Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

10. febrúar 2023 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Valdimar Birgisson (VBi) formaður
  • Aldís Stefánsdóttir (ASt) varaformaður
  • Hjörtur Örn Arnarson (HÖA) varamaður
  • Helga Jóhannesdóttir (HJó) aðalmaður
  • Ómar Ingþórsson (ÓI) aðalmaður
  • Haukur Örn Harðarson (HÖH) áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Pálsson skipulagsfulltrúi
  • Árni Jón Sigfússon byggingarfulltrúi

Fundargerð ritaði

Árni Jón Sigfússon Byggingarfulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Suð­ur­lands­veg­ur inn­an Mos­fells­bæj­ar og Kópa­vogs - sam­eig­in­legt deili­skipu­lag202205199

    Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörum og umsögnum athugasemda, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, við kynnt nýtt deiliskipulag fyrir tvöföldun Suðurlandsvegar innan sveitarfélagamarka Mosfellsbæjar og Kópavogs. Umsagnir eru unnar sameiginlega af sveitarfélögunum báðum við þeim ábendingum sem bárust. Athugasemdir voru kynntar á 574. fundi nefndarinnar. Lögð fram að nýju, að lokinni kynningu, gögn og tillaga verkfræðistofunnar Eflu, f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar, að deiliskipulagi Suðurlandsvegar. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, dags. 30.06.2022 og uppfærð 02.02.2023, mkv. gagna 1:10.000.

    Ómar Ing­þórs­son full­trúi S-lista, Sam­fylk­ing­ar, vík­ur af fundi við um­fjöllun og af­greiðslu máls­ins vegna van­hæf­is.
    ***
    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir deili­skipu­lagstil­lög­una ásamt til­lögu að svörun og um­sögn­um inn­sendra at­huga­semda, með vís­an til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa beggja sveit­ar­fé­laga. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
    Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um.

  • 2. Orkugarð­ur - deili­skipu­lag og upp­bygg­ing í Reykja­hverfi202101213

    Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörum og umsögnum athugasemda, í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, við kynnta deiliskipulagsbreytingu fyrir áningarstað í Reykjahverfi og endastöð Strætó. Athugasemdir voru kynntar á 582. fundi nefndarinnar. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærður uppdráttur í samræmi við athugasemdir Veitna ohf.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir deili­skipu­lagstil­lög­una ásamt til­lögu að svörun og um­sögn­um inn­sendra at­huga­semda, með vís­an til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa. Deili­skipu­lag­ið skal hljóta af­greiðslu skv. 1. mgr. 42. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 3. Hamra­brekk­ur 7 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi202209214

    Lögð eru fram til kynningar og afgreiðslu drög að svörum og umsögnum athugasemda, í samræmi við 2. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, við grenndarkynningu byggingarleyfis að Hamrabrekkum 7. Athugasemdir voru kynntar á 582. fundi nefndarinnar. Lagðir eru fram til afgreiðslu uppfærðir uppdrættir í samræmi við athugasemdir Heilbrigðiseftirlitsins HEF.

    Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir grennd­arkynnt bygg­ingaráform, skv. 2. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010, ásamt til­lögu að svörun og um­sögn­um inn­sendra ábend­inga, með vís­an til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa. Bygg­ing­ar­full­trúa er því heim­ilt að sam­þykkja bygg­ingaráform og gefa út bygg­ing­ar­leyfi þeg­ar að um­sókn sam­ræm­ist lög­um um mann­virki nr. 160/2010, bygg­ing­ar­reglu­gerð nr. 112/2012 og kynnt­um gögn­um.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 4. Hamra­borg - Langi­tangi - gatna­gerð202201407

    Lögð er fram til afgreiðslu umsókn frá umhverfissviði Mosfellsbæjar, dags. 24.01.2023 um framkvæmdaleyfi fyrir gatnagerð nýrrar húsagötu að Langatanga við Hamraborg, í samræmi við gögn.

    Skipu­lags­full­trúa er fal­ið að gefa út fram­kvæmda­leyfi í sam­ræmi við 13. og 15. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010 skv. reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012, á grunni fyr­ir­liggj­andi gagna og gild­andi deili­skipu­lags.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 5. Seltjarn­ar­nes - gisti­þjón­usta á íbúð­ar­svæð­um - breyt­ing á Að­al­skipu­lagi 2015-2033202301558

    Borist hefur erindi frá Seltjarnarnesbæ, dags. 26.01.2023, með ósk um umsögn á vinnslutillögu fyrir aðalskipulagsbreytingu Seltjarnarnesbæjar 2015-2033. Breyta á skilmálum um atvinnustarfsemi á íbúðarsvæðum þar sem sett verða ákvæði um gistiþjónustu og skilyrði sem rekstrarleyfisskyld gistiheimili þurfa að uppfylla. Breytingin er gerð á greinargerð, uppdrættir eru óbreyttir. Umsagnarfrestur er til og með 23.02.2023.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­nefnd ger­ir ekki at­huga­semd­ir við kynnt gögn.

