28. maí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
- Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
- Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
- Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild
Fundargerð ritaði
Sigurður Snædal Júlíusson
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum201504300
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að skila umsögn um frumvarpið í samræmi við athugasemdir í framlögðu minnisblaði.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um lögræðislög201504286
Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.
Lagt fram.
3. Erindi Draupnis lögmannsþjónustu vegna reiðstígs meðfram Köldukvísl201505163
Erindi um stöðvun umferðar um veg meðfram Köldukvísl í landi Laxness 1 lagt fram.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela lögmanni bæjarins að svara erindinu.
4. Erindi SSH um samráðshóp um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu201505199
Erindi frá SSH um beiðni um tilnefningu fulltrúa frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar í samráðshóp um vatnsvernd og vatnsnýtingu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, verði fulltrúi Vatnsveitu Mosfellsbæjar í samráðshópi um vatnsvernd og vatnsnýtingu á höfuðborgarsvæðinu.
5. Erindi Vinnuafls, ósk um niðurfellingu gatnagerðargjalda201504084
Ósk Vinnuafls um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar við Reykjahvol 11. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanns lögð fram.
Tillaga M-lista Íbúahreyfingarinnar:
Íbúahreyfingin gerir að tillögu sinni að deiliskipulag við Reykjahvol verði tekið til gagngerrar endurskoðunar og húsbyggingar á þessum reit stöðvaðar. Um er að ræða mjög vatnsríkt svæði, bæði mýrlendi og jarðhitasvæði. Vegna náttúrufars hefði verið eðlilegt að leita umsagnar Umhverfisstofnunar en það var ekki gert.Íbúahreyfingin telur það vera ávísun á endalaus kostnaðarsöm málaferli að halda áfram byggingu mannvirkja þarna í vatnsósa mýrinni.
Tillagan er felld með þremur atkvæðum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fallast ekki á erindi Vinnuafls um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar við Reykjahvol 11.6. Gatnagerð og malbikun 2015 - Yfirlagnir, viðgerðir gatna201505224
Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til samningagerðar við lægstbjóðanda eftir niðurstöðu útboðs á yfirlögnum slitlags í Mosfellsbæ sumarið 2015 samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að ganga frá samningi við Malbik og Völtun ehf. um yfirlögn og malbiksviðgerðir á grundvelli tilboðs félagsins og útboðsgagna.
7. Tillaga bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar um samræmingu á gjaldskrám201505158
Erindi SSH vegna tillögu bílastæðasjóðs um hækkun gjalds vegna stöðubrota.
Samþykkt með þremur atkvæðum að óska ekki eftir hækkun gjalda vegna stöðubrota.
8. Útboð á gatnagerð í Vogatungu í Leirvogstungulandi201503574
Lögð fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að leita tilboða í verkið á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að leita tilboða hjá verktökum vegna gatnagerðar í Vogartungu á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
9. Vefarastræti 1-5 ósk um breytingar á skipulagsskilmálum201501589
Skipulagsbreyting við Vefarastræti 1-5 felur í sér fjölgun íbúða og stækkun lóðar. Bæjarráð þarf að taka afstöðu til endurgjalds og gerð samkomulags við umsækjanda vegna þessara breytinga sbr. bókun skipulagsnefndar þann 12.5.2015.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gjald vegna fjölgunar íbúða við Vefarastræti 1-5 með deiliskipulagsbreytingu skuli nema 1 milljón króna á hverja viðbótaríbúð. Jafnframt að lóðarhafi greiði allan kostnað sem til fellur vegna þessara breytinga.