Frístundatímabil hjá börnum og unglingum hefst 15. ágúst ár hvert til 14. ágúst árið eftir.
Mosfellsbær styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Mosfellsbæ með fjárframlagi á móti kostnaði við frístundaiðkun. Hægt er að ráðstafa styrknum í gegnum flest skráningakerfi frístundafélaga, í þeim tilfellum er valið að nýta frístundaávísun um leið og barn er skráð hjá félaginu. Styrk til annarra félaga þarf að skrá á Mínum síðum Mosfellsbæjar.
Frístundatímabil 2024 - 2025
Börn fædd á árunum 2007 til 2019 eiga rétt á frístundaávísun á frístundatímabilinu 15. ágúst 2024 til 14. ágúst 2025.
Til að geta nýtt frístundaávísun þarf barnið/unglingurinn:
- að eiga lögheimili Mosfellsbæ
- að vera aldrinum 5-18 ára
- að stunda skipulagt starf/nám/þjálfun hjá viðurkenndu frístundafélagi sem nær yfir eina önn eða að lágmarki 10 vikur
Upphæð frístundaávísunar
Frístundaávísun 2024 – 2025 er 26.000 kr. fyrir 5 ára. Fyrir 6-18 ára er frístundaávísun 57.000 kr. en hækkar fyrir þriðja barn (6-18 ára) upp í 65.500 kr., einnig fyrir fjórða og fimmta barn o.s.frv.
Þetta á við um fjölskyldur sem skráðar eru með sama lögheimili og fjölskyldunúmer hjá foreldri.
Aldur | Upphæð | Samtals | Meðaltal* |
---|---|---|---|
5 ára - 1 barn | 26.000 kr. | 26.000 kr. | 26.000 kr. |
6-18 ára: 1 barn | 57.000 kr. | 57.000 kr. | 57.000 kr. |
6-18 ára: 2 börn | 57.000 kr. | 114.000 kr. | 57.000 kr. |
6-18 ára: 3 börn | 65.500 kr. | 179.500 kr. | 59.833 kr. |
6-18 ára: 4 börn | 65.500 kr. | 245.000 kr. | 61.250 kr. |
6-18 ára: 5 börn | 65.500 kr. | 310.500 kr. | 62.100 kr. |
6-18 ára: 6 börn | 65.500 kr. | 376.000 kr. | 62.667 kr. |
*Sú upphæð sem forráðamaður getur ráðstafað fyrir hvert barn.
Hvernig er frístundaávísunin notuð?
Frístundaávísun er notuð í gegnum skráningarkerfi félags:
- Þegar iðkandi er skráður á námskeið/í félag er farið í skráningarkerfi félagsins.
- Þar er valið að nýta frístundaávísun á móti námskeiðs/félagsgjöldum. Kerfið sækir þá upphæð frístundaávísunar barnsins sjálfkrafa. Foreldri getur kosið að breyta upphæðinni sem á að nýta.
- Þegar skráningunni á námskeið/í félag er staðfest er upphæðinni ráðstafað sjálfkrafa.
Ef nota á frístundaávísun til félags sem er ekki með eigið skráningarkerfi vinsamlega hafið samband við mos@mos.is.