Gerplustræti 14
270 Mosfellsbæ
Æsustaðafjall s: 626-2518
Helgafell s: 620-4510
Lágafell s: 626-2517
Sauðhóll s: 626-2516
Um leikskólann
Opnunartími: 07:30 – 16:30
Svæði leikskóladeildarinnar heita Bæjarfell, Æsustaðafjall, Helgafell, Lágafell og Sauðhóll. Elstu börnin eru á svæði sem bera nafn hæsta fellsins og þau yngstu eru á svæði sem ber nafn Sauðhóls sem er lægsta fellið. Bæjarfell er staðsett á neðri hæð skólans þar sem elstu börnin eiga sitt heimasvæði þetta skólaár. Svæði 5 og 6 ára barna eru samliggjandi og samvinna er á milli árganganna. Allir árgangar fara upp á sitt fell í lok skólaárs.
Nauðsynlegt er að láta starfsfólk vita þegar komið er með barnið í skólann og að sama skapi þegar barn er sótt. Ef aðrir en foreldrar sækja barnið í skólann ber að láta starfsfólk vita. Aldurstakmark þeirra sem sækja barn á leikskólaaldri í skóla er tólf ára samkvæmt reglum frá Umboðsmanni barna og Mosfellsbæ. Við miðum við að börn sem verða tólf ára á árinum megi sækja yngri börn í skólann.
Daglegt starf markast af föstum athöfnum sem miða að því að sinna líkamlegum og andlegum þörfum barnanna. Leikurinn er aðal náms- og þroskaleið leikskólabarna og við leggjum áherslu á að gefa honum tíma og rými í dagsskipulaginu. Lögð er áhersla á hlýju, öryggi, tillitssemi og virðingu í samskiptum barna á milli og á milli starfsfólks og barna.
Í Helgafellsskóla er lögð áhersla á að hafa skipulag þannig að það ýti undir sjálfstæði og frelsi barna. Við viljum biðja ykkur um að senda börnin í skólann í þægilegum fötum sem þola óhreinindi þar sem skólinn er vinnustaður barnanna og viðkvæmur fatnaður getur skemmst.
Samverustundir eru daglega. Þar fer fram málörvun, spjall, söngur, lestur, leikir o.fl.
Við leggjum mikla áherslu á lestur og lesum daglega fyrir börnin. Við hvetjum foreldra jafnframt til að lesa fyrir börnin daglega heima.
Í hópatímum vinna börnin að skipulögðum verkefnum í aldursskiptum hópum.
Jóga og athyglisþjálfun – öllum börnum er boðið upp á jógatíma í hverri viku.
Útivera er daglega. Börnin þurfa að vera tilbúin til að fara út í hvaða veðri sem er, í klæðnaði sem hæfir veðri á hverjum tíma.
Söngur er daglega og sameiginleg söngstund er vikulega. Þá safnast deildirnar saman og syngja m.a. óskalög frá öllum aldurshópum. Í söngstundinni er einnig sungið fyrir afmælisbörn vikunnar.
Stjórnendur
Stefanía Ósk Þorsteinsdóttir
Aþena Karaolani
athena.karaolani@mosmennt.is
Eva Rún Þorsteinsdóttir
eva.run.thorsteinsdottir@mosmennt.is
Guðbjörg Þorgeirsdóttir
gudbjorg.thorgeirsdottir@mosmennt.is
Hafrún Erla Jóhannsdóttir
hafrun.erla.johannsdottir@mosmennt.is
Karl Alex Árnason
karl.alex.arnason@mosmennt.is
Linda Þorleifsdóttir
linda.thorleifsdottir@mosmennt.is
Sara Lind Kristbjörnsdóttir
sara.lind.kristbjornsdottir@mosmennt.is
Hólmfríður Björnsdóttir
holmfridur.bjornsdottir@mosmennt.is
Leikskóladagatal
Starfsáætlun
Gagnlegar upplýsingar
Afmælisbarnið er með íslenska fánann á borðinu hjá sér í matmálstímum og skreytir afmæliskórónu sem það fær með sér heim. Eldri börnin segja eitthvað fallegt við afmælisbarnið og afmælisbarnið fær skjal heim með fallegum ummælum frá vinum sínum.
Einungis er leyfilegt að dreifa afmælisboðskortum í skólanum ef bjóða á öllum börnum á deild barnsins eða öllum stúlkunum/drengjunum.
