Matseðill 25. nóvember - 29. nóvember
25. nóvember | Mánudagur | Soðinn þorskur |
26. nóvember | Þriðjudagur | Kjötsúpa |
27. nóvember | Miðvikudagur | Óvissu dagur |
28. nóvember | Fimmtudagur | Plokkfiskur |
29. nóvember | Föstudagur | Kjúklingasúpa |
Skóladagatal
nóvember - 2024
Upplýsingar
Foreldrasamstarf er ein af grunnundirstöðum Varmárskóla. Það er okkur mikilvægt að vera í sem bestum tengslum við foreldra í leik og starfi.
Markmiðið með foreldrasamstarfi er að:
- veita foreldrum upplýsingar um skólastarfið
- veita foreldrum upplýsingar um þroska barnsins og stöðu þess í skólanum
- afla upplýsinga um aðstæður og uppeldisviðhorf foreldra
- stuðla að þátttöku foreldra í starfi skólans
- skapa umræðuvettvang fyrir skoðanaskipti um uppeldi barna
- rækta samvinnu og samskipti skóla og heimilanna
Mikilvægt er að foreldrar og starfsfólk skólans vinni saman að því að skapa farsæla umgjörð um það starf sem fram fer í skólanum. Hlýja, gagnkvæmt traust og gagnkvæm og virk upplýsingagjöf þarf að vera til staðar í samskiptum foreldra og skóla til að tryggja sem best hagsmuni barnanna. Foreldrar þekkja börnin sín best og er þekking þeirra á þroska og líðan barnanna lögð til grundvallar í öllu starfi með börnunum og foreldrum. Mestu máli skiptir, í námi og starfi barnanna, er að þeim líði vel í skólanum og að þau hafi tækifæri til að fást við viðfangsefni sem eflir þau og veitir þeim gleði.
Áskrift og skráningar á sérfæði fara gegnum Völu.
Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er að vinna með nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki skólans að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.
Náms- og starfsráðgjafi er talsmaður nemenda og trúnaðarmaður. Hann er bundinn þagnarskyldu um einkamál þeirra en er undanþeginn þagnarskyldu þegar líf, heilsa og öryggi nemenda er í húfi. Einnig ef nemandi greinir frá lögbroti.
Markmið:
- Liðsinna nemendum við að finna hæfileikum sínum, áhugasviðum og kröftum farveg
- Veita nemendum aðstoð við að leita lausna ef vandi steðjar að í námi þeirra eða starfi í skólanum
- Aðstoða nemendur við að vinna úr upplýsingum um nám sitt og leiðbeina þeim við áframhaldandi nám og starf
- Hafa að leiðarljósi í náms- og starfsfræðslu að kynna nemendum fjölbreytt námsframboð að loknum grunnskóla og störf af ýmsu tagi
- Ennfremur að kynna báðum kynjum störf sem hingað til hefur verið litið á sem hefðbundin karla eða kvennastörf
- Kynna fyrir nemendum ný störf og þróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi
- Standa vörð um velferð og hagsmuni allra nemenda
- Veita ráðgjöf um námstækni og skipulögð vinnubrögð
- Veita persónulega ráðgjöf og stuðning m.a. vegna erfiðra samskipta, kvíða og eineltis
- Sinna hópráðgjöf og ýmis konar fræðslu og forvarnarstarfi m.a. gegn vímuefnum, einelti og ofbeldi í samstarfi við stjórnendur og kennara
- Sitja í nemendarverndarráði skólans
Starfsfólk Varmárskóla hefur gert samskiptaáætlun fyrir skólann. Í henni eru fjölmörg tímasett verkefni sem miða að því að byggja upp sterka sjálfsmynd hjá nemendum og jákvæðan skólabrag. Í áætluninni er einnig lýsing á verklagi skólans ef upp kemur samskiptavandi eða ef tilkynnt er um einelti.
Einelti og annað ofbeldi er aldrei liðið í Varmárskóla. Slík hegðun hefur alltaf afleiðingar og foreldrum er ávallt tilkynnt um þess háttar hegðun og óskað eftir samstarfi við þá um lausn mála þannig að nemandinn geti bætt ráð sitt. Ef ekki næst ásættanleg lausn er málum vísað til fræðslu- og frístundasviðs og/eða velferðarsviðs Mosfellsbæjar til úrlausnar.
