Laxatungu 70
270 Mosfellsbæ
Um leikskólann
Opnunartími: 07:30 – 16:30
Leirvogstunguskóli tók til starfa 17. ágúst árið 2011. Í skólanum eru sex deildir: Fossakot, Kvíslakot, Laxakot, Leirukot, Tungukot og Vogakot.
Stjórnendur
Leikskóladagatal
Starfsáætlun
Gagnlegar upplýsingar
Foreldrasamstarf
Foreldraráð: Til setu í foreldraráði eru valdir/kosnir þrír einstaklingar úr foreldrahópi Leirvogstunguskóla. Valið er í ráðið að hausti til eins árs í senn. Leikskólastjóri skal upplýsa ráðið um öll þau mál sem snert geta starfsemi skólans. Foreldraráð gefur umsagnir til leikskóla og fræðslunefndar um skólanámskrá og annað sem viðkemur málum skólans. Ráðið fer yfir allar breytingar t.d. á skóladagatali og ábendingar frá foreldrum.
Foreldrafélag: Félag allra foreldra barna á leikskólanum og ganga foreldrar/forráðamenn sjálfkrafa í félagið þegar barnið byrjar í leikskólanum. Á hverju hausti er haldinn aðalfundur félagsins þar sem dagskrá skólaársins er kynnt og gjald vetrarins ákveðið. Sá peningur sem safnast í sjóðinn er eingöngu notaður til að auka fjölbreytni fyrir börnin í leikskólanum. Meðal þess sem foreldrafélagið stendur fyrir og greiðir er ferð í Hamrahlíðarskóg að sækja jólatré, jólagjafir frá jólasveininum á jólaballi, vorhátíð og fleira.
Gjaldskrár
Tenglar
- adalnamskra.isAðalnámskrá leikskóla
- barnasattmali.isBarnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
- Velferð ›Farsæld barna
- mms.isHandbók um velferð og öryggi barna í leikskólum
- doktor.isHelstu smitsjúkdómar barna
- heimiliogskoli.isHeimili og skóli
- Börn og ungmenni ›Menntastefna Mosfellsbæjar
- shs.isRöskun á skólastarfi