Aðlögun er alltaf einstaklingsbundin og skipulögð í samstarfi foreldra og teymisstjóra. Skólinn leggur ákveðnar línur til grundvallar en foreldrar þurfa að ætla sér u.þ.b. eina viku í aðlögun yngri barna. Ágætt er að gera ráð fyrir að heildaraðlögun barnsins geti tekið nokkrar vikur eða þar til barnið er orðið öruggt í skólanum. Börn sem eru vön að vera í vistun yfir daginn eru oftast fyrr að aðlagast en þau sem eru óvön, þó að það sé einstaklingsbundið.
Áætlanir til viðmiðunar í aðlögun barna
Aðlögun 2ja-3ja ára barna:
- Dagur 1: Barnið kemur í fyrstu heimsókn með foreldrum í eina klukkustund, kl. 9-10.
- Dagur 2: Barnið kemur í 2 klst, kl. 8:30-10:30.
- Dagur 3: Barnið kemur á umsömdum vistunartíma og dvelur 3-4 klst. Borðar hádegismat í skólanum. Foreldri skreppur frá stutta stund og fær kynningu á skólanum.
- Dagur 4: Barnið kemur á sínum tíma og dvelur 3-4 klst. Barnið borðar hádegismat í skólanum og fer í hvíld. Foreldri skreppur frá í 2-3 klst og fær fund með teymisstjóra. Barnið sótt eftir hvíld.
- Dagur 5: Styttri dagur þar sem skipulag veltur því á hvernig fyrstu dagarnir hafa gengið, sum börn þurfa lengri aðlögun á meðan önnur börn eru tilbúin. Áframhaldið er metið í samráði við teymisstjóra. Gott er að sækja barnið fyrr, fyrstu daga þess í skólanum.
Aðlögun 4-5 ára barna:
- Dagur 1: Barnið kemur í fyrstu heimsókn með foreldrum í eina klukkustund, kl 9-10.
- Dagur 2: Barnið er í skólanum frá kl. 9-11:30, fram að hádegismat. Foreldrar fá kynningu á skólanum og skreppa frá.
- Dagur 3: Barnið kemur á umsömdum vistunartíma og dvelur fram yfir hádegi.
- Dagur 4: Styttri dagur þar sem foreldrar fylgja barninu í byrjun og lok dags.
Eftir aðlögun
Framhaldið veltur á því hvernig fyrstu dagarnir hafa gengið, sum börn þurfa lengri aðlögun á meðan önnur börn eru tilbúin. Gott er að sækja barnið fyrr, fyrstu daga þess í skólanum. Foreldrar fá samtal við teymisstjóra.
Með aðlöguninni er lagður hornsteinn að góðu samstarfi foreldra og starfsfólks skólans. Það er mikilvægt að góð samvinna takist strax í byrjun og að gagnkvæmur trúnaður, traust og samvinna ríki, sem er forsenda þess að barninu líði vel. Ef breytingar verða á aðstæðum eða líðan barns heima eða í skólanum er mikilvægt að koma skilaboðum á milli því oft geta lítil atvik í lífi barns valdið breytingum á hegðun þess. Börnum gengur almennt betur ef samvinna skóla og foreldra er góð og hegðunarvandamál gera síður vart við sig.
Athugið að allt starfsfólk skólans er bundið þagnarskyldu og þær upplýsingar sem starfsmenn fá um börn eru trúnaðarmál. Þagnarskylda helst þó látið sé af starfi.
Skólinn útvegar bleyjur og blautbréf gegn gjaldi sem leggst ofan á dvalargjöldin mánaðarlega.
Velja þarf föt eftir árstíma og veðurfari.
Útiföt:
- húfu og/eða lambhúshettu
- tvö pör af vettlingum – lopavettlingar og pollavellingar eru bestir fyrir kaldar hendur
- ullarsokka
- flís- eða ullarpeysu
- hlýjar buxur
- kuldagalla
- pollagalla
- kuldaskó
- stígvél
- strigaskó eða aðra létta skó þegar hlýna fer í veðri
- inniskó
Aukaföt (sem má geyma í auka fatakörfu í fataklefa):
- nærbol
- nærbuxur
- sokkabuxur eða gammosíur
- peysu
- buxur
- sokka
Mikilvægt er að fara reglulega í yfir auka föt til að vera viss um að fötin passi á barnið þegar á þarf að halda.
Við óskum eftir að fatnaður barnanna fari heim dag hvern af m.a. hreinlætisástæðum.
Nauðsynlegt er að merkja allan fatnað.
Þegar barn hefur skólagöngu sína í Helgafellsskóla eru foreldrar boðaðir í viðtal hjá teymisstjóra á aðlögunartímanum en foreldraviðtöl eru auk þess að hausti og annað að vori.
