Krókabyggð 2
270 Mosfellsbæ
Um leikskólann
Opnunartími: 7:30 – 16:30
Leikskólinn Reykjakot tók til starfa 25. febrúar 1994. Leikskólinn er 5 deildir og starfar í 2 húsum. Tvær yngri deildirnar eru í Litlakoti, Ösp og Birki, og þrjár eldri í Stórakoti, Mói, Mýri og Melur.
Í nálægð við náttúruna
Nám þar sem lögð er áhersla á sköpun, hæfni, virkni og frumkvæði. Þannig viljum við í Reykjakoti starfa. Staðsetning skólans hefur mótandi áhrif. Hann er í nálægð við náttúruna. Skógur, Varmá, fellin. Við í Reykjakoti nýtum útiveru og sérstaklega græn svæði til að hafa jákvæð áhrif á heilsu okkar og líðan. Við viljum kynnast náttúrunni betur, vinna verkefni út í náttúrunni, safna náttúrulegum efnivið til listsköpunar. Fræðast um hveru mikilvæg náttúrann er, hversu gefandi hún er. Börnin læra að umgangast náttúruna, bera virðingu og einnig að leita innblásturs til listsköpunar úr og í náttúrunni.
Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag. Meginmarkmiðið er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan barna og starfsfólks. Hreyfingin sem felst í að vera í náttúrunni sem og listsköpunin sjálf hefur jákvæð áhrif á líkamlega og ekki síður andlega líðan barna og starfsfólks.
Leikurinn
Reykjakot leggur áherslu á sjálfsprottinn leik barnanna og gerir honum hátt undir höfði. Leikurinn er námsleið ungra barna og þar af leiðandi meginnámsleið leikskólans. Mikið sjálfsnám felst því í leik, honum fylgir bæði gaman og alvara. . Börnin semja reglur leiksins, ákveða upphaf, framvindu og lok hans.
Tengsl barns við önnur börn og kennara er einn mikilvægasi þáttur í námi þess. Leikurinn skapar vettvang fyrir spurningar og börnin leysa vandamál sem upp koma á þeirri eigin forsendum. Leikur yngstu barna leikskóla hefst með hreyfingu líkama, merkingasköpun þeirra fer þannig fyrst og fremst fram í gegnum líkamlegar athafnir. Smám saman verða félagsleg einkenni leiksins ljósari og talað mál meira áberandi. Þegar börn leika sér saman mynda þau félagslega hópa og skapa eigin menningu.
Leikur kallar á fjölbreytta notkun tungumáls, hreyfingu, félagsleg samskipti og tilfinningatengsl.
Lubbi finnur málbein – málörvun
Lubbi finnur málbein eftir Eyrúnu Ísafold Gísladóttur og Þóru Másdóttur.
Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur að gelta og þá heyrist „voff – voff“. En Lubba langar mikið til að læra að tala. Þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Hann veit að þegar hann hefur lært þau öll losnar um málbeinið og hann getur leyst frá skjóðunni. Hann hefur örugglega frá mörgu að segja.
Málörvunarefnið er aðlagað að börnunum eftir aldri og getu. Með námsefninu er áhersla á brúarsmíð á milli málhljóða og bókstafa með stuðningi táknrænna hreyfinga.
Snemmtæk íhlutun
Öll börn eiga rétt á því að fá kennslu við hæfi. Stundum þarf að leggja áherslu á aðgerðir sem stuðla með markvissum hætti að þroskaframvindu barna, hvort sem það er í málörvun eða örvun annarra þroskaþátta. Því fyrr sem íhlutun hefst, því meiri líkur eru á að markviss þjálfun skili árangri. Snemmtæk íhlutun í málörvun felst í því að byrja nógu snemma að greina málþroskafrávik; skilgreina í hverju vandinn er fólginn með því að fá góðar bakgrunnsupplýsingar um barnið og skoða vel hvaða málþætti þarf að vinna með, ásamt því að veita ráðgjöf og markvissa þjálfun til þess að ná árangri. Ef röskun verður á málþroska geta börn farið að þróa með sér hegðunarerfiðleika vegna þess að hegðun og boðskipti eru nátengd. Þess vegna þarf að leggja áherslu á að byrja snemma að styrkja boðskiptafærni. Þegar börn vita hvernig þau geta gert sig skiljanleg og til hvers er ætlast af þeim líður þeim betur og hegðun lagast oft í samræmi við aukna færni í boðskiptum og málþroska (Ásthildur Bj. Snorradóttir, Anney Ágústsdóttir, Bergrós Ólafsdóttir, Margrét Þóra Jónsdóttir & Sigurður Sigurjónsson, 2014).
Mikilvægt er að hafa gott samstarf við foreldra með því að fræða þá og upplýsa um stöðu barna sinna hvað varðar mál, tal og boðskipti og vísa þeim til ýmissa sérfræðinga allt eftir eðli frávika. Vel upplýstir foreldrar gera sér betur grein fyrir mikilvægi þess að taka virkan þátt í aðferðum snemmtækrar íhlutunar til þess að undirbúa barn sitt til að takast á við allt nám. Þannig er unnið enn frekar að hlutun sem mætir þörfum allra barna hvað varðar málörvun.
