Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

1. apríl 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Langi­tangi 3, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201402290

    N1 hf. sækir um leyfi til að reisa ca. 130 cm hátt timburgrindverk ofan á núverandi steinvegg á lóðinni, jafnframt er sótt um stöðuleyfi á lóðinni fyrir þrjá 40 feta lokaða geymslugáma, tvo opna 40 feta opna geymslugáma, tvo opna 20 feta sorpgáma og dekkjarekka. Byggingarfulltrúi óskar eftir áliti skipulagsnefndar á því hvort umsótt atriði séu innan ramma deiliskipulags á svæðinu. Frestað á 364. fundi.

    Um­ræð­ur um mál­ið. Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að boða for­svars­menn N1 á næsta fund nefnd­ar­inn­ar.

    • 2. Er­indi eig­enda sex lóða við Reykja­hvol um skipu­lags­breyt­ingu201305136

      Tekið fyrir að nýju erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt tillöguteikningu, dagsett 10. mars 2014. Framhald umfjöllunar á 364. fundi.

      Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með fjór­um at­kvæð­um að heim­ila um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyt­ingu á deili­skipu­lagi. Jafn­framt er skipu­lags­full­trúa fal­ið að und­ir­búa til­lögu að breyt­ingu á að­al­skipu­lagi. Sam­þykki fyr­ir þess­um breyt­ing­um er háð því að um­sækj­andi greiði þann kostn­að sem hlýst af þeim, þar á með­al færslu reiðstígs.

      • 3. Selja­dals­náma, mat á um­hverf­isáhrif­um 2014201403446

        Skipulagsstofnun óskar 20.3.2014 eftir umsögn Mosfellsbæjar um tillögu Eflu verkfræðistofu að matsáætlun fyrir mat á umhverfisáhrifum áformaðrar efnistöku í Seljadalsnámu til 2015. Frestur er gefinn til 7. apríl 2014. Frestað á 364. fundi.

        Skipu­lags­nefnd tel­ur nauð­syn­legt að í vænt­an­legu um­hverf­is­mati verði fjallað um stuðla­bergs­mynd­an­ir sem koma í ljós við vinnsl­una og hvern­ig frá­gangi verði háttað með til­liti til þeirra.

        • 4. Svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 2015-2040201306129

          Lögð fram lokaskýrsla Mannvits um samanburð á samgöngusviðsmyndum, sem svæðisskipulagsnefnd vísaði á 43. fundi sínum til kynningar í fagráði og fagnefndum sveitarfélaganna. Frestað á 364. fundi. Einnig lagt fram bréf svæðisskipulagsstjóra dags. 24.03.2014 varðandi forkynningu á tillögu að svæðisskipulagi á vinnslustigi skv. 23. gr. skipulagslaga.

          Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir að óska eft­ir kynn­ingu á til­lög­unni á opn­um fundi og fel­ur skipu­lags­full­trúa und­ir­bún­ing hans.

          • 5. Með­ferð of­an­vatns af hús­þök­um og lóð­um í Helga­fells­hverfi.201402133

            Á fundinn kom Gísli Karel Halldórsson frá Verkís og gerði grein fyrir tillögum um ráðstafanir til að hreinsa ofanvatn af lóðum og þökum í hverfinu og veita því niður í jarðveg á staðnum. Frestað á 364. fundi.

            Skipu­lags­nefnd mæl­ir ein­dreg­ið með að þessi að­ferð til hreins­un­ar á of­an­vatni verði við­höfð í Helga­fells­hverfi. Að­ferð­in verði kynnt fyr­ir hand­höf­um þeg­ar seldra lóða og þeir hvatt­ir til að nota hana. Mál­ið verði kynnt fyr­ir um­hverf­is­nefnd.