Foreldrar geta auk þess óskað eftir viðtali/símtali hvenær sem þörf er á og skólinn getur einnig óskað eftir að fá foreldra á sinn fund ef ástæða þykir til.
Ef kveðjustundir verða of langar getur það skapað óöryggi hjá barninu sem veit ekki nákvæmlega hvort mamma eða pabbi ætla að fara eða ekki. Vegna þessa hvetjum við foreldra til að hafa kveðjustundir stuttar, öruggar en fullar af trausti. Munum að kveðjustundin lengir ekki jákvæða samveru fjölskyldunnar heldur lengir á skilnaðarstund sem getur verið barninu erfið. Foreldrum er þó að sjálfsögðu velkomið að spjalla við starfsfólk þegar tækifæri gefst.
Öll leikföng og hlutir að heiman eiga að vera heima. Ef barn kemur með hlut að heiman skapar það bæði óþægindi og truflun fyrir börn og kennara. Gott er að barnið venjist því strax í byrjun að leikföng og hlutir eigi að vera heima en börnum er þó alltaf velkomið að taka bók með í skólann.
Mikilvægt er að barn sé klætt í samræmi við veðurfar og að það hafi viðeigandi aukafatnað meðferðis.
Dæmi nauðsynlegan fatnað:
- Nærföt, sokkar, bolur, peysa og buxur
- Regnföt og stígvél
- Húfa, vettlingar, ullarsokkar
Börn sem sofa í skólanum hafa með kodda að heiman, snuð og bangsa ef þau eru vön að sofa með snuð eða bangsa.
Á mánudögum er gott að koma með fatnað fyrir vikuna, taka töskuna með heim og koma með á föstudegi til að tæma fatahólf á föstudögum.
Æskilegt er að foreldrar komi með fjölnota poka til að taka heim blaut og/eða skítug föt þar sem við bjóðum ekki upp á plastpoka undir slíkt.
Lyf eru ekki gefin í skólanum nema í neyðartilfellum. Vinsamlega reynið að stýra lyfjagjöf þannig að hún fari fram heima.
Ef barn er með fæðuofnæmi eða óþol þarf að skila inn vottorði frá lækni.
Leikskóladeild Helgafellsskóla er lokuð í 20 virka daga í júlí. Öll börn þurfa að taka samfellt sumarleyfi í fjórar vikur eða í a.m.k. 20 virka daga, á orlofstímabilinu 15. maí – 31. ágúst. Skila þarf sumarleyfisóskum fyrir 15. mars ár hvert til skólans vegna skipulagningar sumarleyfa.
Svefn og hvíld er barni nauðsynleg, ekki síst á fyrstu árum ævinnar þegar vöxtur og þroski er sem mestur. Þreytt barn á erfitt með að takast á við daginn í skólanum. Hvíldartími er eftir hádegismatinn þar sem allir eiga rólega stund saman, ýmist sofandi eða vakandi. Börn sem sofa í skólanum, fá að sofa í það minnsta til kl. 13. Börn sem sofa koma með kodda að heimana og annað sem þau eru vön s.s. snuð eða bangsa.
Veikindi ber að tilkynna í skólann og gott er að miða við að börn séu hitalaus heima í einn til tvo daga eftir veikindi. Algengt er að börn sem ekki hafa áður verið í dagvistun fái fjölmargar pestir fyrstu mánuði eftir að þau hefja skólagöngu. Nauðsynlegt er að barnið jafni sig vel af veikindum sínum heima og mæti aftur frískt í skólann svo það geti tekið þátt í allri daglegri starfsemi, jafnt úti sem inni.
Slys og óhöpp geta alltaf átt sér stað. Ef slíkt kemur fyrir höfum við strax samband við foreldra svo að unnt sé að fara með barnið til læknis ef þörf krefur.
Gjaldskrár
Dvalartími klst. | Verð á dag |
---|---|
4 | 78 |
6 | 117 |
8 | 155 |
Gildir frá 1. janúar 2025.