Tímatafla fyrir skólaakstur Varmárskóla. Athugið bara stoppað þar sem græn biðskýli eru.
Morgunakstur – Mosfellsdalur:
- 07:35 Egilsmói – Reykjahlíðarvegur – Æsustaðavegur – Hraðastaðir – Mosfellsvegur (Víðir – Tjaldanes)
- 08:00 Varmárskóli
Morgunakstur – Leirvogstunga:
Fyrri bíll:
- 07:40 Tunguvegur upp Vogatungu og niður Kvíslartungu
- 07:55 Varmárskóli
Seinni bíll:
- 07:55 Tunguvegur upp Vogatungu og niður Kvíslartungu
- 08:08 Varmárskóli
Heimakstur:
- Leirvogstunga frá Varmárskóla: 13:35 og 16:00
- Reykjahverfi frá Varmárskóla: Mánudaga og fimmtudaga 13:35 og 16:00
- Þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga 13:45 og 16:00
- Dalur frá Varmárskóla: 13:35, 14:20 og 16:00
Athugið að skólabílar ganga ekki eins og strætó þannig að tímasetningar geta verið ónákvæmar.
Í skólabílum gilda sömu umgengis- og samskiptareglur og í skólanum.
Nemendur og foreldrar eru beðnir um að kynna sér eftirfarandi reglur um umgengni í skólabílnum.
- Myndið einfalda röð við biðstöð skólabílsins, ekki of nálægt gangstéttarbrún
- Bíðið þar til skólabíllinn hefur stoppað
- Gangið í einfaldri röð inn í skólabílinn
- Gangið vel um skólabílinn og öll neysla á mat og drykk er óheimil
- Hvers kyns hávaði, læti og stympingar eru bönnuð í bílnum
- Í skólabílnum á að nota bílbelti og sitja kyrr í sætum sínum (ekki snúa rangsælis). En heimilt er að standa í skólabíl líkt og í strætó
- Standið ekki hjá vagnstjóra eða ræðið við hann meðan á akstri stendur
- Nemendur skulu hlýða vagnstjóra
- Þegar farið er úr skólabílnum á biðstöð skal ekki fara yfir götu fyrr en bíllinn er farinn
- Hlaupahjól og önnur hjól geta ekki farið með skólabíl
Ef nemendur fara ekki eftir settum reglum eiga þeir á hættu að fá ekki að ferðast með bílnum.
Foreldrar eru kallaðir til ábyrgðar ef börn þeirra virða ekki settar reglur.
Strætó
Nemendur Varmárskóla fá frítt í strætó og hvetjum við þá til að nýta sér það.
Skólabragur Varmárskóla einkennist af góðum starfsanda, samvinnu og umhyggju fyrir einstaklingnum og gagnkvæmri virðingu nemenda og starfsfólks. Reynt er að skapa námsumhverfi sem er í senn hvetjandi og þroskandi. Leitast er við að koma til móts við einstaklinginn á hans forsendum og efla með honum áhuga á námi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Gildi skólans virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eiga að vera sýnileg í öllu starfi skólans.
Skólareglur Varmárskóla kallast áttaviti Varmárskóla. Skólareglurnar hafa verið kynntar skólaráði. Hver námshópur eða árgangur gerir einnig bekkjarsáttmála sem er yfirlýsing nemenda um hvað þeir ætla að leggja af mörkum til að skapa góðan vinnufrið í skólanum. Nemendur vinna sambærileg verkefni um varnir gegn einelti. Þá eru hlutverk nemenda og starfsmanna einnig skilgreind sameiginlega til að auka líkur á að allir viti til hvers er ætlast af þeim.
Áttaviti Varmárskóla er lýsing á þeirri hegðun og framkomu sem ætlast er til að nemendur í skólanum tileinki sér og noti alls staðar í skólaumhverfinu á skólatíma.
