Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­skipta­regl­ur Mos­fells­bæj­ar vegna frí­stunda­á­vís­ana

Öll frí­stunda­fé­lög og frí­stunda­stofn­an­ir, hér eft­ir nefnt frí­stunda­fé­lag, sem hafa hlot­ið sam­þykki tóm­stunda­full­trúa Mos­fells­bæj­ar til að bjóða fram frí­stund­ast­arf og móttaka frí­stunda­á­vís­un sem sótt er um á íbúagátt bæj­ar­ins, og for­ráða­menn barna og ung­linga sem sækja um og ráð­stafa frí­stunda­á­vís­un­um, und­ir­gang­ast þess­ar sam­skipta­regl­ur.

1. gr. Skyld­ur Mos­fells­bæj­ar

Mos­fells­bær skuld­bind­ur sig til þess að:

  • Greiða til frí­stunda­fé­lags­ins þá upp­hæð sem ávísað hef­ur ver­ið til fé­lags­ins á íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.
  • Greiðsl­an fari fram í sam­ræmi við regl­ur bæj­ar­ins hverju sinni.

2. gr. Skyld­ur frí­stunda­fé­lags­ins

Frí­stunda­fé­lag­ið skuld­bind­ur sig til þess að:

  • Veita þá þjón­ustu sem frí­stunda­á­vís­un­in er til greiðslu á hverju sinni.
  • Til­kynna tóm­stunda­full­trúa strax um breyt­ing­ar á starfs­semi fé­lags sem leiða kunna til þess að fé­lag­ið upp­fylli ekki leng­ur þær kröf­ur sem gerð­ar eru til þess um hæfi til að bjóða fram við­ur­kennt frí­stund­ast­arf og móttaka frí­stunda­á­vís­un til greiðslu fyr­ir það.
  • End­ur­greiða Mos­fells­bæ þá upp­hæð sem það hafði feng­ið greidda frá bæn­um í formi frí­stunda­á­vís­un­ar verði þjón­ust­an sem greitt var fyr­ir felld nið­ur eða fari ekki fram af ein­hverj­um ástæð­um.
  • End­ur­greiða aldrei í pen­ing­um, til þess ein­stak­lings eða for­ráða­manns hans, ígildi þeirr­ar frí­stunda­á­vís­un­ar sem áður er mót­tekin og greidd af bæn­um.
  • Til­kynna Mos­fells­bæ þeg­ar í stað ef fé­lag­ið verð­ur vart við mis­notk­un af ein­hverju tagi.

3. gr. Rétt­indi for­ráða­manna barna og ung­linga

Ráð­stafi for­ráða­mað­ur (um­sækj­andi) frí­stunda­á­vís­un fyr­ir mis­gán­ing til rangs frí­stunda­fé­lags er hægt að leið­rétta mis­tökin, ef það er gert inn­an sama mán­að­ar og sótt var um (um­sókn­ar­mán­uð­ur). Leið­rétt­ing­in er gerð með því að senda ósk þess efn­is á íbúagátt­inni, smella á krækj­una und­ir “Sam­band við ábyrgð­ar­að­ila” og verð­ur við­kom­andi þá gert kleift að sækja um aft­ur.

Ef for­ráða­mað­ur (um­sækj­andi) sem fram­selt hef­ur frí­stunda­á­vís­un, ósk­ar af ein­hverj­um ástæð­um eft­ir því að breyta um mót­tak­anda frí­stunda­á­vís­un­ar (hætta frí­stund­a­starf­inu) eft­ir að frí­stund­ast­arf er haf­ið eða um­sókn­ar­mán­uð­ur er lið­inn sbr. a, skal hann snúa sér til við­kom­andi frí­stunda­fé­lags og óska þess að það leysi hann und­ar frí­stund­a­starf­inu. Frí­stunda­fé­lag­inu er bæði rétt og skylt að reyna að koma til móts við þess­ar ósk­ir, enda raski þær ekki starfs­áætlun fé­lags­ins, og má fé­lag­ið þá fram­selja um­samda upp­hæð til ann­ars frí­stunda­fé­lags sem við­ur­kennt er af tóm­stunda­full­trúa Mos­fells­bæj­ar. Upp­lýs­ing­ar um hvaða frí­stunda­fé­lög eru við­ur­kennd af tóm­stunda­full­trúa má sjá á íbúagátt­inni auk þess sem hægt er að hafa sam­band við Þjón­ustu­ver Mos­fells­bæj­ar.

4. gr. Við­ur­kenn­ing á til­vist þess­ara sam­skipta­reglna

Frí­stunda­fé­lag­ið sem feng­ið hef­ur sam­skipta­regl­ur þess­ar send­ar og for­ráða­mað­ur­inn (um­sækj­and­inn) sem hef­ur les­ið þær á íbúagátt­inni, hafa kynnt sér þær að fullu og heita að halda þær í öll­um at­rið­um.

Regl­ur þess­ar eru sam­þykkt­ar á 141. fundi íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

Sam­þykkt á 521. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar þann 21. októ­ber 2009.

Stefán Ómar Jóns­son bæj­ar­rit­ari.

Út­gáfa 1, sept­em­ber 2009.

Netspjall

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán., þri., fim. 8:00-16:00
mið. 8:00-18:00
fös. 8:00-14:00