Reykjakot leggur áherslu á sjálfsprottinn leik barnanna og gerir honum hátt undir höfði. Leikurinn er námsleið ungra barna og þar af leiðandi meginnámsleið leikskólans.
Útivera er mikilvægur þáttur í þroska hvers barns og nýtur leikskólinn góðs af stórkostlegri og ósnortinni náttúru Mosfellsbæjar sem er nýtt mikið í starfi utan leikskólalóðarinnar.
Stjórnendur
Birki
Sonja Pétursdóttir
rkotbirki@mos.is
Melur
Reynir Pablo Rodriques
rkotmelur@mos.is
Mói
Rannveig Dögg Haraldsdóttir
rkotmoi@mos.is
Mýri
Diljá Rún Hjördísardóttir
rkotmyri@mos.is
Ösp
Ísabella Anna Steingrímsdóttir
rkotosp@mos.is
Anke Steiniger
rkot_serkennsla@mos.is
Tengiliður farsældar barna á Reykjakoti.
Leikskóladagatal
Starfsáætlun
Skólanámskrá
Gagnlegar upplýsingar
Að byrja í leikskóla er ný reynsla fyrir barnið, þar sem allt er framandi og ókunnugt og því mikilvægt að vel sé staðið að málum. Með vandaðri aðlögun er lagður hornsteinn að öryggi og vellíðan barnsins og samstarfi heimilis og skóla. Barnið þarf að fá góðan tíma til að kynnast starfsfólki, deildinni sinni og umhverfi skólans. Gagnkvæmur trúnaður á milli foreldra/forráðamanna og kennara er forsenda þess að barninu líði vel í skólanum.
Þegar barn byrjar í aðlögun taka deildarstjórar á móti foreldrum og barni, kynna deildina sem barnið er að byrja á og svara þeim spurningum sem upp koma hverju sinni. Farið er yfir megin áhersluþætti skólastarfsins. Mikilvægt er að náið samstarf og gagnkvæmt traust ríki í samskiptum kennara og foreldra/forráðamanna. Til að auðvelda barninu aðlögunina bjóðum við upp á fjögurra daga þátttökuaðlögun. Á fimmta degi koma foreldrar með börnin sín og sækja þau á umsömdum dvalartíma.
Foreldrar/forráðamenn fá sent fréttabréf í tölvupósti.
Fatnaður í körfu barnins:
- nærbuxur
- sokkar
- buxur
- peysur
- samfellur
- bolir
- sokkabuxur
Fylgjast með að alltaf sé nóg af aukafatnaði, gott að hafa tvennt af hverju.
Vetrarfatnaður
- snjógalli
- ullarpeysa
- ullarsokkar
- hlýir vettlingar
- loðfóðruð stígvél
- hlý húfa
Vorfatnaður
- pollavettlingar
- pollagalli
- vettlingar
- hlý peysa
- stígvél, húfa
- ullarsokkar
- úlpa
- skór
Sumarfatnaður
- flíspeysa/léttur jakki
- úlpa
- pollaföt
- léttir vettlingar
- létt húfa
- buff
- stígvél
- skór
Gott er að skoða föt barnanna þegar þau eru sótt, athuga hvort þau þurfi að fara í þvott eða annað.
Munið einnig að merkja allan fatnað barnanna.
Foreldrasamtöl eru tvisvar á ári, einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn. Foreldrar geta hvenær sem er óskað eftir samtali við deildarstjóra, sérkennslustjóra eða leikskólastjóra.
Leikskólinn getur ekki tekið á móti veikum og/eða vansvefta börnum. Ef grunur leikur á að barn sé að veikjast eða beri smit á barnið ekki að mæta í leikskólann. Nauðsynlegt er að barnið jafni sig vel af veikindum sínum heima og mæti aftur frískt í leikskólann svo það geti tekið þátt í allri daglegri starfsemi leikskólans úti sem inni.
Ef barn veikist eða slasast í leikskólanum ber starfsfólki að láta foreldra vita eins fljótt og kostur er.
Foreldrasamstarf
Foreldraráð leikskólans er skipað þremur fulltrúum foreldra sem kosnir eru á foreldrafundi að hausti. Hlutverk foreldraráðs er að gefa umsagnir til leikskóla og skólanefndar um skólanámskrá og aðrar áætlanir.
Fundargerðir:
Foreldrafélag Reykjakots stendur fyrir nokkrum uppákomum ár hvert en þó aðallega í tengslum við jólahaldið. Einnig kemur foreldrafélagið að vorhátíð leikskólans. Ný stjórn foreldrafélagsins er valin á foreldrafundi í september og er æskilegt að a.m.k. einn fulltrúi sé frá hverri deild.
Gjaldskrár
Dvalartími klst. | Verð á dag |
---|---|
4 | 78 |
6 | 117 |
8 | 155 |
Gildir frá 1. janúar 2025.
