ar þjón­ustu.

Gjald þetta skal ákveð­ið með sér­stakri gjaldskrá í sam­ræmi við lög nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir sem sveit­ar­stjórn set­ur og læt­ur birta í B-deild Stjórn­ar­tíð­inda. Rot­þró­ar­gjald hvers árs skal inn­heimt á sama hátt og fast­eigna­gjöld til sveit­ar­fé­lags­ins.

25. gr.

Eig­andi hús­eign­ar sem tengd er rot­þró, en greið­ir ekki gjöld skv. 24. gr., skal sjálf­ur kosta hreins­un á eig­in rot­þró. Hreins­un­in skal þá fram­kvæmd af að­ila sem starfs­leyfi hef­ur til hol­ræsa­hreins­un­ar sbr. 5. gr. a laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir. Eig­andi skal geyma stað­fest­ingu frá hreins­un­ar­að­ila um að hreins­un hafi far­ið fram og skal sýna hana eft­ir­lits­að­ila ef eft­ir því er leitað.

Heim­ilt er að inn­heimta auka­gjald af þeim hús­eign­um þar sem um óvenju­mik­inn kostn­að er að ræða við hreins­un og tæm­ingu eða þeg­ar um sér­staka rot­þró við úti­hús eða safnt­ank er að ræða eða þeg­ar sér­stak­ar að­stæð­ur krefjast auk­inn­ar tíðni hreins­un­ar. Mos­fells­bær ann­ast ein­göngu tæm­ingu rot­þróa á deili­skipu­lögð­um íbúða­svæð­um og á lög­býl­um.

26. gr.

Um rot­þrær stað­sett­ar á vernd­ar­svæð­um vatns­bóla gilda ákvæði sam­þykkt­ar nr. 636/1997 um vernd­ar­svæði vatns­bóla inn­an lög­sagn­ar­um­dæma Mos­fells­bæj­ar, Reykja­vík­ur, Seltjarn­ar­nes­kaup­stað­ar, Kópa­vogs, Garða­bæj­ar, Bessastaða­hrepps og Hafn­ar­fjarð­ar.

27. gr.

Hafi hús­ráð­andi kvört­un fram að færa vegna tæm­ing­ar rot­þróa skal hann koma slíkri kvört­un á fram­færi við um­hverf­is­svið Mos­fells­bæj­ar. Telji við­kom­andi sig ekki fá full­nægj­andi úr­lausn hjá sveit­ar­fé­lag­inu, get­ur hann leitað til heil­brigð­is­nefnd­ar Kjós­ar­svæð­is.

28. gr.

Heim­ilt er að kæra stjórn­valdsákvarð­an­ir sam­kvæmt þess­ari sam­þykkt til úr­skurð­ar­nefnd­ar sem starf­ar skv. VII. kafla laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir.

Brot gegn sam­þykkt þess­ari varða sekt­um rúm­ist þau jafn­framt inn­an refsi­á­kvæða hlut­að­eig­andi heim­ild­ar­laga, nema þyngri refs­ing liggi við sam­kvæmt öðr­um lög­um. Skulu þau brot sæta þeirri máls­með­ferð, sem boð­in er í lög­um nr. 88/2008 um með­ferð saka­mála.

29. gr.

Sam­þykkt þessi stað­fest­ist hér með sam­kvæmt 25. gr. laga nr. 7/1998 um holl­ustu­hætti og meng­un­ar­varn­ir, ákvæð­um 3. ml. 5. mgr. 4. gr. laga nr. 55/2003 um með­höndl­un úr­gangs og sam­kvæmt 10. mgr. 4. gr. laga nr. 9/2009 um upp­bygg­ingu og rekst­ur frá­veitna til þess að öðl­ast þeg­ar gildi. Frá sama tíma fell­ur úr gildi sam­þykkt nr. 32/1983 um notk­un og hreins­un rot­þróa í Mos­fells­hreppi.

Um­hverf­is­ráðu­neyt­inu, 9. des­em­ber 2010.

F. h. r.
Sig­ur­björg Sæ­munds­dótt­ir.

Íris Bjarg­munds­dótt­ir.

B-deild – Út­gáfud.: 23. des­em­ber 2010

Nr. 1014.

9. des­em­ber 2010.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00