Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

25. mars 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Langi­tangi 3, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201402290

    N1 hf. sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni, jafnframt er sótt um stöðuleyfi á lóðinni fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsótt atriði séu innan ramma deiliskipulags á svæðinu. Frestað á 362. fundi.

    Frestað.

    • 2. Ástand gatna í Helga­fells­hverfi201402312

      Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.

      Það er mat skipu­lags­nefnd­ar að er­ind­ið falli ekki und­ir verksvið nefnd­ar­inn­ar held­ur sé það á verk­sviði bæj­ar­ráðs.

      • 3. Efn­is­söfn­un Ístaks á Tungu­mel­um201402313

        Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.

        Upp­lýst var á fund­in­um að sú efn­is­vinnsla sem er á svæð­inu teng­ist fram­kvæmd­um við Tungu­veg.
        Nefnd­in legg­ur áherslu á að ástandi á lóð­un­um verði kom­ið í það horf, sem gert er ráð fyr­ir í deili­skipu­lagi svæð­is­ins, strax að lokn­um fram­kvæmd­um við Tungu­veg.

        • 4. Lög­reglu­sam­þykkt fyr­ir Mos­fells­bæ201109233

          Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.

          Skipu­lags­nefnd fel­ur fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að afla frek­ari upp­lýs­inga í tengsl­um við mál­ið.

          • 5. Hljóð­man­ir við Leir­vogstungu201402314

            Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið. Frestað á 362. fundi.

            Upp­lýst var að frá­gangi hljóðmana er ekki lok­ið enda eru breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi svæðs­ins enn í af­greiðslu­ferli.

            • 6. Er­indi El­ín­ar Rún­ar Þor­steins­dótt­ur varð­andi gönguljós201304308

              Elín Rún Þorsteinsdóttur óskaði í bréfi 15.4.2013 eftir uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð með tilliti til blindra skólabarna. Bæjarráð vísaði erindinu til umsagnar skipulagsnefndar. Lagt fram minnisblað Eflu dags. 26. febrúar. Frestað á 362. fundi.

              Um­sögn send­ist bæj­ar­ráði.

              • 7. Með­ferð of­an­vatns af hús­þök­um og lóð­um í Helga­fells­hverfi.201402133

                Umræða um tillögur um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í hverfinu og veita því niður í jarðveg á staðnum.

                Frestað.

                • 8. Að­al­skipu­lag Hafn­ar­fjarð­ar til kynn­ing­ar og um­sagn­ar201311168

                  Bjarki Jóhannesson skipulags- og byggingarfulltrúi sendir 28.2.2014 til kynningar samantekt um umsagnir umsagnaraðila um tillögu að aðalskipulagi og svör Hafnarfjarðarbæjar við þeim. Tillagan er í auglýsingu, með athugasemdafresti til 7.04.2014.

                  Lagt fram til kynn­ing­ar.

                  • 9. Ósk Ver­itas lög­manna um um­sögn vegna fyr­ir­hug­aðr­ar stofn­un­ar lög­býl­is í landi Hraðastaða 1201402294

                    Erindi Veritas lögmanna þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar stofnunar lögbýlis í landi Hraðastaða 1 í Mosfellsbæ. Bæjarráð vísaði erindinu til nefndarinnar til umsagnar.

                    Skipu­lags­nefnd frest­ar af­greiðslu máls­ins og fel­ur emb­ætt­is­mönn­um að afla frek­ari gagna.

                    • 10. Er­indi eig­enda sex lóða við Reykja­hvol um skipu­lags­breyt­ingu201305136

                      Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt tillöguteikningu, dagsett 10. mars 2014.

                      Frestað.

                      • 11. Selja­dals­náma, mat á um­hverf­isáhrif­um 2014201403446

                        Skipulagsstofnun óskar 20.3.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Eflu verkfræðistofu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 7. apríl 2014.

                        Frestað.

                        • 12. Uglugata 24-30, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða201401122

                          Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var grenndarkynnt 21.2.2014 með athugasemdafresti til 24.3.2014. Engin athugasemd hefur borist.

                          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um deili­skipu­lags­breyt­ing­una og fel­ur skipu­lags­full­trúa að ann­ast gildis­töku henn­ar.

                          • 13. Land­núm­er 125620 Þor­móðs­dal, ósk um bygg­ingu frí­stunda­húss201309155

                            Umsókn um byggingu frístundahúss í stað eldra húss sem brann, var grenndarkynnt 20.2.2014 með athugasemdafresti til 21.3.2014. Þátttakendur í grenndarkynningunni sem voru tveir auk umsækjanda hafa lýst yfir samþykki sínu.

                            Skipu­lags­nefnd vís­ar er­ind­inu til af­greiðslu bygg­inga­full­trúa.

                            • 14. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

                              Lögð fram lokaskýrsla Mannvits um samanburð á samgöngusviðsmyndum, sem svæðisskipulagsnefnd vísaði á 43. fundi sínum til kynningar í fagráði og fagnefndum sveitarfélaganna.

                              Frestað.

                              • 15. Til­laga um hugs­an­lega lækk­un gjalda á óbyggð­um sér­býl­islóð­um í Mos­fells­bæ.201403465

                                Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um málið.

                                Frestað.

                                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00