Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

5. júlí 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
  • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
  • Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
  • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
  • Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs

Fundargerð ritaði

Heiðar Örn Stefánsson Lögmaður Mosfellsbæjar

Full­trúi M-lista ger­ir at­huga­semd við heiti fyrsta dag­skrárlið­ar og er bók­un þar að lút­andi skráð und­ir dag­skrárliðn­um.


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Við­hald Varmár­skóla201806317

    Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs. Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir.

    Full­trúi M-lista lagði fram til­lögu um að nafni máls­ins yrði breytt þann­ig að það myndi heita Varmár­skóli _ við­hald, mygla, raka­skemmd­ir o.fl. sam­an­ber er­indi for­eldra­fé­lags Varmár­skóla. Formað­ur hafn­ar því að taka til­lög­una fyr­ir þar sem hún hafi ver­ið af­greidd á 1358. fundi bæj­ar­ráðs áður en mál­inu var frestað.

    Full­trúi M-lista xd­fd­fff­fósk­aði eft­ir því að hafa fram­sögu um mál­ið. Formað­ur hafn­aði því með vís­an til þess að fram­saga hans hafi átt sér stað á 1358. fundi bæj­ar­ráðs áður en mál­inu var frestað.

    Jó­hanna Björg Han­sen, fram­kvæmda­stjóri Um­hverf­is­sviðs kynnti sam­an­tekt um við­hald Varmár­skóla.

    Bók­un M-lista: Eft­ir­far­andi bók­un frá fundi nr. 1358 í bæja­ráði þann 28. júní 2018 er hér árétt­uð eft­ir að þeim fundi bæj­ar­ráðs var slit­ið kl. 9:20 með 2 at­kvæð­um D-lista gegn at­kvæði M-lista eft­ir að bæj­ar­stjóri ósk­aði eft­ir því og með þeim for­merkj­um að bæj­ar­ráðs­fund­ir skuli ekki standa leng­ur en til 9:00:

    „Rétt heiti þessa dag­skrárlið­ar er: Varmár­skóli - við­hald, mygla, raka­skemmd­ir o.fl. sam­an­ber er­indi for­eldra­fé­lags Varmár­skóla. Því var breytt bæði af fram­kvæmda­stjóra og á fundi bæj­ar­ráðs án sam­þykk­is bæj­ar­ráðs­manns M-lista. Heit­ið var breytt í: Við­hald Varmár­skóla - Fyr­ir­spurn M- lista um við­hald Varmár­skóla. Fram­kvæmda­stjóri Um­hverf­is­sviðs mun mæta á fund­inn og fara yfir við­haldsáætlun Varmár­skóla og fyr­ir­hug­að­ar fram­kvæmd­ir.
    Í 1.mgr. 27. gr. sveita­tjórn­ar­laga nr. 138/2011 sem og með vís­an í 2. mgr. 52. gr. sömu laga seg­ir: „Ákvæði III. og IV. kafla gilda að öðru leyti um full­trúa í nefnd­um, ráð­um og stjórn­um sveit­ar­fé­laga eft­ir því sem við á.". Það að breyta heiti því á dag­skrárlið sem bæj­ar­ráðs­mað­ur ósk­aði eft­ir að tek­ið væri á dagskrá er ekki í sam­ræmi við fram­an­greind laga­ákvæði að mati bæj­ar­ráðs­manns. Því er mót­mælt að meiri­hlut bæj­ar­ráðs hlut­ist til með þess­um hætti um heiti dag­skrárlið­ar, taki yfir stjórn hans og efni og kalli gesti á fund­inn án þess að bera slíkt und­ir þann sem hef­ur for­ræði á við­kom­andi dag­skrárlið og efni hans."

    Til­laga M-lista um af­greiðslu máls­ins sem fram kom á 1358. fundi bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar en var óaf­greidd er mál­inu var frestað er svohljóð­andi með orða­lags­breyt­ing­um sem full­trúi M-lista gerði á þess­um fundi: „Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykk­ir að vísa tveim­ur er­ind­um for­eldra­fé­lags Varmár­skóla til fram­kvæmda­stjóra Um­hverf­is­sviðs og far­ið fram á að báð­um er­ind­un­um verði svarað efn­is­lega. Einn­ig mun stjórn for­eldra­fé­lags­ins verða boð­in á fund með full­trú­um bæj­ar­ráðs og starfs­mönn­um bæj­ar­ins er mál­ið varð­ar svo að stjórn fé­lags­ins geti fylgt eig­in er­ind­um úr hlaði sem send hafa ver­ið og fylgja með hér sem fylgiskjöl á fundi bæj­ar­ráðs".

    Til­lag­an er felld með 2 at­kvæð­um 1359. fund­ar bæj­ar­ráðs.

