Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

Sam­þykkt fyr­ir at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd Mos­fells­bæj­ar.

1. gr.

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd fer með at­vinnu- og nýsköpunar­mál fyr­ir hönd bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæj­ar eft­ir því sem nán­ar er kveð­ið á um í sam­þykkt þess­ari.

2. gr.

At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd er skip­uð fimm að­al­mönn­um og jafn­mörg­um til vara, kosn­um af bæj­ar­stjórn. Bæj­ar­stjórn kýs formann og vara­formann nefnd­ar­inn­ar. Kjör­tíma­bil henn­ar er það sama og bæj­ar­stjórn­ar.

Nefnd­in skal halda gerða­bók og skulu fund­ar­gerð­ir henn­ar send­ar bæj­ar­stjórn til stað­fest­ing­ar.

Full­trú­ar í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd skulu gæta þag­mælsku um einka­mál­efni fólks sem fjall­að er um á fund­um nefnd­ar­inn­ar. Full­trúi skal víkja af fundi, og kalla til vara­mann, teng­ist hann ein­stak­ling­um eða mál­um sem fjall­að er um í nefnd­inni sbr. stjórn­sýslu­lög, þannig að spillt geti óhlut­drægni hans og vald­ið tor­tryggni.

3. gr.

Hlut­verk og verk­efni At­vinnu- og ný­sköp­un­ar­nefnd­ar eru að:

  1. Gera til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um stefnu Mos­fells­bæj­ar í at­vinnu- og ný­sköp­un­ar­mál­um og hafa eft­ir­lit með að stefna bæj­ar­yf­ir­valda í mála­flokkn­um sé hald­in á hverj­um tíma.
  2. Gera til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um ný verk­efni, sem stuðla að upp­bygg­ingu, þró­un og um­bót­um á sviði at­vinnu­mála og ný­sköp­un­ar.
  3. Leggja mat á þann ár­ang­ur sem sveit­ar­fé­lag­ið nær á sviði at­vinnu­mála og ný­sköp­un­ar.
  4. Stuðla að fjöl­breytni þeg­ar kem­ur að verk­efn­um á vinnu­mark­aði og ný­sköp­un í Mos­fells­bæ.
  5. Leggja reglu­bund­ið mat á stöðu at­vinnu­mála og ný­sköp­un­ar og gera til­lög­ur að um­bót­um þeg­ar þess þarf með. Einnig að fjalla um þær ábend­ing­ar sem ber­ast nefnd­inni vegna þeirra við­fangs-efna sem nefnd­in hef­ur með hönd­um.
  6. Að ann­ast við­ur­kenn­ing­ar fyr­ir verk­efni á sviði at­vinnu­mála eða ný­sköp­un­ar
  7. Fjalla um er­indi sem ber­ast nefnd­inni.
  8. Vinna að öðr­um þeim verk­efn­um sem bæj­ar­stjórn fel­ur nefnd­inni á hverj­um tíma.
  9. Fjalla um og hafa eft­ir­lit með verk­efn­um er varða sam­starf sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á sviði ferða­þjón­ustu og annarra verk­efna sem tengj­ast at­vinnu­upp­bygg­ingu.
  10. Fjalla um og hafa eft­ir­lit með mark­aðs- og kynn­ing­ar­mál­um Mos­fells­bæj­ar.
  11. Fjalla um til­lög­ur að fjár­hags­áætl­un hvers árs hvað varð­ar þá liði sem falla und­ir verksvið nefnd­ar­inn­ar.
  12. Vera bæj­ar­stjórn að öðru leyti til ráðu­neyt­is á sviði at­vinnu­mála og ný­sköp­un­ar og vinna að þeim verk­efn­um sem bæj­ar­stjórn fel­ur nefnd­inni á hverj­um tíma.

4. gr.

Bæj­ar­stjóri  til­nefn­ir starfs­mann nefnd­ar­inn­ar. Starfs­mað­ur­inn sit­ur fundi nefnd­ar­inn­ar með mál­frelsi og til­lögu­rétt. Við­kom­andi er ráð­gjafi nefnd­ar­inn­ar og sér  að jafn­aði um rit­un fund­ar­gerða, nema nefnd­in ákveði ann­að. Starfs­mað­ur nefnd­ar­inn­ar und­ir­býr fundi í sam­starfi við formann og fylg­ir eft­ir ákvörð­un­um nefnd­ar­inn­ar í sam­ráði við bæj­ar­stjóra eft­ir að bæj­ar­stjórn hef­ur stað­fest þær.

5. gr.

Nefnd­in skal gæta ákvæða stjórn­sýslu­laga við með­ferð mála.

Sam­þykkt á 817. fundi bæj­ar­stjórn­ar Mos­fells­bæja þann 7. des­em­ber 2022.