Umhverfissvið hefur umsjón með umhverfismálum, skipulagsmálum, byggingarmálum og viðhaldi og nýframkvæmdum á vegum bæjarins og verndar þannig náttúru og eignir Mosfellsbæjar.
Málaflokkar
Umhverfisnefnd og skipulagsnefnd starfa í umboði bæjarstjórnar og eru fagnefndir þeirra málaflokka sem heyra til umhverfissviðs. Bæjarráð er framkvæmda- og veitunefnd.
Starfsfólk
Jóhanna Björg Hansen
Dóra Lind Pálmarsdóttir
Lilja Bjarklind Kjartansdóttir
Óskar Gísli Sveinsson
Almannavarnir
Slökkviliðið er aðili að sameiginlegri almannavarnanefnd Kjósar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkur og Seltjarnarness og á slökkviliðsstjóri sæti í nefndinni. Auk hans sitja í nefndinni borgarstjórinn í Reykjavík, oddviti Kjósahrepps, bæjarstjórar Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, lögreglustjóri og tveir kjörnir fulltrúar frá hverju sveitarfélaganna.
Aðgerðastjórn almannavarnanefndarinnar er skipuð fulltrúum frá lögreglu, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, borgarverkfræðingi, héraðslækni Reykjavíkur, tæknifræðingi Kjósar, bæjarverkfræðingi Mosfellsbæjar, bæjartæknifræðingi Seltjarnarness, fulltrúum Rauða kross Íslands og svæðisstjórnar björgunarsveita.
Hlutverk aðgerðastjórnar er að skipuleggja og framkvæma aðgerðir í umboði almannavarnanefndar.
Almannavarnanefnd hefur yfir að ráða ýmsum búnaði til notkunar við náttúruhamfarir og stórslys en jafnframt er hjálparbúnaður í fjöldahjálparstöðvum. Fjöldahjálparstöðvar eru í skólum. Þær eru sjö talsins en unnt er að opna fleiri ef þess gerist þörf.
Rauða kross deildirnar á svæðinu hafa umsjón með starfrækslu fjöldahjálparstöðvanna í samvinnu við starfsmenn skólanna.
Þjálfun þeirra sem koma að almannavörnum fer fram á vegum Almannavarna ríkisins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Rauða kross Íslands, lögreglu og slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.