Mosfellsbær hefur nú opnað bókhald bæjarins til að auka aðgengi að fjárhagsupplýsingum og skýra á sem einfaldastan máta og með myndrænum hætti ráðstöfun fjármuna sveitarfélagsins.
Gjöld eru brotin niður á málaflokka, deildir og gjaldaliði auk þess sem hægt er að sjá yfirlit yfir birgja bæjarins og gjöld sundurliðuð niður á birgja.
Tekjur eru brotnar niður á málaflokka, þjónustuþætti og einstaka tekjuliði og hægt er að skoða heildartekjur valinna tímabila.
Opið bókhald Mosfellsbæjar er sótt með beinum hætti í bókhald Mosfellsbæjar. Gögn eru birt fyrir hvern ársfjórðung.
Gjöld - Málaflokkar, þjónustuþættir og gjaldaliðir
Á fyrri síðunni sést skipting gjalda niður á málaflokka, deildir og gjaldaliði. Á seinni síðunni er yfirlit yfir birgja bæjarins og sjást þar gjöld sundurliðuð niður á birgja.
Á öllum síðum er unnt að kynna sér gögn aftur í tímann og gera samanburð milli tímabila.
Tekjur - Málaflokkar, þjónustuþættir og tekjuliðir
Á fyrri síðu tekjuhlutans sjást tekjur skiptar eftir málaflokkum, stofnunum og tekjuliðum. Á seinni síðunni er yfirlit yfir skatttekjur bæjarfélagsins og hvernig þær skiptast.
Á öllum síðum er unnt að kynna sér gögn aftur í tímann og gera samanburð milli tímabila.