5. júlí 2018 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Ásgeir Sveinsson (ÁS) formaður
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varaformaður
- Sveinn Óskar Sigurðsson (SÓS) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Valdimar Birgisson (VBi) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Heiðar Örn Stefánsson embættismaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
Fundargerð ritaði
Heiðar Örn Stefánsson Lögmaður Mosfellsbæjar
Fulltrúi M-lista gerir athugasemd við heiti fyrsta dagskrárliðar og er bókun þar að lútandi skráð undir dagskrárliðnum.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Viðhald Varmárskóla201806317
Máli frestað á síðasta fundi bæjarráðs. Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Fulltrúi M-lista lagði fram tillögu um að nafni málsins yrði breytt þannig að það myndi heita Varmárskóli _ viðhald, mygla, rakaskemmdir o.fl. samanber erindi foreldrafélags Varmárskóla. Formaður hafnar því að taka tillöguna fyrir þar sem hún hafi verið afgreidd á 1358. fundi bæjarráðs áður en málinu var frestað.
Fulltrúi M-lista xdfdffffóskaði eftir því að hafa framsögu um málið. Formaður hafnaði því með vísan til þess að framsaga hans hafi átt sér stað á 1358. fundi bæjarráðs áður en málinu var frestað.
Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri Umhverfissviðs kynnti samantekt um viðhald Varmárskóla.
Bókun M-lista: Eftirfarandi bókun frá fundi nr. 1358 í bæjaráði þann 28. júní 2018 er hér áréttuð eftir að þeim fundi bæjarráðs var slitið kl. 9:20 með 2 atkvæðum D-lista gegn atkvæði M-lista eftir að bæjarstjóri óskaði eftir því og með þeim formerkjum að bæjarráðsfundir skuli ekki standa lengur en til 9:00:
„Rétt heiti þessa dagskrárliðar er: Varmárskóli - viðhald, mygla, rakaskemmdir o.fl. samanber erindi foreldrafélags Varmárskóla. Því var breytt bæði af framkvæmdastjóra og á fundi bæjarráðs án samþykkis bæjarráðsmanns M-lista. Heitið var breytt í: Viðhald Varmárskóla - Fyrirspurn M- lista um viðhald Varmárskóla. Framkvæmdastjóri Umhverfissviðs mun mæta á fundinn og fara yfir viðhaldsáætlun Varmárskóla og fyrirhugaðar framkvæmdir.
Í 1.mgr. 27. gr. sveitatjórnarlaga nr. 138/2011 sem og með vísan í 2. mgr. 52. gr. sömu laga segir: „Ákvæði III. og IV. kafla gilda að öðru leyti um fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum sveitarfélaga eftir því sem við á.". Það að breyta heiti því á dagskrárlið sem bæjarráðsmaður óskaði eftir að tekið væri á dagskrá er ekki í samræmi við framangreind lagaákvæði að mati bæjarráðsmanns. Því er mótmælt að meirihlut bæjarráðs hlutist til með þessum hætti um heiti dagskrárliðar, taki yfir stjórn hans og efni og kalli gesti á fundinn án þess að bera slíkt undir þann sem hefur forræði á viðkomandi dagskrárlið og efni hans."
Tillaga M-lista um afgreiðslu málsins sem fram kom á 1358. fundi bæjarráðs Mosfellsbæjar en var óafgreidd er málinu var frestað er svohljóðandi með orðalagsbreytingum sem fulltrúi M-lista gerði á þessum fundi: „Bæjarráð Mosfellsbæjar samþykkir að vísa tveimur erindum foreldrafélags Varmárskóla til framkvæmdastjóra Umhverfissviðs og farið fram á að báðum erindunum verði svarað efnislega. Einnig mun stjórn foreldrafélagsins verða boðin á fund með fulltrúum bæjarráðs og starfsmönnum bæjarins er málið varðar svo að stjórn félagsins geti fylgt eigin erindum úr hlaði sem send hafa verið og fylgja með hér sem fylgiskjöl á fundi bæjarráðs".Tillagan er felld með 2 atkvæðum 1359. fundar bæjarráðs.
Bókun V og D lista: Viðkomandi mál er í vinnslu á umhverfissviði Mosfellsbæjar eins og fram kom í kynningu framkvæmdarstjóra sviðsins. Niðurstaða þeirrar vinnu verður kynnt bæjarráði þegar hún liggur fyrir. Málið er í farvegi nú þegar eins og tillaga M lista gengur út á.
