Mosfellsbær nýtir fjölbreytta tölfræði og gögn til að styðja við gagnadrifna ákvarðanatöku. Á gagnatorginu má finna fjölbreytta tölfræði og mælaborð um starfsemi og þjónustu Mosfellsbæjar sem og sveitarfélaga almennt.
Opið bókhald
Hjá Mosfellsbæ er opið bókhald sem veitir aðgengi að ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins þar sem áhersla er á einfalda og myndræna framsetningu.Greinargerð með fjárhagsáætlun 2025
Í greinargerð með fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar er lögð áhersla á að allar upplýsingar séu aðgengilegar og notendavænar, Markmiðið er að draga fram fjármálaupplýsingar og lýsandi tölfræði fyrir starfsemi og þjónustu Mosfellsbæjar.Ársskýrsla 2023
Mosfellsbær gaf út sína fyrstu ársskýrslu fyrir árið 2023. Markmiðið er gagnadrifin árskýrsla þar sem hægt er að nálgast á einum stað upplýsingar um starfsemi og þjónustu Mosfellsbæjar á notendavænan og aðgengilegan hátt.Mælaborð Sambands íslenskra sveitarfélaga
Samband íslenskra sveitarfélaga tekur saman í mælaborð fjölbreytt gögn er varða rekstur sveitarfélaga almennt og í einstökum málaflokkum t.d. grunnskóla, leikskóla og félagsþjónustu. Hægt er að rýna gögn frá Mosfellsbæ og bera saman við önnur sveitarfélög.Mælaborð um farsæld barna
Markmið mælaborðsins er að draga fram heildstæða mynd af farsæld barna, á grundvelli tölfræðigagna sem til staðar eru hjá ríki og sveitarfélögum. Gögnin eru m.a. úr íslensku æskulýðsrannsókninni sem lögð er fyrir árlega í grunnskólum landsins.Mælaborð HMS
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) birtir reglulega gögn um húsnæðismarkaðinn til upplýsingar fyrir almenning. Á mælaborðinu eru m.a. upplýsingar um húsnæðisáætlanir og íbúðir í byggingu. Hægt að skoða gögn eftir sveitarfélögum.Talnaefni Hagstofu
Á vef Hagstofunnar má finna lýðfræðilegar upplýsingar um íbúa landsins og er hægt að skoða íbúa sveitarfélaga eftir algengustu lýðfræðilegum breytum eins og kyni, aldri og ríkisfangi.Mælaborð Byggðastofnunar
Mælaborðum Byggðastofnunar er ætlað að gefa einfalt og fljótlegt yfirlit yfir ýmis byggðatengd gögn t.d. íbúaspár, tekjur einstaklinga og fasteignagjaldaþróun. Ýmis gögn er hægt að greina eftir sveitarfélögum.Mælaborð Jafnréttisstofu
Jafnréttistofa heldur úti mælaborði þar sem hægt er að skoða kynjahlutföll í ráðum og nefndum sveitarfélaga.Mælaborð ríkisins
Stjórnarráðið hefur tekið saman á einn stað mælaborð og tölfræði sem aðgengileg er fyrir ráðuneyti og stofnanir ríkisins.