3. september 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Fundargerðir til kynningar
1. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 232201308012F
Fundargerð 232. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.
1.1. Vogatunga 13, Umsókn um byggingarleyfi 201308024
Ottó Þorvaldsson Þrastarhöfða 33 Mosfellsbæ sækir um byggingarleyfi fyrir einbýslishús og sambyggðan bílskúr úr steinsteypu á lóðinni nr. 13 við Vogatungu samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð íbúðarrýmis 161,4 m2, bílskúr 53,9 m2, samtals 788,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
1.2. Laxatunga 16, Umsókn um byggingarleyfi 201308162
Bergmundur Elvarsson Jöklafold 2 Reykjavík sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi áðursamþykkts raðhúss að Laxatungu 16 samkvæmt framlögðum gögnum.
Útlit og heildarstærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
2. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 233201308028F
Fundargerð 233. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.
Lagt fram til kynningar.
2.1. Litlikriki 37, Umsókn um byggingarleyfi 201307167
Óskar J Sigurðsson Litlakrika 45 Mosfellsbæ sækir um leyfi til að byggja tveggja hæða einbýlishús úr steinsteypu með aukaíbúð og sambyggðri bílgeymslu á lóðinni nr. 37 við Litlakrika samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærð neðri hæðar 215,8 m2, íbúðarrými efri hæðar 173,0 m2, bílgeymsla 38,4 m2, samtals 1368,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
2.2. Völuteigur 23, byggingarleyfisumsókn vegna uppsetningar stálmasturs og fjarskiptabúnaðar. 201303086
Nova ehf Lágmúla 9 Reykjavík sækir um leyfi til að setja upp fjarskiptamastur og fjarskiptabúnað á lóðinni og í húsinu að Völuteigi 23 samkvæmt framlögðum gögnum.
Fyrir liggur skriflegt samþykki lóðarhafa og húseigenda.
Skipulagsnefnd hefur fjallað um málið og gerir ekki athugasemdir við afgreiðslu þess.
Grenndarkynning hefur farið fram en engar athugasemdir bárust.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
2.3. Þormóðsdalur 125627, byggingarleyfisumsókn vegna tengingar á rafmagni í frístundahús. 2013081656
Margrét H Kristinsdóttir Safamýri 34 Reykjavík sækir um leyfi til að tengja rafmagn fyrir ljós og hita í frístundahús á lóð úr Þormóðsdalslandi landnúmer 125627, samkvæmt framlögðum gögnum.
Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram til kynningar.
Almenn erindi
3. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21.8.2013 þar sem fjallað er um akstursíþróttasvæði á Tungumelum og aðalskipulag 2011-2030. Fram kemur að stofnunin muni staðfesta aðalskipulagið að fengnu samþykki umhverfis og auðlindaráðuneytisins.
Nefndin felur skipulagsfulltrúa að semja verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir gerð deiliskipulags akstursíþróttasvæðis á Tungu-melum og undirbúa að öðru leyti vinnu að deiliskipulagi. Stefnt verði að því að tillaga að deiliskipulagi verði fullgerð fyrir árslok.
4. Tunguvegur, Skeiðholt-Kvíslartunga, umsókn um framkvæmdaleyfi.2013082103
Þorsteinn Sigvaldason sækir f.h. Mosfellsbæjar þann 29. ágúst 2013 um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar "Tunguvegur, Skeiðholt - Kvíslartunga" skv. meðfylgjandi hönnunargögnum frá verkfræðistofunni Hnit, dagsettum 1. júlí 2013. Einnig lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 2006 um matsskyldu framkvæmdarinnar svo og deiliskipulag Tunguvegar frá 2008.
Nefndin leggur til að framkvæmdaleyfið verði veitt og skipulagsfulltrúa falið að gefa það út. Í framkvæmdaleyfið verði m.a. sett skilyrði um að ofanvatn af vegi skuli leitt í drenrásir, svo og um frágang rofvarna við bakka Köldukvíslar.
