Hlaðhamrar 4
270 Mosfellsbæ
Um leikskólann
Opnunartími: 07:30 – 16:30
Leikskólinn Hlíð hefur verið starfræktur frá 21. september 1985. Deildirnar eru 5 talsins og heita Esjuhlíð, Hamrahlíð, Klettahlíð, Steinahlíð og Úthlíð.
Stjórnendur
Leikskóladagatal
Starfsáætlun
Skólanámskrá
Gagnlegar upplýsingar
Foreldrasamstarf
Í upphafi leikskólagöngu er hornsteinn lagður að samstari heimilis og skóla þar sem umhyggja og velferð barns er höfð að leiðarljósi. Þar sem Hlíð er ungbarnaleikskóli eru langflest börnin aðeins eitt ár í Hlíð en flytjast síðan í aðra leikskóla. Aðlögun barna fer að mestu leiti fram í ágúst og september og er stuðst við svokallaða þátttökuaðlögun sem felur í sér að foreldri er með barni sínu í leikskólanum. Börnin eru aðlöguð í litlum hópum.
Í Hlíð er lögð áhersla á góða upplýsingagjöf til foreldra og ýmsar leiðir nýtar. Þær helstu eru: tölvupóstar, upplýsingatafla í fataherbergi og dagleg samskipti. Tvö foreldraviðtöl eru á ári, að hausti og vori. Tveir foreldrafundir eru haldnir, annar í júní ætlaður nýjum foreldrum og hinn að hausti og er ætlaður öllum foreldrum. Foreldrum er boðið í foreldrakaffi sem eru haldin seinnipart dags. Foreldrakaffi eru að jafnaði þrjú yfir árið.
Foreldraráð er við leikskólann, í því sitja a.m.k. þrír foreldrar og er kosið í það að hausti.
Gjaldskrár
Tenglar
- adalnamskra.isAðalnámskrá leikskóla
- barnasattmali.isBarnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
- Velferð ›Farsæld barna
- mms.isHandbók um velferð og öryggi barna í leikskólum
- doktor.isHelstu smitsjúkdómar barna
- heimiliogskoli.isHeimili og skóli
- Börn og ungmenni ›Menntastefna Mosfellsbæjar
- shs.isRöskun á skólastarfi