Dvalartími klst. | Almennt gjald | Fæði | Síðdegishressing | Samtals |
---|---|---|---|---|
Almenn leikskólagjöld | ||||
4,0 | 10.454 | 2.445 | 0 | 12.898 |
4,5 | 11.760 | 7.393 | 2.445 | 21.598 |
5,0 | 13.067 | 7.393 | 2.445 | 22.905 |
5,5 | 14.374 | 7.393 | 2.445 | 24.211 |
6,0 | 15.680 | 7.393 | 2.445 | 25.518 |
6,5 | 16.987 | 7.393 | 2.445 | 26.825 |
7,0 | 18.294 | 7.393 | 2.445 | 28.132 |
7,5 | 19.600 | 7.393 | 2.445 | 29.438 |
8,0 | 20.907 | 7.393 | 2.445 | 30.745 |
8,5 | 23.520 | 7.393 | 2.445 | 33.358 |
9,0 | 28.747 | 7.393 | 2.445 | 38.585 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 20% | ||||
8,0 | 16.726 | 7.393 | 2.445 | 26.564 |
8,5 | 18.816 | 7.393 | 2.445 | 28.654 |
9,0 | 22.998 | 7.393 | 2.445 | 32.836 |
Leikskólagjöld niðurgreidd um 40% | ||||
8,0 | 12.544 | 7.393 | 2.445 | 22.382 |
8,5 | 14.112 | 7.393 | 2.445 | 23.950 |
9,0 | 17.248 | 7.393 | 2.445 | 27.086 |
Sundurliðun leikskólagjalda barna eldri en 12 mánaða.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Dvalartími klst. | Vistunargjald |
---|---|
Flokkur 2 - 12 mánaða og eldri* | |
4,0 | 12.898 |
4,5 | 21.598 |
5,0 | 22.905 |
5,5 | 24.212 |
6,0 | 25.518 |
6,5 | 26.825 |
7,0 | 28.132 |
7,5 | 29.438 |
8,0 | 30.745 |
8,5 | 33.358 |
9,0 | 38.585 |
20% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 26.564 |
8,5 | 28.654 |
9,0 | 32.836 |
40% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 22.382 |
8,5 | 23.950 |
9,0 | 27.086 |
Flokkur 1 - 12 mánaða og yngri* | |
4,0 | 24.039 |
4,5 | 27.630 |
5,0 | 30.609 |
5,5 | 33.589 |
6,0 | 36.569 |
6,5 | 39.548 |
7,0 | 42.528 |
7,5 | 45.508 |
8,0 | 48.488 |
8,5 | 54.446 |
9,0 | 66.365 |
20% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 38.790 |
8,5 | 43.557 |
9,0 | 53.092 |
40% afsláttur á grundvelli tekna | |
8,0 | 29.093 |
8,5 | 32.668 |
9,0 | 39.819 |
Skilyrði fyrir framlagi Mosfellsbæjar til dagforeldra og sjálfstætt starfandi leikskóla er að gerður sé samningur við Mosfellsbæ.
*Greitt er skv. flokki 2, mánaðarmótin eftir að barnið verður 12 mánaða.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Hjúskaparstaða | 20% | 40% |
---|---|---|
Einstæðir | 660.651 | 550.543 |
Í sambúð | 921.595 | 770.760 |
Tekjuviðmið 2025 vegna viðbótarniðurgreiðslu.
Bæði gjöld til leikskóla og dagforeldra eru niðurgreidd og koma þær niðurgreiðslur fram í gjaldskrám.
Samkvæmt samþykkt um niðurgreiðslur er hægt að sækja um viðbótarniðurgreiðslur á grundvelli tekna og er þá miðað við brúttótekjur síðastliðinna þriggja mánaða.
Niðurgreiðslur eru annars vegar 40% af almennu niðurgreiddu gjaldi og hins vegar 20%.
Niðurgreiðslur eru ekki veittar af fæði.
Til þess að öðlast rétt til niðurgreiðslu og viðbótarniðurgreiðslu er horft til tekna foreldra, bæði einstaklinga og foreldra í sambúð, sem grundvallast á staðfestu staðgreiðsluyfirliti síðustu þriggja mánaða.
Foreldrar eða forráðamenn sem óska eftir niðurgreiðslum skulu sækja um þær á Mínum síðum á heimasíðu Mosfellsbæjar fyrir 20. dag mánaðar og skulu umbeðin gögn fylgja umsókn áður en hún er tekin til efnislegrar afgreiðslu. Niðurgreiðslurnar taka þá gildi næsta mánuð eftir að umsókn er afgreidd. Umsóknir eru ekki afturvirkar og endurnýja þarf þær árlega.
Samþykkt á 862. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 4. desember 2024.
Gildir frá 1. janúar 2025.
Tenglar
- adalnamskra.isAðalnámskrá leikskóla
- barnasattmali.isBarnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
- Velferð ›Farsæld barna
- mms.isHandbók um velferð og öryggi barna í leikskólum
- doktor.isHelstu smitsjúkdóma barna
- heimiliogskoli.isHeimili og skóli
- Börn og ungmenni ›Menntastefna Mosfellsbæjar
- shs.isRöskun á skólastarfi