    Bók­un V og D lista: Við­kom­andi mál er í vinnslu á um­hverf­is­sviði Mos­fells­bæj­ar eins og fram kom í kynn­ingu fram­kvæmd­ar­stjóra sviðs­ins. Nið­ur­staða þeirr­ar vinnu verð­ur kynnt bæj­ar­ráði þeg­ar hún ligg­ur fyr­ir. Mál­ið er í far­vegi nú þeg­ar eins og til­laga M lista geng­ur út á.

    M-listi fagn­ar því að svo virð­ist sem for­eldra­fé­lagi Varmár­skóla verði svarað eft­ir að hafa beð­ið of lengi eft­ir svari frá Mos­fells­bæ. Þrátt fyr­ir að fram­an­greind til­laga M-lista hafi ver­ið felld er já­kvætt að eft­ir allt sem und­an er geng­ið sé for­eldra­fé­lagi Varmár­skóla svarað með ein­um eða öðr­um hætti og hreyf­ing komin á við­halds­mál Varmár­skóla.

    Gestir
    • Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri Umhverfissviðs Mosfellsbæjar
  • 2. Fram­kvæmd­ir Mos­fells­bæj­ar 2018201807016

    Kynning á framkvæmdum á vegum Mosfellsbæjar árið 2018 lögð fyrir bæjarráð. Jóhanna Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissvið kynnir málið.

    Jó­hanna Björg Han­sen, fram­kvæmda­stjóri Um­hverf­is­sviðs Mos­fells­bæj­ar kynn­ir yf­ir­lit fram­kvæmda árið 2018.

    Gestir
    • Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri Umhverfissviðs Mosfellsbæjar
  • 3. Reykja­hvoll 3.áfangi, Gatna­gerð í Reykjalandi201805357

    Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til að bjóða út framkvæmdir við 3.áfanga gatnagerðar í Reykjahvol og Ásum vegna átta lóða. Samhliða gatnagerð er lagt til að rotþró verði aflögð og hverfið tengt fráveitukerfi Mosfellsbæjar.

    Sam­þykkt með 3 at­kvæð­um 1359. fund­ar bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar að bjóða út fram­kvæmd­ir við 3.áfanga gatna­gerð­ar í Reykja­hvol og Ásum vegna átta lóða. Sam­hliða gatna­gerð verði rot­þró af­lögð og hverf­ið tengt frá­veitu­kerfi Mos­fells­bæj­ar.

  • 4. Um­sókn um stöðu­leyfi fyr­ir veit­inga­vagn við Atlantsolíu201806011

    Borist hefur erindi frá Sósi ehf. dags. 1.06.2018 varðandi stöðuleyfi fyrir veitingavagn á lóð Atlantsolíu við Sunnukrika. Einnig er sótt um leyfi til að vera á helstu uppákomum í Mosfellsbæ.

    1359. fund­ur bæj­ar­ráðs sam­þykk­ir með 2 at­kvæð­um að veitt verði stöðu­leyfi fyr­ir veit­inga­vagn á lóð Atlantsolíu við Sunnukrika. Sótt verði um leyfi til að vera á helstu uppá­kom­um í Mos­fells­bæ í hverju til­viki fyr­ir sig. Full­trúi M- lista sit­ur hjá.

  • 5. Fram­leng­ing á leyfi til Melm­is ehf.2014081187

    Afrit af bréfi til Melmis ehf., dags. 20. júní 2018 kynnt. Gildistími leyfis Melmis ehf. til leitar og rannsókna á málmum, dags. 23. júní 2004, með síðari breytingum, framlengdur til 1. júlí 2023, fyrir leyfissvæði nr. 14 Esja.

    Frestað

  • 6. Beiðni um um­sögn um um­sókn Björg­un­ar ehf um leyfi til leit­ar og rann­sókna í Kollafirði201806329

    Beiðni um umsögn um umsókn Björgunar ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á möl og sandi af hafsbotni á tíu svæðum í Kollafirði við Faxaflóa, ásamt þremur fylgiskjölum.

    Frestað

  • 7. Styrk­beiðni vegna Al­þjóða geð­heil­brigð­is­dag­ins 10.oktober 2018201806330

    Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10.oktober 2018 óskar Styrktarfélag Alþjóða geðheilbrigðisdagsins eftir styrk frá Bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Styrkurinn yrði skv. erindinu notaður til þess að standa straum af kostnaði við vitundarvakningu um geðheilbrigðismál í tilefni dagsins.

    Frestað

Fundi er slit­ið kl. 09:05 eft­ir um­ræð­ur um mál nr. 1, 2, 3 og 4. Öðr­um mál­um er frestað.

Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:05