- Við berum ábyrgð á hegðun okkar
- Við erum jákvæð og berum virðingu fyrir öðrum
- Við sýnum öðrum góðvild og vináttu
- Við göngum vel um skólann okkar og umhverfið
- Við erum ekki á farartækjum á skólatíma
- Við erum stundvís og leggjum okkur fram í námi og leik
- Við notum snjalltæki einungis í samráði við starfsfólk
- Við förum eftir fyrirmælum starfsmanna skólans
Ef nemandi veldur truflun á námi og kennslu og lætur sér ekki segjast við ítrekaða áminningu kennara er heimilt að vísa honum úr kennslustund til stjórnanda. Komi til slíkrar brottvísunar er reynt að leysa málið hjá stjórnanda. Hringt er í foreldra og nemendur fá að útskýra fyrir foreldrum sínum hvað gerðist. Lögð er áhersla á að lausnir mála leiði af sér betri líðan og þar með bættar námsaðstæður.
Foreldrar þurfa að fylla út umsókn á Mínum síðum Mosfellsbæjar ef nemendur þurfa leyfi í meira en einn skóladag.
Nauðsynlegt er að upplýsa umsjónarkennara um leyfið með fyrirvara.
Frístund
Opið frá kl. 13:20 – 16:30 virka daga.
Gjaldskrár:
Dvalartímar (1 klst. á viku) | Gjald per viku | Gjald per mánuð (m.v. 4 vikur) |
---|---|---|
5 | 1.949 | 7.795 |
8 | 3.118 | 12.472 |
10 | 3.898 | 15.590 |
12 | 4.677 | 18.708 |
15 | 5.846 | 23.386 |
20 | 7.795 | 31.181 |
1. gr.
Gjald fyrir vistun í frístund fer eftir fjölda skráðra klukkustunda. Gjald lækkar ekki þrátt fyrir skerta daga eða ef börn nýta ekki þjónustu s.s. vegna veikinda eða leyfis.
2. gr.
Grunngjald fyrir hverja klukkustund í frístund er 390 kr. Greiðslur grundvallast á grunngjaldi fyrir hverja klst. en lágmarksfjöldi vistunarstunda á viku eru 4 tímar, sjá nánar samþykkt um frístund.
3. gr.
Hægt er að sækja um systkinaafslátt samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar þar um, inn á umsókn um frístund.
4. gr.
Sérstakt gjald er tekið fyrir skráða viðbótarvistun, sjá nánar gjaldskrá um viðbótarvistun.
5. gr.
Breytingaóskir þurfa að berast fyrir 20. hvers mánaðar í gegnum Mínar síður og taka gildi næstu mánaðarmót á eftir.
Gildir frá 1. september 2024.
Samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 28. ágúst 2024.
Grunngjald fyrir hvern dag í viðbótarvistun í frístund er 3.321 kr.
Gildir frá 1. september 2024.
Samþykkt á 855. fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 28. ágúst 2024.
Starfsfólk
Ragnheiður Ragnarsdóttir
ragnheidur.ragnarsdottir@mosmennt.is
Ása María Ásgeirsdóttir
Forstöðumaður frístundaheimilis
asa.maria.asgeirsdottir@mosmennt.is
Ósk Hauksdóttir
Aðstoðarforstöðumaður frístundaheimilis
osk.hauksdottir@mosmennt.is
Laufey Katrín Hilmarsdóttir
laufey.katrin.hilmarsdottir@mosmennt.is
Jóna Benediktsdóttir
jona.benediktsdottir@mosmennt.is
Ingibjörg María Konráðsdóttir
Skrifstofufulltrúi
ingibjorg.maria.konradsdottir@mosmennt.is
Jónína Kristín Ármannsdóttir
Ritari
j.kristin.armannsdottir@mosmennt.is
Bergþóra Jónsdóttir
bergthora.jonsdottir@mosmennt.is
Andrea Arnarsdóttir