Dvalartími klst. | Almennt gjald | Fæði | Síðdegishressing | Samtals |
---|---|---|---|---|
Almenn leikskólagjöld | ||||
4,0 | 10.454 | 2.445 | 0 | 12.898 |
4,5 | 11.760 | 7.393 | 2.445 | 21.598 |
5,0 | 13.067 | 7.393 | 2.445 | 22.905 |
5,5 | 14.374 | 7.393 | 2.445 | 24.211 |
6,0 | 15.680 | 7.393 | 2.445 | 25.518 |
6,5 | 16.987 | 7.393 | 2.445 | 26.825 |
7,0 | 18.294 | 7.393 | 2.445 | 28.132 |
7,5 | 19.600 | 7.393 | 2.445 | 29.438 |
8,0 | 20.907 | 7.393 | 2.445 | 30.745 |
8,5 | 23.520 | 7.393 | 2.445 | 33.358 |
9,0 | 28.747 | 7.393 | 2.445 | 38.585 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 20% | ||||
8,0 | 16.726 | 7.393 | 2.445 | 26.564 |
8,5 | 18.816 | 7.393 | 2.445 | 28.654 |
9,0 | 22.998 | 7.393 | 2.445 | 32.836 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 40% | ||||
8,0 | 12.544 | 7.393 | 2.445 | 22.382 |
8,5 | 14.112 | 7.393 | 2.445 | 23.950 |
9,0 | 17.248 | 7.393 | 2.445 | 27.086 |
Sundurliðun leikskólagjalda barna eldri en 12 mánaða.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Dvalartími klst. | Vistunargjald |
---|---|
Flokkur 2 - 12 mánaða og eldri* | |
4,0 | 12.898 |
4,5 | 21.598 |
5,0 | 22.905 |
5,5 | 24.212 |
6,0 | 25.518 |
6,5 | 26.825 |
7,0 | 28.132 |
7,5 | 29.438 |
8,0 | 30.745 |
8,5 | 33.358 |
9,0 | 38.585 |
20% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 26.564 |
8,5 | 28.654 |
9,0 | 32.836 |
40% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 22.382 |
8,5 | 23.950 |
9,0 | 27.086 |
Flokkur 1 - 12 mánaða og yngri* | |
4,0 | 24.039 |
4,5 | 27.630 |
5,0 | 30.609 |
5,5 | 33.589 |
6,0 | 36.569 |
6,5 | 39.548 |
7,0 | 42.528 |
7,5 | 45.508 |
8,0 | 48.488 |
8,5 | 54.446 |
9,0 | 66.365 |
20% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 38.790 |
8,5 | 43.557 |
9,0 | 53.092 |
40% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 29.093 |
8,5 | 32.668 |
9,0 | 39.819 |
Skilyrði fyrir framlagi Mosfellsbæjar til dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla er að gerður sé samningur við Mosfellsbæ.
*Greitt er skv. flokki 2, mánaðarmótin eftir að barnið verður 12 mánaða.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Hjúskaparstaða | 20% | 40% |
---|---|---|
Einstæðir | 660.651 | 550.543 |
Í sambúð | 921.595 | 770.760 |
Tekjuviðmið 2025 vegna viðbótarniðurgreiðslu.
Bæði gjöld til leikskóla og dagforeldra eru niðurgreidd og koma þær niðurgreiðslur fram í gjaldskrám.
Samkvæmt samþykkt um niðurgreiðslur er hægt að sækja um viðbótarniðurgreiðslur á grundvelli tekna og er þá miðað við brúttótekjur síðastliðinna þriggja mánaða.
Niðurgreiðslur eru annars vegar 40% af almennu niðurgreiddu gjaldi og hins vegar 20%.
Niðurgreiðslur eru ekki veittar af fæði.
Til þess að öðlast rétt til niðurgreiðslu og viðbótarniðurgreiðslu er horft til tekna foreldra, bæði einstaklinga og foreldra í sambúð, sem grundvallast á staðfestu staðgreiðsluyfirliti síðustu þriggja mánaða.
Foreldrar eða forráðamenn sem óska eftir niðurgreiðslum skulu sækja um þær á Mínum síðum á heimasíðu Mosfellsbæjar fyrir 20. dag mánaðar og skulu umbeðin gögn fylgja umsókn áður en hún er tekin til efnislegrar afgreiðslu. Niðurgreiðslurnar taka þá gildi næsta mánuð eftir að umsókn er afgreidd. Umsóknir eru ekki afturvirkar og endurnýja þarf þær árlega.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Tenglar
- adalnamskra.isAðalnámskrá leikskóla
- barnasattmali.isBarnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
- Velferð ›Farsæld barna
- mms.isHandbók um velferð og öryggi barna í leikskólum
- doktor.isHelstu smitsjúkdóma barna
- heimiliogskoli.isHeimili og skóli
- Börn og ungmenni ›Menntastefna Mosfellsbæjar
- shs.isRöskun á skólastarfi