28. júní 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Lovísa Jónsdóttir (LJó) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Arnar Jónsson forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum201806087
Frestað frá síðasta fundi. Bréf til sveitarfélaga um skyldur þeirra samkvæmt jafnréttislögum lagt fram til kynningar.
Lagt fram og vísað til fjölskyldunefndar til kynningar.
2. Helgafellsskóli, Nýframkvæmd201503558
Frestað frá síðasta fundi. Framvinduskýrsla Helgafellsskóla vegna apríl og maí 2018 lögð fram til kynningar ásamt loftmyndaröð bæjarblaðsins Mosfellings sem sýnir uppbyggingu frá því framkvæmdir hófust.
Lagt fram
3. Samningur um þjónustu 2018-2022201806261
Frestað frá síðasta fundi. Þjónustusamningur við Ásgarð
Bæjarráð samþykkti með þremur atkvæða að heimila bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Ásgarð.
4. Tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar201806071
Umræður um breytingar á Samþykkt um stjórn Mosfellsbæjar. Vinna að tillögum til framlagningar fyrir bæjarstjórn.
Lagt fram
5. Öldungaráð Mosfellsbæjar-endurskoðun samþykktar 2018201806277
Drög að breytingu á samþykkt um öldungaráð Mosfellsbæjar.
Frestað
- FylgiskjalMinnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.pdfFylgiskjalÖldungaráð Mosfellsbæjar samþykkt 11. febrúar 2015.pdfFylgiskjalDrög að breytinu á samþykkt um öldungaráð með TC.pdfFylgiskjalDrög að breytinu á samþykkt um öldungaráð án TC.pdfFylgiskjalNý og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem taka gildi þann 1 október 2018.pdf
6. Notendaráð um málefni fatlaðs fólks-endurskoðun á samþykkt201806289
Drög að breytingu á samþykkt um notendaráð Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps um málefni fatlaðs fólks.
Frestað
- FylgiskjalMinnisblað framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.pdfFylgiskjalNotendaráð samþykkt.pdfFylgiskjalNotendaráð Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps-drög að breytingu með TC.pdfFylgiskjalNotendaráð Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps-drög að breytingu á samþykkt án TC.pdfFylgiskjalNý og breytt ákvæði um notendaráð á grundvelli laga sem taka gildi þann 1 október 2018.pdf
7. Göngustígur og leiksvæði við Byggðarholt 1-3 og Brattholt 2-6201802269
Umbeðin umsögn umhverfissviðs
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela umhverfissviði að ræða við fulltrúa íbúa um möguleika á uppskiptingu svæðisins í minni einingar.
8. Fyrirspurn um raforkukaup201806270
Ósk um upplýsingar og gögn varðandi raforkukaup sveitarfélagsins
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni Mosfellsbæjar að svara bréfritara.
9. Viðhald Varmárskóla201806317
Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Málinu frestað.
Fulltrúi M-lista lagði fram tillögu um að nafni málsins yrði breytt þannig að það myndi heita Varmárskóli _ viðhald, mygla, rakaskemmdir o.fl. samanber erindi foreldrafélags Varmárskóla. Tillagan var felld með 2 atkvæðum.
Bókun M-lista
Rétt heiti þessa dagskrárliðar er: ,,Varmárskóli ? viðhald, mygla, rakaskemmdir o.fl. samanber erindi foreldrafélags Varmárskóla.". Því var breytt bæði af framkvæmdastjóra og á fundi bæjarráðs án samþykkis bæjarráðsmanns M-lista. Heitið var breytt í: ,,Viðhald Varmárskóla-Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir."Kröfu bæjarráðsmanns M-lista um leiðréttingu á heiti dagskrárliðs var hafnað á fundinum með 2 atkvæðum D-lista gegn 1 atkvæði M-lista.
Í 1.mgr. 27. gr. sveitatjórnarlaga nr. 138/2011 sem og með vísan í 2. mgr. 52. gr. sömu laga segir: ,,Ákvæði III. og IV. kafla gilda að öðru leyti um fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum sveitarfélaga eftir því sem við á.". Það að breyta heiti því á dagskrárlið sem bæjarráðsmaður óskaði eftir að tekið væri á dagskrá er ekki í samræmi við framangreind lagaákvæði að mati bæjarráðsmanns. Því er mótmælt meirihlut bæjarráðs hlutist til með þessum hætti um heiti dagskrárliðar, taki yfir stjórn hans og efni og kalli gesti á fundinn án þess að bera slíkt undir þann sem hefur forræði á viðkomandi dagskrárlið og efni hans.
Bókun C-lista
Því er mótmælt að meirihluti hafi breytt nafni dagskrárliðar. Ítrekað er á að skv. 27. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hefur bæjarfulltrúi rétt á því að fá mál tekið á dagskrá bæjarstjórnar og skv. 2. mgr. 52. gr. sömu laga gildir ákvæðið með sama hætti um rétt fulltrúa í nefndum og ráðum. Af þessum ákvæðum leiðir að viðkomandi bæjarfulltrúi hefur óskert forræði yfir málinu og er embættismönnum eða öðrum kjörnum fulltrúum óheimilt í krafti stöðu sinnar sem framkvæmdarstjóri sveitarfélagsins eða sem formaður bæjarráðs með öllu óheimilt að nefna málið eða lýsa því með öðrum hætti í fundarboði en málshefjandi hefur gert sjálfur eða óskar eftir.Með sama hætti er á það bent að sömu aðilum er óheimilt að kalla til þriðja aðila á fundi vegna málsmeðferðar á fundi nefndarinnar án samráðs við málshefjanda sem hefur eins og fyrr segir forræði yfir málinu.
Til þess að tryggja að sambærileg atviki komi ekki aftur upp er það lagt til að eftirleiðis fylgi nafni og lýsing með öllum málum sem óskað er eftir að tekin séu á dagskrá. Ef einhverra hluta vegna bæjarstjóra eða formanni bæjarráðs þykir ástæða til að óska eftir því að nafninu eða lýsingunni sé breytt, eða að kallaðir séu til gestir við meðferð málsins skal hafa fullt samráð við málshefjanda og engar breytingar gerðar nema með samþykki viðkomandi.
Tillaga M-lista um afgreiðslu málsins
Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að vísa tveimur erindum Foreldrafélags Varmárskóla til sviðsstjóra Umhverfissviðs og farið fram á að báðum erindunum verði svarað efnislega. Minnisblað Eflu skal sent foreldrafélaginu. Einnig mun stjórn foreldrafélagsins verða boðin á fund með fulltrúum bæjarráðs og starfsmönnum bæjarins er málið varðar svo að stjórn félagsins geti fylgt eigin erindum úr hlaði sem send hafa verið og fylgja með hér sem fylgiskjöl á fundi bæjarráðs.Tillögu um að fresta málinu til næsta fundar var lögð fram og samþykkt með tveim atkvæðum.