25. mars 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Langitangi 3, umsókn um byggingarleyfi201402290
N1 hf. sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni, jafnframt er sótt um stöðuleyfi á lóðinni fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsótt atriði séu innan ramma deiliskipulags á svæðinu. Frestað á 362. fundi.
Frestað.
2. Ástand gatna í Helgafellshverfi201402312
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.
Það er mat skipulagsnefndar að erindið falli ekki undir verksvið nefndarinnar heldur sé það á verksviði bæjarráðs.
3. Efnissöfnun Ístaks á Tungumelum201402313
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.
Upplýst var á fundinum að sú efnisvinnsla sem er á svæðinu tengist framkvæmdum við Tunguveg.
Nefndin leggur áherslu á að ástandi á lóðunum verði komið í það horf, sem gert er ráð fyrir í deiliskipulagi svæðisins, strax að loknum framkvæmdum við Tunguveg.4. Lögreglusamþykkt fyrir Mosfellsbæ201109233
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.
Skipulagsnefnd felur framkvæmdastjóra umhverfissviðs að afla frekari upplýsinga í tengslum við málið.
5. Hljóðmanir við Leirvogstungu201402314
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.
Upplýst var að frágangi hljóðmana er ekki lokið enda eru breytingar á deiliskipulagi svæðsins enn í afgreiðsluferli.
6. Erindi Elínar Rúnar Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós201304308
Elín Rún Þorsteinsdóttur óskaði í bréfi 15.4.2013 eftir uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð með tilliti til blindra skólabarna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað Eflu dags. 26. febrúar. Frestað á 362. fundi.
Umsögn sendist bæjarráði.
7. Meðferð ofanvatns af húsþökum og lóðum í Helgafellshverfi.201402133
Umræða um tillögur um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í hverfinu og veita því niður í jarðveg á staðnum.
Frestað.
8. Aðalskipulag Hafnarfjarðar til kynningar og umsagnar201311168
Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi sendir 28.2.2014 til kynningar samantekt um umsagnir umsagnaraðila um tillögu að aðalskipulagi og svör Hafnarfjarðarbæjar við þeim. Tillagan er í auglýsingu, með athugasemdafresti til 7.04.2014.
Lagt fram til kynningar.
9. Ósk Veritas lögmanna um umsögn vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1201402294
Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ. Bæjarráð vísaði erindinu til nefndarinnar til umsagnar.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og felur embættismönnum að afla frekari gagna.
10. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu201305136
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt tillöguteikningu, dagsett 10. mars 2014.
Frestað.
11. Seljadalsnáma, mat á umhverfisáhrifum 2014201403446
Skipulagsstofnun óskar 20.3.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Eflu verkfræðistofu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 7. apríl 2014.
Frestað.
12. Uglugata 24-30, fyrirspurn um fjölgun íbúða201401122
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt 21.2.2014 með athugasemdafresti til 24.3.2014. Engin athugasemd hefur borist.
Skipulagsnefnd samþykkir með fjórum atkvæðum deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar.
13. Landnúmer 125620 Þormóðsdal, ósk um byggingu frístundahúss201309155
Umsókn um byggingu frístundahúss í stað eldra húss sem brann, var grenndarkynnt 20.2.2014 með athugasemdafresti til 21.3.2014. Þátttakendur í grenndarkynningunni sem voru tveir auk umsækjanda hafa lýst yfir samþykki sínu.
Skipulagsnefnd vísar erindinu til afgreiðslu byggingafulltrúa.
14. Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040201306129
Lögð fram lokaskýrsla Mannvits um samanburð á samgöngusviðsmyndum, sem svæðisskipulagsnefnd vísaði á 43. fundi sínum til kynningar í fagráði og fagnefndum sveitarfélaganna.
Frestað.
15. Tillaga um hugsanlega lækkun gjalda á óbyggðum sérbýlislóðum í Mosfellsbæ.201403465
Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.
Frestað.