Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

28. maí 2015 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

 • Hafsteinn Pálsson (HP) varaformaður
 • Anna Sigríður Guðnadóttir (ASG) aðalmaður
 • Bjarki Bjarnason (BBj) áheyrnarfulltrúi
 • Sigrún H. Pálsdóttir (SHP) áheyrnarfulltrúi
 • Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) varamaður
 • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
 • Sigurður Snædal Júlíusson þjónustu- og samskiptadeild

Fundargerð ritaði

Sigurður Snædal Júlíusson


Dagskrá fundar

Almenn erindi

 • 1. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um breyt­ingu á húsa­leigu­lög­um201504300

  Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.

  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að skila um­sögn um frum­varp­ið í sam­ræmi við at­huga­semd­ir í fram­lögðu minn­is­blaði.

  • 2. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um lög­ræð­is­lög201504286

   Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs lögð fram.

   Lagt fram.

   • 3. Er­indi Draupn­is lög­manns­þjón­ustu vegna reiðstígs með­fram Köldu­kvísl201505163

    Erindi um stöðvun umferðar um veg meðfram Köldukvísl í landi Laxness 1 lagt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela lög­manni bæj­ar­ins að svara er­ind­inu.

    • 4. Er­indi SSH um sam­ráðs­hóp um vatns­vernd og vatnsnýt­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu201505199

     Erindi frá SSH um beiðni um tilnefningu fulltrúa frá Vatnsveitu Mosfellsbæjar í samráðshóp um vatnsvernd og vatnsnýtingu.

     Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Jó­hanna B. Han­sen, fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs, verði full­trúi Vatns­veitu Mos­fells­bæj­ar í sam­ráðs­hópi um vatns­vernd og vatnsnýt­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

     • 5. Er­indi Vinnu­afls, ósk um nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda201504084

      Ósk Vinnuafls um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna byggingar við Reykjahvol 11. Umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs og lögmanns lögð fram.

      Til­laga M-lista Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar:
      Íbúa­hreyf­ing­in ger­ir að til­lögu sinni að deili­skipu­lag við Reykja­hvol verði tek­ið til gagn­gerr­ar end­ur­skoð­un­ar og hús­bygg­ing­ar á þess­um reit stöðv­að­ar. Um er að ræða mjög vatns­ríkt svæði, bæði mýr­lendi og jarð­hita­svæði. Vegna nátt­úrufars hefði ver­ið eðli­legt að leita um­sagn­ar Um­hverf­is­stofn­un­ar en það var ekki gert.

      Íbúa­hreyf­ing­in tel­ur það vera ávís­un á enda­laus kostn­að­ar­söm mála­ferli að halda áfram bygg­ingu mann­virkja þarna í vatns­ósa mýr­inni.

      Til­lag­an er felld með þrem­ur at­kvæð­um.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fallast ekki á er­indi Vinnu­afls um nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda vegna bygg­ing­ar við Reykja­hvol 11.

      • 6. Gatna­gerð og mal­bik­un 2015 - Yf­ir­lagn­ir, við­gerð­ir gatna201505224

       Lögð er fyrir bæjarráð ósk um heimild til samningagerðar við lægstbjóðanda eftir niðurstöðu útboðs á yfirlögnum slitlags í Mosfellsbæ sumarið 2015 samkvæmt meðfylgjandi minnisblaði.

       Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að ganga frá samn­ingi við Mal­bik og Völt­un ehf. um yf­ir­lögn og mal­biksvið­gerð­ir á grund­velli til­boðs fé­lags­ins og út­boðs­gagna.

       • 7. Til­laga bíla­stæða­sjóðs Reykja­vík­ur­borg­ar um sam­ræm­ingu á gjald­skrám201505158

        Erindi SSH vegna tillögu bílastæðasjóðs um hækkun gjalds vegna stöðubrota.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að óska ekki eft­ir hækk­un gjalda vegna stöðu­brota.

        • 8. Út­boð á gatna­gerð í Voga­tungu í Leir­vogstungulandi201503574

         Lögð fyrir bæjarráð ósk um heimild til þess að leita tilboða í verkið á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.

         Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að leita til­boða hjá verk­tök­um vegna gatna­gerð­ar í Vog­ar­tungu á grund­velli fyr­ir­liggj­andi út­boðs­gagna.

         • 9. Vefara­stræti 1-5 ósk um breyt­ing­ar á skipu­lags­skil­mál­um201501589

          Skipulagsbreyting við Vefarastræti 1-5 felur í sér fjölgun íbúða og stækkun lóðar. Bæjarráð þarf að taka afstöðu til endurgjalds og gerð samkomulags við umsækjanda vegna þessara breytinga sbr. bókun skipulagsnefndar þann 12.5.2015.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gjald vegna fjölg­un­ar íbúða við Vefara­stræti 1-5 með deili­skipu­lags­breyt­ingu skuli nema 1 millj­ón króna á hverja við­bóta­r­í­búð. Jafn­framt að lóð­ar­hafi greiði all­an kostn­að sem til fell­ur vegna þess­ara breyt­inga.

          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl.