Ungmennaráð fer með mál ungmenna í Mosfellsbæ eftir því sem nánar er kveðið á um í samþykkt bæjarstjórnar. Fundir eru haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði.
Ungmennaráð er umræðu- og samstarfsvettvangur ungmenna á aldrinum 13 – 20 ára í sveitarfélaginu, með það að markmiði að koma tillögum og skoðunum ungmenna til skila til viðeigandi aðila í stjórnkerfi sveitarfélagsins. Einnig að vera sveitarfélaginu ráðgefandi um málefni er tengjast ungu fólki, gera ákvarðanatöku í málefnum ungmenna sýnilegri og auka tengsl fulltrúa nemenda og bæjaryfirvalda. Auk þess þjálfar Ungmennaráð ungmenni í sveitarfélaginu í lýðræðislegum vinnubrögðum.