M-listi fagnar því að svo virðist sem foreldrafélagi Varmárskóla verði svarað eftir að hafa beðið of lengi eftir svari frá Mosfellsbæ. Þrátt fyrir að framangreind tillaga M-lista hafi verið felld er jákvætt að eftir allt sem undan er gengið sé foreldrafélagi Varmárskóla svarað með einum eða öðrum hætti og hreyfing komin á viðhaldsmál Varmárskóla.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri Umhverfissviðs Mosfellsbæjar
2. Framkvæmdir Mosfellsbæjar 2018201807016
Kynning á framkvæmdum á vegum Mosfellsbæjar árið 2018 lögð fyrir bæjarráð. Jóhanna Hansen framkvæmdastjóri Umhverfissvið kynnir málið.
Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri Umhverfissviðs Mosfellsbæjar kynnir yfirlit framkvæmda árið 2018.
Gestir
- Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri Umhverfissviðs Mosfellsbæjar
3. Reykjahvoll 3.áfangi, Gatnagerð í Reykjalandi201805357
Óskað er heimildar bæjarráðs Mosfellsbæjar til að bjóða út framkvæmdir við 3.áfanga gatnagerðar í Reykjahvol og Ásum vegna átta lóða. Samhliða gatnagerð er lagt til að rotþró verði aflögð og hverfið tengt fráveitukerfi Mosfellsbæjar.
Samþykkt með 3 atkvæðum 1359. fundar bæjarráðs Mosfellsbæjar að bjóða út framkvæmdir við 3.áfanga gatnagerðar í Reykjahvol og Ásum vegna átta lóða. Samhliða gatnagerð verði rotþró aflögð og hverfið tengt fráveitukerfi Mosfellsbæjar.
4. Umsókn um stöðuleyfi fyrir veitingavagn við Atlantsolíu201806011
Borist hefur erindi frá Sósi ehf. dags. 1.06.2018 varðandi stöðuleyfi fyrir veitingavagn á lóð Atlantsolíu við Sunnukrika. Einnig er sótt um leyfi til að vera á helstu uppákomum í Mosfellsbæ.
1359. fundur bæjarráðs samþykkir með 2 atkvæðum að veitt verði stöðuleyfi fyrir veitingavagn á lóð Atlantsolíu við Sunnukrika. Sótt verði um leyfi til að vera á helstu uppákomum í Mosfellsbæ í hverju tilviki fyrir sig. Fulltrúi M- lista situr hjá.
5. Framlenging á leyfi til Melmis ehf.2014081187
Afrit af bréfi til Melmis ehf., dags. 20. júní 2018 kynnt. Gildistími leyfis Melmis ehf. til leitar og rannsókna á málmum, dags. 23. júní 2004, með síðari breytingum, framlengdur til 1. júlí 2023, fyrir leyfissvæði nr. 14 Esja.
Frestað
6. Beiðni um umsögn um umsókn Björgunar ehf um leyfi til leitar og rannsókna í Kollafirði201806329
Beiðni um umsögn um umsókn Björgunar ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á möl og sandi af hafsbotni á tíu svæðum í Kollafirði við Faxaflóa, ásamt þremur fylgiskjölum.
Frestað
- FylgiskjalFrá Orkustofnun: Beiðni um umsögn um umsókn Björgunar ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á möl og sandi af hafsbotni á tíu svæðum í Kollafirði við Faxaflóa.pdfFylgiskjalBref_Mosfellsb_umsagnarb_2018.pdfFylgiskjalBjörgun erindi v. umsóknar um rannsóknarleyfi Kollafirði 18.6.2018.pdfFylgiskjalBjörgun yfirlitskort námur svæði Kollafjörður 18.6.2018.pdfFylgiskjalKollafj_2018_fylgiskjal_1.pdfFylgiskjalBref_Bjorgun_vidbotaruppl_26042018.pdf
7. Styrkbeiðni vegna Alþjóða geðheilbrigðisdagins 10.oktober 2018201806330
Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10.oktober 2018 óskar Styrktarfélag Alþjóða geðheilbrigðisdagsins eftir styrk frá Bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Styrkurinn yrði skv. erindinu notaður til þess að standa straum af kostnaði við vitundarvakningu um geðheilbrigðismál í tilefni dagsins.
Frestað
Fundi er slitið kl. 09:05 eftir umræður um mál nr. 1, 2, 3 og 4. Öðrum málum er frestað.