Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
  1. Sam­þykkt fyr­ir ung­mennaráð Mos­fells­bæj­ar.

1. gr.

Ung­mennaráð er um­ræðu- og sam­starfs­vett­vang­ur ung­menna á aldr­in­um 13 til 25 ára í sveit­ar­fé­lag­inu og er ráð­gef­andi um mál­efni er tengjast ungu fólki í um­boði bæj­ar­stjórn­ar eft­ir því sem nán­ar seg­ir í sam­þykkt þess­ari.

2. gr.

Ung­mennaráð ger­ir til­lög­ur eða send­ir er­indi til við­kom­andi nefnda eða beint til bæj­ar­stjórn­ar um þau mál sem ráð­ið tel­ur tengjast hags­mun­um og að­stæð­um ungs fólks. Eins tek­ur ung­mennaráð til um­fjöll­un­ar þau mál sem nefnd­ir sveit­ar­fé­lags­ins eða bæj­ar­stjórn senda ráð­inu til um­fjöll­un­ar.

Fund­ar­gerð­ir ung­menna­ráðs fara til bæj­ar­stjórn­ar til um­fjöll­un­ar og sam­þykkt­ar.

3. gr.

Ung­mennaráð fylg­ist með því, eins og við á, að stofn­an­ir og svið sveit­ar­fé­lags­ins vinni með hags­muni ungs fólks að leið­ar­ljósi. Þann­ig er leit­ast við að efla um­fjöllun bæj­ar­yf­ir­valda um mál­efni er tengjast ungu fólki.

4. gr.

Helstu markmið ung­menna­ráðs eru eft­ir­far­andi:

  1. Að vera um­ræðu- og sam­starfs­vett­vang­ur ung­menna í Mos­fells­bæ.
  2. Að koma til­lög­um og skoð­un­um ung­menna til skila til við­eig­andi að­ila í stjórn­kerfi sveit­ar­fé­lags­ins.
  3. Að vera sveit­ar­fé­lag­inu til ráð­gjaf­ar um mál­efni ungs fólks í sveit­ar­fé­lag­inu.
  4. Að gera ákvarð­ana­töku í mál­efn­um ung­menna sýni­legri og gegn­særri og auka tengsl full­trúa nem­enda og bæj­ar­yf­ir­valda.
  5. Að gæta hags­muna ungs fólks í sveit­ar­fé­lag­inu.
  6. Að þjálfa ung­menni í sveit­ar­fé­lag­inu í lýð­ræð­is­leg­um vinnu­brögð­um.

5. gr.

Tóm­stunda­full­trúi er tengi­lið­ur bæj­ar­yf­ir­valda við ung­mennaráð og er hann jafn­framt starfs­mað­ur ráðs­ins og ráð­inu til ráð­gjaf­ar og að­stoð­ar ef þurfa þyk­ir. Tóm­stunda­full­trúi get­ur set­ið fundi ráðs­ins með mál­frelsi og til­lögu­rétt, en hef­ur ekki at­kvæða­rétt.

Bæj­ar­yf­ir­völd leggja ung­menna­ráði til að­stöðu til fund­ar­halda, ásamt þeim gögn­um sem nauð­syn­leg eru í starf­semi ráðs­ins.

6. gr.

Nem­endaráð í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar og fram­halds­skóla í Mos­fells­bæj­ar skulu til­nefna ár­lega hver þrjá full­trúa og þrjá til vara. Einn­ig skal aug­lýsa eft­ir og til­nefna tvö ung­menni á aldr­in­um 16-24 sem að búa í Mos­fells­bæá. Skal hver til­nefn­ing gilda eitt starfs­ár ráðs­ins.

7. gr.

Starfs­tími ung­menna­ráðs skal vera frá 15. sept­em­ber til 31. maí, ár hvert.

Ung­mennaráð fund­ar að jafn­aði mán­að­ar­lega og skal fyrsti fund­ur ráðs­ins vera í sept­em­ber ár hvert. Þó er heim­ilt að kalla sam­an fund óski full­trú­ar í ung­menna­ráði sér­stak­lega eft­ir því.

Ung­mennaráð fund­ar með bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar einu sinni á hverju starfs­ári. Fund­ur ung­menna­ráðs með bæj­ar­stjórn skal und­ir­bú­in í sam­ráði við bæj­ar­stjóra.

8. gr.

Á hverj­um fundi ung­menna­ráðs er kos­inn fund­ar­stjóri. Starfs­mað­ur ráðs­ins er rit­ari þess. Fund­ar­stjóri stjórn­ar fund­in­um og sér um að allt fari þar skipu­lega fram. Gert er ráð fyr­ir að skipst verði á með fund­ar­stjórn með­al fund­ar­manna og að hver fund­ar­mað­ur sjái um fund­ar­stjórn á ein­um fundi yfir starfs­ár­ið. Í lok hvers fund­ar skal ákveð­ið hver verði fund­ar­stjóri næsta fund­ar á eft­ir.

9. gr.

Um fund­ar­sköp á fund­um ung­menna­ráðs gilda ákvæði sveit­ar­stjórn­ar­laga og Sam­þykkt­ar um stjórn Mos­fells­bæj­ar og fund­ar­sköp bæj­ar­stjórn­ar.

