11. febrúar 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Gerplustræti 13-23, fyrirspurn um færslu byggingarreita o.fl.201401436
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar leggja fram tillögu um breytingar á deiliskipulagi, þ.e. færslu byggingarreita húsa fjær götu og bílgeymslna nær götu, færslu bílastæða af lóð niður í bílageymslur og breyttar staðsetningar innkeyrslna í bílageymslur. Frestað á 359. fundi, nú lögð fram viðbótargögn.
Umræður um málið, frestað.
2. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum og íbúum á fundi 7. janúar 2014, sbr. ákvörðun nefndarinnar á 355. fundi. Frestað á 358. og 359. fundi.
Umræður um málið, frestað.
3. Mælingar lögreglu á umferðarhraða í Mosfellsbæ 2008-2013.201401020
Lögð fram samantekt (tafla) um mælingar lögreglunnar á umferðarhraða á ýmsum stöðum í bænum á árunum 2008-2013 og minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Frestað á 358. og 359. fundi.
Lagt fram.
4. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir fisflug norðan Hafravatns201401102
Samúel Alexandersson spyrst með tölvupósti 2. janúar 2014 fyrir um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir fisflugsiðkendur á lóð úr landi Þormóðsdals undir hlíðum Hafrafells. Frestað á 358. og 359. fundi.
Skipulagsnefnd felur formanni og embættismönnum að ræða við umsækjanda.
5. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu201311251
Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda og umhverfissviðs, sem skipulagsnefnd óskaði eftir á 355. fundi sínum. Frestað á 358. og 359. fundi.
Jóhannes Eðvarðsson vék af fundi undir umræðu málsins.
Umræður um málið og framkvæmdastjóra umhverfissviðs falið að afla nánari gagna.6. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201305195
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi á lóðum við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 23. desember 2013 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2014. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistökuferlið.
7. Álafossvegur 23, umsókn um byggingarleyfi201401574
Byggingarfulltrúi vísar umsókn um að byggja anddyri á austurhlið Álafossvegar 23 til umsagnar skipulagsnefndar, þar sem erindið felur í sér frávik frá deiliskipulagi. Frestað á 359. fundi.
Jóhannes Eðvarðsson vék af fundi undir umræðu málsins.
Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa að ræða við umsækjendur.8. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu201305136
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt fylgigögnum, dagsett 31. janúar 2014. Frestað á 359. fundi.
Skipulagsnefnd er neikvæð fyrir erindinu.
9. Dalsbú, umsókn um breytingu á deiliskipulagi201402071
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af plús-arkitektum fyrir Dalsbú ehf.
Frestað.