Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. september 2018 kl. 16:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
  • Valgarð Már Jakobsson (VMJ) varaformaður
  • Hildur Björg Bæringsdóttir (HBB) aðalmaður
  • Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) aðalmaður
  • Friðbert Bragason (FB) aðalmaður
  • Þrúður Hjelm áheyrnarfulltrúi
  • María Lea Guðjónsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Björk M Kristbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sonja Dögg Pálsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásta Kristín Briem áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard (LU) framkvæmdastjóri fræðslusviðs
  • Gunnhildur María Sæmundsdóttir fræðslusvið
  • Magnea S Ingimundardóttir (MI) fræðslusvið

Fundargerð ritaði

Gunnhildur María Sæmundsóttir Skólafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

    Helgafellsskóli - Kynning á stöðu byggingaframkvæmda og útboðs á búnaði. Farið verður í heimsókn í Helgafellsskóla í upphafi fundar, mæting kl. 16.30 við byggingarsvæði. Fulltrúi umhverfissviðs mætir undir dagskrárliðnum.

    Fræðslu­nefnd þakk­ar góða og áhuga­verða kynn­ingu á bygg­inga­fram­kvæmd­um Helga­fells­skóla og vett­vangs­ferð um skól­ann.

    Gestir
    • Óskar Gísli Sveinsson, fulltrúi umhverfissvið
    • Rósa Ingvarsdóttir, skólastjóri Helgafellsskóla
    • Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissvið
    • 2. Við­hald Varmár­skóla201806317

      Lagt fram til kynningar minnisblað frá bæjarráði 13. september 2018 vegna viðhaldsverkefna í Varmárskóla. Fulltrúi umhverfissviðs mætir undir dagskrárliðnum.

      Full­trúi um­hverf­is­sviðs kynnti fram­kvæmd­ir við við­gerð­ir og við­halds­verk­efni í Varmár­skóla.

      Bók­un:
      Full­trúi C-lista í fræðslu­nefnd ger­ir at­huga­semd við að nefnd­inni hafi ekki fyrr en nú borist upp­lýs­ing­ar um at­hug­un EFLU á hús­næði Varma­ár­skóla í júní 2017 vegna mögu­leika á myglu. Eins vek­ur það furðu að minn­is­blað EFLU frá 12. júní 2017 sé ekki lagt fram á fund­in­um til upp­lýs­inga fyr­ir með­limi fræðslu­nefnd­ar enda ljóst að í því minn­is­blaði komu fram at­huga­semd­ir sem ekki var brugð­ist við fyrr en í sept­em­ber 2018. Þá er hörm­uð sú ákvörð­un meiri­hluta D- og V- lista í bæj­ar­stjórn að hafna því að fram færi óháð út­tekt á með­höndl­un fyrri minn­is­blaðs­ins frá 2017.

      Gestir
      • Jóhanna B. Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
    • 3. Tölu­leg­ar upp­lýs­ing­ar á fræðslu­sviði 2018-2019201809312

      Lagðar fram til kynningar upplýsingar um fjölda barna í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar haustið 2019.

      Lagt fram til upp­lýs­inga

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 19:15