Starfs­mað­ur ráðs­ins í sam­ráði við fund­ar­stjóra næsta fund­ar ráðs­ins boða til fund­ar með dagskrá.

Í fund­ar­boði skal greina þau er­indi sem taka skal á dagskrá og skulu öll nauð­syn­leg gögn fylgja fund­ar­boð­inu sem sent er út með ra­f­ræn­um hætti.

Dagskrá skal send til fund­ar­manna í síð­asta lagi tveim­ur sól­ar­hring­um fyr­ir fund. Hægt er að boða til fund­ar með styttri fyr­ir­vara með sam­þykki allra nefnd­ar­manna og skal það bókað í upp­hafi fund­ar.

Óski full­trúi í ráð­inu eft­ir að taka er­indi á dagskrá skal hann til­kynna starfs­manni ráðs­ins það skrif­lega eða með ra­f­ræn­um hætti og greina efni þess svo og að leggja fram þau fylgigögn sem nauð­syn­leg eru í því sam­bandi eigi síð­ar en á há­degi þrem­ur dög­um fyr­ir fund. Heim­ilt er að taka mál til með­ferð­ar í ung­menna­ráði þótt ekki sé það til­greint í dagskrá. Skal það gert í upp­hafi fund­ar og þarfn­ast það sam­þykk­is 2/3 hluta at­kvæða. Þó er skylt að fresta af­greiðslu slíks máls ef ein­hver nefnd­ar­mað­ur ósk­ar þess.

Er­indi skulu tekin til um­ræðu og af­greidd í þeirri röð sem þau eru á dagskrá nema fund­ar­stjóri eða ung­mennaráð ákveði ann­að. Afl at­kvæða ræð­ur úr­slit­um við af­greiðslu er­inda á fund­um ung­menna­ráðs. Fund­ar­stjóri í sam­starfi við starfs­mann sér um að fund­ar­gerð­ir séu skipu­lega færð­ar í gerða­bók og í tölvu og að all­ar sam­þykkt­ir séu bók­að­ar ná­kvæm­lega.

10. gr.

Um rit­un fund­ar­gerða ung­menna­ráðs gilda sömu regl­ur og um rit­un funda­gerða bæj­ar­stjórn­ar, sbr. sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar og fund­ar­sköp bæj­ar­stjórn­ar.

Starfs­mað­ur ung­menna­ráðs skal færa í gerða­bók núm­er fund­ar, hvar og hvenær fund­ur­inn er hald­inn og að fund­ar­gerð sé færð í tölvu. Við­stadd­ir fund­ar­menn skulu rita nöfn sín í gerða­bók í fund­ar­lok.

Í tölvu­skráða fund­ar­gerð skal færa:

  1. Fund­ar­tíma og fund­ar­stað.
  2. Nöfn að­al­manna (og vara­manna) og starf­manna sem sækja fund­inn.
  3. Heiti og núm­er fund­ar­efna sem tekin eru fyr­ir.
  4. Stutta lýs­ingu á hverju er­indi.
  5. Bók­an­ir ráðs­ins eða ein­stakra fund­ar­manna um fund­ar­efni þar sem það á við.
  6. Í lok fund­ar­ins skal tölvu­skráð fund­ar­gerð prent­uð og hún und­ir­rit­uð af fund­ar­mönn­um. Einn­ig skal fund­ar­stjóri og a.m.k. einn fund­ar­manna setja upp­hafs­stafi sína und­ir hverja blað­síðu fund­ar­gerð­ar sem tölu­sett­ar skulu í áfram­hald­andi töluröð. Und­ir­rit­að­ar tölvu­skráð­ar fund­ar­gerð­ir skulu reglu­lega bundn­ar inn til var­an­legr­ar varð­veislu. Und­ir­rit­að­ar fund­ar­gerð­ir skulu varð­veitt­ar hjá skjala­stjóra sem sér um að birta fund­ar­gerð­ir á vef sveit­ar­fé­lags­ins.
  7. Starfs­mað­ur ung­menna­ráðs, í sam­ráði við fund­ar­stjóra, ber ábyrgð á að til­kynna hlut­að­eig­andi að­il­um lykt­ir þeirra er­inda sem af­greidd eru í ung­menna­ráði.

11. gr.

Full­trú­um í ung­menna­ráði er skylt að sækja alla fundi nema lög­mæt for­föll hamli svo sem önn­ur brýnni skyldu­störf eða veik­indi. Sé full­trúi for­fall­að­ur um stund­ar­sak­ir skal hann til­kynna for­föllin til starfs­manns ráðs­ins og jafn­framt skal hann boða varamann sinn á fund.

Full­trúi í ung­menna­ráði skal gæta þagn­ar­skyldu um það, sem hann fær vitn­eskju um í starfi sínu og leynt á að fara vegna einka- eða al­manna­hags­muna sam­kvæmt lög­um eða eðli máls.

Þagn­ar­skylda helst áfram eft­ir að full­trúi læt­ur af þeim störf­um. Þetta ákvæði á einn­ig við um starfs­menn ráðs­ins.

12. gr.

Sam­þykkt þessi tek­ur gildi með stað­fest­ingu bæj­ar­stjórn­ar á 698. fundi þann 28. júní 2017.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00