5. Bjargslundur 2, ósk um breytingu úr einbýlishúsi í parhús201305206
Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 347. fundi, með þeirri breytingu að sett er inn tímabundin kvöð um að núverandi gata megi liggja yfir SA-horn lóðarinnar eins og hún gerir nú, þar til gatnakerfi svæðisins verði komið í endanlegt horf.
Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum.
6. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis200803137
Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um verkefnislýsingu deiliskipulags Varmárskólasvæðis sem kynnt hefur verið skv. 40. gr. skipulagslaga. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 29.8.2013. Í tillögunni eru markaðir byggingarreitir fyrir við- og tengibyggingar milli eldri og yngri deilda og fjallað um leiksvæði á lóð, gönguleiðir, aðkomugötur og bílastæði. Tillagan hefur verið kynnt ungmennaráði, skólaráði og foreldrafélagi Varmárskóla.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar bar upp tillögu um að fresta málinu. Tillagan felld með þremur atkvæðum gegn einu.
Samþykkt með fjórum atkvæðum að deiliskipulagstillagan með áorðnum breytingum verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga samhliða tillögu að breytingum á deiliskipulagi Tunguvegar.
Fulltrúi Íbúahreyfingarinnar situr hjá við afgreiðslu málsins og óskar eftir að bókað verði að hann hefur miklar efasemdir um nauðsyn fyrirhugaðs byggingarreits milli skólabygginga á Varmársvæðinu.7. Tunguvegur, breyting á deiliskipulagi við Skólabraut.2013082104
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi gerð af teiknistofu Arkitekta, dags. 30. ágúst 2013. Breytingar eru til samræmis við deiliskipulag Varmárskólasvæðis og hönnun Tunguvegar og varða legu stíga, tengingu götu að efri deild Varmárskóla og breytingar á mörkum skipulagssvæðis.
Nefndin samþykkir að tillagan verði auglýst skv. 43. gr. skipulagslaga samhliða tillögu að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, sjá næsta mál á undan.
8. Reykjadalur 2, ósk um breytingu á deiliskipulagi.2013082105
Bára Sigurðardóttir óskar f.h. eigenda Reykjadals 2 eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi varðandi lóðina, þannig að á henni verði markaður byggingarreitur skv. meðfylgjandi tillögu teiknistofunnar Klappar.
Nefndin samþykkir að tillagan verði grenndarkynnt fyrir næstu nágrönnum.
9. Samræming á deiliskipulagi "Frá Reykjalundarvegi að Húsadal"2013082018
Finnur Ingi Hermannsson og Guðmundur S. Borgarsson óska með bréfi dags. 23.8.2013 eftir því að deiliskipulagið verði endurskoðað í heild með tilliti til deiliskipulagsbreytinga sem þegar hafa verið samþykktar og hafa falist í stækkun einstakra húsa. Fara þeir fram á að nýtingarhlutfall lóða í deiliskipulaginu verði almennt hækkað.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúum að leggja fram tillögu að breytingum á ákvæðum um hússtærðir í skipulagsskilmálunum og um önnur atriði sem ástæða kann að vera til að endurskoða í ljósi fenginnar reynslu.
10. Ósk ráðuneytis um athugasemdir v/ frumvarps201308159
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar þann 6. ágúst 2013 eftir umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á skipulagslögum, einkum á bótaákvæðum laganna. Lögð fram drög að athugasemdum.
Frestað.
11. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu201305136
Erindi Finns Inga Hermannssonar, Garðars Jónssonar og Sigríðar Johnsen um færslu lóða nr. 20-30 við Reykjahvol um 10 m til austurs tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 344. fundi. Gerð verður grein fyrir athugun á reiðvegamálum á svæðinu.
Frestað.
12. Heiti á götu að lóð leikskóla sunnan Þrastarhöfða.2013082113
Ætlunin var að nefna lóðina nr. 2 við Blikastaðaveg, en í ljós er komið að það heiti er upptekið af Korputorgi í Reykjavík, þannig að finna þarf lóðinni nýtt nafn.
Frestað.