22. ágúst 2019 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Arna Björk Hagalínsdóttir (ABH) 2. varamaður
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) varaformaður
- Valdimar Birgisson (VBi) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) áheyrnarfulltrúi
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson lögmaður Mosfellsbæjar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Grænbók - stefna um málefni sveitarfélaga201905192
Grænbók um stefnu í málefnum sveitarfélaga birt í samráðsgátt - 201905192.
Grænbók - stefna um málefni sveitarfélaga lögð fram og rædd.
2. Ósk félagsmálaráðuneytisins um móttöku flóttafólks árið 2019201905018
Drög að samningi vegna móttöku kvótaflóttafólks árið 2019.
Sigurbjörg Fjölnisdóttir, verkefnastjóri á Fjölskyldusviði, fór yfir stöðu málsins og fyrirliggjandi gögn.
Samþykkt með 3 atkvæðum á 1409. fundi bæjarráðs að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við félagsmálaráðuneytið á grundvelli fyrirliggjandi draga.
Gestir
- Sigurbjörg Fjölnisdóttir, Verkefnastjóri á Fjölskyldusviði Mosfellsbæjar.
3. Viðhald Varmárskóla201806317
Á fundin mæta framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs og framkvæmdastjóri umhverfissviðs og gera grein fyrir endurbótum og viðhaldi bygginga Varmárskóla sem staðið hafa yfir frá júlí til ágúst.
Framkvæmdir við endurbætur og viðhald Varmárskóla kynntar.
Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir einróma yfir ánægju með þá vinnu að endurbótum á Varmárskóla sem unnin hefur verið í sumar. Verkfræðistofan Efla verktakar og starfsmenn umhverfissviðs og fræðslusviðs Mosfellsbæjar fá sérstakar þakkir fyrir þá faglegu og miklu vinnu sem hefur verið unnin í þessu viðamikla verkefni.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastóri umhverfissviðs
- Linda Udengård, Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs
4. Úttekt og heildarskimun á skólahúsnæði Mosfellsbæjar og loftgæðamælingar201908622
Lagt fram minnisblað umhverfissviðs vegna úttektar og heildarskimunar á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar auk loftgæðamælinga.
Bæjarráð samþykkir með 3 atkvæðum að samið verði við lægstbjóðendur, sem voru Orbicon og Efla Verkfræðistofa, um framkvæmd verksins og skiptingu þess í samræmi við tillögu umhverfissviðs.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastóri umhverfissviðs
- Linda Udengård, Framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs