Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. júní 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Lovísa Jónsdóttir (LJó) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs

Fundargerð ritaði

Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Skyld­ur sveit­ar­fé­laga sam­kvæmt jafn­rétt­is­lög­um201806087

    Frestað frá síðasta fundi. Bréf til sveitarfélaga um skyldur þeirra samkvæmt jafnréttislögum lagt fram til kynningar.

    Lagt fram og vísað til fjöl­skyldu­nefnd­ar til kynn­ing­ar.

  • 2. Helga­fells­skóli, Ný­fram­kvæmd201503558

    Frestað frá síðasta fundi. Framvinduskýrsla Helgafellsskóla vegna apríl og maí 2018 lögð fram til kynningar ásamt loftmyndaröð bæjarblaðsins Mosfellings sem sýnir uppbyggingu frá því framkvæmdir hófust.

    Lagt fram

  • 3. Samn­ing­ur um þjón­ustu 2018-2022201806261

    Frestað frá síðasta fundi. Þjónustusamningur við Ásgarð

    Bæj­ar­ráð sam­þykkti með þrem­ur at­kvæða að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi samn­ing við Ás­garð.

    • 4. Til­lög­ur að breyt­ing­um á sam­þykkt um stjórn Mos­fells­bæj­ar201806071

      Umræður um breytingar á Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar. Vinna að tillögum til framlagningar fyrir bæjarstjórn.

      Lagt fram

    • 5. Öld­ungaráð Mos­fells­bæj­ar-end­ur­skoð­un sam­þykkt­ar 2018201806277

      Drög að breytingu á samþykkt um öldungaráð Mosfellsbæjar.

      Frestað

    • 6. Not­endaráð um mál­efni fatl­aðs fólks-end­ur­skoð­un á sam­þykkt201806289

      Drög að breytingu á samþykkt um notendaráð Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um málefni fatlaðs fólks.

      Frestað

    • 7. Göngu­stíg­ur og leik­svæði við Byggð­ar­holt 1-3 og Bratt­holt 2-6201802269

      Umbeðin umsögn umhverfissviðs

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela um­hverf­is­sviði að ræða við full­trúa íbúa um mögu­leika á upp­skipt­ingu svæð­is­ins í minni ein­ing­ar.

    • 8. Fyr­ir­spurn um raf­orku­kaup201806270

      Ósk um upplýsingar og gögn varðandi raforkukaup sveitarfélagsins

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni Mos­fells­bæj­ar að svara bréf­rit­ara.

    • 9. Við­hald Varmár­skóla201806317

      Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir.

      Mál­inu frestað.

      Full­trúi M-lista lagði fram til­lögu um að nafni máls­ins yrði breytt þann­ig að það myndi heita Varmár­skóli _ við­hald, mygla, raka­skemmd­ir o.fl. sam­an­ber er­indi for­eldra­fé­lags Varmár­skóla. Til­lag­an var felld með 2 at­kvæð­um.

      Bók­un M-lista
      Rétt heiti þessa dag­skrárlið­ar er: ,,Varmár­skóli ? við­hald, mygla, raka­skemmd­ir o.fl. sam­an­ber er­indi for­eldra­fé­lags Varmár­skóla.". Því var breytt bæði af fram­kvæmda­stjóra og á fundi bæj­ar­ráðs án sam­þykk­is bæj­ar­ráðs­manns M-lista. Heit­ið var breytt í: ,,Við­hald Varmár­skóla-Fyr­ir­spurn M- lista um við­hald Varmár­skóla. Fram­kvæmda­stjóri Um­hverf­is­sviðs mun mæta á fund­inn og fara yfir við­haldsáætlun Varmár­skóla og fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir."

      Kröfu bæj­ar­ráðs­manns M-lista um leið­rétt­ingu á heiti dag­skrárliðs var hafn­að á fund­in­um með 2 at­kvæð­um D-lista gegn 1 at­kvæði M-lista.

      Í 1.mgr. 27. gr. sveita­tjórn­ar­laga nr. 138/2011 sem og með vís­an í 2. mgr. 52. gr. sömu laga seg­ir: ,,Ákvæði III. og IV. kafla gilda að öðru leyti um full­trúa í nefnd­um, ráð­um og stjórn­um sveit­ar­fé­laga eft­ir því sem við á.". Það að breyta heiti því á dag­skrárlið sem bæj­ar­ráðs­mað­ur ósk­aði eft­ir að tek­ið væri á dagskrá er ekki í sam­ræmi við fram­an­greind laga­ákvæði að mati bæj­ar­ráðs­manns. Því er mót­mælt meiri­hlut bæj­ar­ráðs hlut­ist til með þess­um hætti um heiti dag­skrárlið­ar, taki yfir stjórn hans og efni og kalli gesti á fund­inn án þess að bera slíkt und­ir þann sem hef­ur for­ræði á við­kom­andi dag­skrárlið og efni hans.

      Bók­un C-lista
      Því er mót­mælt að meiri­hluti hafi breytt nafni dag­skrárlið­ar. Ít­rekað er á að skv. 27. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga nr. 138/2011 hef­ur bæj­ar­full­trúi rétt á því að fá mál tek­ið á dagskrá bæj­ar­stjórn­ar og skv. 2. mgr. 52. gr. sömu laga gild­ir ákvæð­ið með sama hætti um rétt full­trúa í nefnd­um og ráð­um. Af þess­um ákvæð­um leið­ir að við­kom­andi bæj­ar­full­trúi hef­ur óskert for­ræði yfir mál­inu og er emb­ætt­is­mönn­um eða öðr­um kjörn­um full­trú­um óheim­ilt í krafti stöðu sinn­ar sem fram­kvæmd­ar­stjóri sveit­ar­fé­lags­ins eða sem formað­ur bæj­ar­ráðs með öllu óheim­ilt að nefna mál­ið eða lýsa því með öðr­um hætti í fund­ar­boði en máls­hefj­andi hef­ur gert sjálf­ur eða ósk­ar eft­ir.

      Með sama hætti er á það bent að sömu að­il­um er óheim­ilt að kalla til þriðja að­ila á fundi vegna máls­með­ferð­ar á fundi nefnd­ar­inn­ar án sam­ráðs við máls­hefj­anda sem hef­ur eins og fyrr seg­ir for­ræði yfir mál­inu.

      Til þess að tryggja að sam­bæri­leg at­viki komi ekki aft­ur upp er það lagt til að eft­ir­leið­is fylgi nafni og lýs­ing með öll­um mál­um sem óskað er eft­ir að tekin séu á dagskrá. Ef ein­hverra hluta vegna bæj­ar­stjóra eða formanni bæj­ar­ráðs þyk­ir ástæða til að óska eft­ir því að nafn­inu eða lýs­ing­unni sé breytt, eða að kall­að­ir séu til gest­ir við með­ferð máls­ins skal hafa fullt sam­ráð við máls­hefj­anda og eng­ar breyt­ing­ar gerð­ar nema með sam­þykki við­kom­andi.

      Til­laga M-lista um af­greiðslu máls­ins
      Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að vísa tveim­ur er­ind­um For­eldra­fé­lags Varmár­skóla til sviðs­stjóra Um­hverf­is­sviðs og far­ið fram á að báð­um er­ind­un­um verði svarað efn­is­lega. Minn­is­blað Eflu skal sent for­eldra­fé­lag­inu. Einn­ig mun stjórn for­eldra­fé­lags­ins verða boð­in á fund með full­trú­um bæj­ar­ráðs og starfs­mönn­um bæj­ar­ins er mál­ið varð­ar svo að stjórn fé­lags­ins geti fylgt eig­in er­ind­um úr hlaði sem send hafa ver­ið og fylgja með hér sem fylgiskjöl á fundi bæj­ar­ráðs.

      Til­lögu um að fresta mál­inu til næsta fund­ar var lögð fram og sam­þykkt með tveim at­kvæð­um.

    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20