            • 6. Til­laga um hugs­an­lega lækk­un gjalda á óbyggð­um sér­býl­islóð­um í Mos­fells­bæ.201403465

              Nefndarmaður Jóhannes B Eðvarðsson hefur óskað eftir umræðu í skipulagsnefnd um tillögu sína. Frestað á 364. fundi.

              Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um gegn einu að til­lag­an falli ekki und­ir verksvið nefnd­ar­inn­ar held­ur eigi heima hjá bæj­ar­ráði.
              Jó­hann­es Eð­valds­son ósk­ar eft­ir að eft­ir­far­andi verði bókað:
              Hlut­verk nefnd­ar­inn­ar er með­al ann­ars að gera til­lög­ur til bæj­ar­stjórn­ar um stefnu í skipu­lags­mál­um og því er ég ósam­mála af­greiðslu nefnd­ar­inn­ar.

              • 7. Deili­skipu­lag Varmár­skóla­svæð­is200803137

                Tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 30. september 2013 með athugasemdafresti til 11. nóvember 2013. Ein athugasemd barst, frá umhverfisnefnd Varmárskóla. Lögð fram drög að svörum við athugasemdinni, sbr. bókun 354. fundar (koma á fundargátt á mánudag). Tillagan lögð fram að nýju, breytt í nokkrum atriðum.

                Frestað.

                • 8. Breyt­ing á deili­skipu­lagi Helga­fells­hverf­is201310334

                  Tillaga að breytingum á deiliskipulagi við Gerplu- og Vefarastræti var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 12. febrúar 2014 með athugasemdafresti til 26. mars 2014. Ein athugasemd barst, frá íbúum og eigendum í Gerplustræti 25-27.

                  Frestað.

                  • 9. Fyr­ir­spurn um breyt­ingu á deili­skipu­lagi lóð­ar við Desjarmýri201301425

                    Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Desjarmýri 7 var auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga 27.6.2013 með athugasemdafresti til 8.8.2013. Engin athugasemd barst en afgreiðslu var frestað á 347. fundi. Tillagan lögð fram að nýju ásamt erindi Oddsmýrar ehf. frá 26.3.2014 varðandi nýtingarhlutfall.

                    Frestað.

                    • 10. Fólkvang­ur í Bring­um við Helgu­foss201306072

                      Lögð fram til kynningar drög að skilmálum og afmörkun svæðis vegna stofnunar fólkvangs í Bringum við Helgufoss í Mosfellsdal.

                      Frestað.

                      • 11. Verk­efna­listi Stað­ar­dag­skrár 21 í Mos­fells­bæ fyr­ir árið 2014201401438

                        Lagður fram verkefnalisti Staðardagskrár 21 í Mosfellsbæ fyrir árið 2014 sem umhverfisnefnd vísaði til skipulagsnefndar til kynningar. Verkalistinn var unninn í samráði við framkvæmdastjóra sviða og samþykktur á 149. fundi umhverfisnefndar 13. mars 2014, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.

                        Frestað.

                        • 12. Reykja­hvoll 25 (Efri Hvoll), ósk um óbreytta að­komu201403511

                          Vígmundur Pálmarsson óskar með bréfi innkomnu 27.3.2014 eftir því að aðkoma að húsinu megi vera óbreytt, vestan og norðan frá um land Pálmars Vígmundssonar, en deiliskipulag gerir ráð fyrir að lóðin fái aðkomu um nýja götu sunnan frá.

                          Frestað.

                          • 13. Fram­kvæmd­ir í Æv­in­týragarði201206253

                            Lögð fram skýrsla umhverfisstjóra um stöðu framkvæmda í Ævintýragarði í mars 2014.

                            Skýrsla um­hverf­is­stjóra lögð fram og til­lög­ur að fram­kvæmd­um árs­ins sam­þykkt­ar.

                            • 14. Skýrsla um starf­semi um­hverf­is­sviðs 2013201403118

                              Lögð fram til kynningar ársskýrsla umhverfissviðs fyrir árið 2013.

                              Frestað.

                              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00