andrea.arnarsdottir@mosmennt.is
Ásdís Guðrún Magnúsdóttir
asdis.gudrun.magnusdottir@mosmennt.is
Ásgerður Inga Stefánsdóttir
asgerdur.inga.stefansdottir@mosmennt.is
Berglind Inga Gunnarsdóttir
berglind.inga.gunnarsdottir@mosmennt.is
Bergþóra Jónsdóttir
bergthora.jonsdottir@mosmennt.is
Brynhildur Margrét Sölvadóttir
brynhildur.margret.solvadottir@mosmennt.is
Dagbjört Brynjarsdóttir
dagbjort.brynjarsdottir@mosmennt.is
Elsa María Hallvarðsdóttir
elsa.maria.hallvardsdottir@mosmennt.is
Erla Sigurðardóttir
erla.sigurdardottir@mosmennt.is
Gerða Jóna Ólafsdóttir
gerda.jona.olafsdottir@mosmennt.is
Guðbjörg Aðalsteinsdóttir
gudbjorg.adalsteinsdottir@mosmennt.is
Guðný Hulda Ingibjörnsdóttir
gudny.hulda.ingibjornsdottir@mosmennt.is
Guðrún Bára Sverrisdóttir
gudrun.bara.sverrisdottir@mosmennt.is
Guðrún Dögg Gunnarsdóttir
gudrun.dogg@mosmennt.is
Gunnar J. Straumland
gunnar.straumland@mosmennt.is
Hafrún Hafliðadóttir
hafrun.haflidadottir@mosmennt.is
Haraldur Anton Haraldsson
haraldur.anton.haraldsson@mosmennt.is
Harpa Dóra Guðmundsdóttir
harpa.dora.gudmundsdottir@mosmennt.is
Helga Björg Dagbjartsdóttir
helga.bjorg.dagbjartsdottir@mosmennt.is
Helma Ýr Helgadóttir
helma.yr.helgadottir@mosmennt.is
Hólmdís Benediktsdóttir
holmdis.benediktsdottir@mosmennt.is
Hrund Ýr Arnardóttir
hrund.yr.arnardottir@mosmennt.is
Ingibjörg Hólm Einarsdóttir
ingibjorg.holm.einarsdottir@mosmennt.is
Ingimar Karl Helgason
ingimar.karl.helgason@mosmennt.is
Íris Ósk Einarsdóttir
iris.osk.einarsdottir@mosmennt.is
Jóhanna Jónsdóttir
johanna.jonsdottir@mosmennt.is
Jóhanna Valgeirsdóttir
johanna.valgeirsdottir@mosmennt.is
Jón Þór Þórðarson
jon.thor.thordarson@mosmennt.is
Jóna Benediktsdóttir
jona.benediktsdottir@mosmennt.is
Jónína Edda Rósamundudóttir jonina.edda.rosamundudottir@mosmennt.is
Jónína Loftsdóttir
jonina.loftsdottir@mosmennt.is
Katrín Pálsdóttir
katrin.palsdottir@mosmennt.is
Kristín Ólöf Jansen
kristin.olof.jansen@mosmennt.is
Kristín Sævarsdóttir
kristin.saevarsdottir@mosmennt.is
Laufey Katrín Hilmarsdóttir
laufey.katrin.hilmarsdottir@mosmennt.is
Lára Þorgeirsdóttir
lara.thorgeirsdottir@mosmennt.is
Linda Karen Gunnarsdóttir
linda.karen.gunnarsdottir@mosmennt.is
Melkorka Hrund Albertsdóttir
melkorka.hrund.albertsdottir@mosmennt.is
Ólöf Guðmundsdóttir
olof.gudmundsdottir@mosmennt.is
Ragnheiður Ragnarsdóttir
ragnheidur.ragnarsdottir@mosmennt.is
Rósfríður Fjóla Þorvaldsdóttir
rosfridur.fjola.thorvaldsdottir@mosmennt.is
Sara Lind Þorgerðardóttir
sara.lind.thorgerdardottir@mosmennt.is
Selma Blöndal Pálsdóttir
selma.blondal@mosmennt.is
Sigrún Bjarnadóttir
sigrun.bjarna@mosmennt.is
Sigrún Bjarnadóttir Íþr.
sigrun.bjarnadottir@mosmennt.is
Snædís Bergmann
snaedis.bergmann@mosmennt.is
Stefán Guðberg Sigurjónsson
stefan.gudberg@mosmennt.is
Svava Sigurjónsdóttir
svava.sigurjonsdottir@mosmennt.is
Unnur Margrét Arnardóttir
unnur.margret@mosmennt.is
Þórunn Alda Gylfadóttir
thorunn.alda@mosmennt.is