  • 6. Hags­muna­mál frí­stunda­byggð­ar­inn­ar við norð­an­vert Hafra­vatn202106212

    Borist hefur erindi frá Daníel Þórarinssyni, f.h. Hafrabyggðar, dags. 28.12.2022, með ósk um endurskoðun ákvæða aðalskipulags um byggingarheimildir húsa við norðanvert Hafravatn.

    Lagt fram og kynnt. Skipu­lags­full­trúa falin áfram­hald­andi vinna máls­ins.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

  • 7. Helga­fells­ás­ar L201197 og L201201 - að­al­skipu­lags­breyt­ing202302116

    Borist hefur erindi frá JVST Iceland ehf., f.h. Helgafellsása ehf., dags. 03.01.2023, með ósk um endurskoðun aðalskipulags þar sem breyta á óbyggðu svæði að Helgafellsásum við Þingvallaveg í athafnasvæði og verslunar- og þjónustusvæði.

    Skipu­lags­nefnd vís­ar til af­greiðslna á 577. fundi nefnd­ar­inn­ar er varða mál landa L201201 og L201197. Skipu­lags­nefnd fel­ur skipu­lags­full­trúa að óska eft­ir frek­ari gögn­um og að ræða við máls­að­ila.
    Sam­þykkt með fimm at­kvæð­um.

Fundargerðir til kynningar

  • 8. Af­greiðslufund­ur skipu­lags­full­trúa - 64202301044F

    Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

    • 8.1. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212397

      Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 582. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform fyr­ir ný­bygg­ingu par­húss að Hlíð­ar­túni 2A-2B, í sam­ræmi við gögn dags. 01.02.2019. Und­ir­bú­in var grennd­arkynn­ing fyr­ir skráða og þing­lýsta hús­eig­end­ur að Hlíð­ar­túni 2, 2A-2B, Að­al­túni 6, 8, 10, 12, 14, 16 og Lækj­ar­túni 1. Mos­fells­bæ hafa borist gögn þar sem all­ir hlut­að­eig­andi hag­að­il­ar hafa skrif­að und­ir þar til gerð­an lista og lýst því yfir að ekki séu gerð­ar at­huga­semd­ir við hina leyf­is­skyldu fram­kvæmd, í sam­ræmi við 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 8.2. Merkja­teig­ur 1 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202301116

      Skipu­lags­nefnd sam­þykkti á 582. fundi sín­um að grennd­arkynna um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi og bygg­ingaráform fyr­ir breytta notk­un húss og upp­skipt­ingu íbúða að Merkja­teig 1, í sam­ræmi við gögn dags. 04.01.2023. Und­ir­bú­in var grennd­arkynn­ing fyr­ir skráða og þing­lýsta hús­eig­end­ur að Merkja­teig 1, 2, 3, Birki­teig 1, 1A, Ham­arsteig 2 og 4. Mos­fells­bæ hafa borist gögn þar sem all­ir hlut­að­eig­andi hag­að­il­ar hafa skrif­að und­ir þar til gerð­an lista og lýst því yfir að ekki séu gerð­ar at­huga­semd­ir við hina leyf­is­skyldu fram­kvæmd, í sam­ræmi við 3. mgr. 44. gr. skipu­lagslaga nr. 123/2010.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram.

    • 9. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 490202302004F

      Fund­ar­gerð lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 9.1. Hlíð­ar­tún 2A-2B - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212397

        Pét­ur ehf., Hlíð­ar­túni 2, sæk­ir um leyfi til að byggja úr stein­steypu par­hús á tveim­ur hæð­um með inn­byggð­um bíl­geymsl­um á lóð­inni Hlíð­ar­tún nr.2a, í sam­ræmi við fram­lögð gögn.
        Stærð­ir mhl. 01: Íbúð 157,6 m², bíl­geymsla 39,0 m² 488,7 m³.
        Stærð­ir mhl. 02: Íbúð 224,1 m², bíl­geymsla 42,2 m², 613,47 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 9.2. Mið­dals­land Lóð F - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­heim­ild 202210510

        Ingi­björg Jó­hanns­dótt­ir Gljúfra­seli 7 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að byggja úr timbri frí­stunda­hús á einni hæð á lóð­inni Mið­dals­land lóð F L219989 í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stærð­ir: 98,0 m², 341,5 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      • 9.3. Reykja­hlíð garð­yrkja 123758 - Um­sókn um bygg­ingaráform og bygg­ing­ar­leyfi 202212067

        Hafdís Huld Þrast­ar­dótt­ir Suð­urá sæk­ir um leyfi til að byggja við ein­býl­is­hús á lóð­inni Reykja­hlíð, landnr. 123758, í sam­ræmi við fram­lögð gögn. Stækk­un: Íbúð 27,1 m², 70,2 m³.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram.

      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 8:50