Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

3. september 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Elías Pétursson formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jón Guðmundur Jónsson 1. varamaður
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Fundargerðir til kynningar

  • 1. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 232201308012F

    Fundargerð 232. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar

    Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 1.1. Voga­tunga 13, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201308024

      Ottó Þor­valds­son Þrast­ar­höfða 33 Mos­fells­bæ sæk­ir um bygg­ing­ar­leyfi fyr­ir ein­býslis­hús og sam­byggð­an bíl­skúr úr stein­steypu á lóð­inni nr. 13 við Voga­tungu sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Stærð íbúð­ar­rým­is 161,4 m2, bíl­skúr 53,9 m2, sam­tals 788,7 m3.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 1.2. Laxa­tunga 16, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201308162

      Berg­mund­ur Elvars­son Jökla­fold 2 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að breyta innra skipu­lagi áð­ur­sam­þykkts rað­húss að Laxa­tungu 16 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
      Út­lit og heild­ar­stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

      Niðurstaða þessa fundar:

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

    • 2. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 233201308028F

      Fundargerð 233. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram.

      Lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 2.1. Litlikriki 37, Um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201307167

        Ósk­ar J Sig­urðs­son Litlakrika 45 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi til að byggja tveggja hæða ein­býl­is­hús úr stein­steypu með auka­í­búð og sam­byggðri bíl­geymslu á lóð­inni nr. 37 við Litlakrika sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
        Stærð neðri hæð­ar 215,8 m2, íbúð­ar­rými efri hæð­ar 173,0 m2, bíl­geymsla 38,4 m2, sam­tals 1368,6 m3.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 2.2. Völu­teig­ur 23, bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn vegna upp­setn­ing­ar stálmast­urs og fjar­skipta­bún­að­ar. 201303086

        Nova ehf Lág­múla 9 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að setja upp fjar­skipta­m­ast­ur og fjar­skipta­bún­að á lóð­inni og í hús­inu að Völu­teigi 23 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
        Fyr­ir ligg­ur skrif­legt sam­þykki lóð­ar­hafa og hús­eig­enda.
        Skipu­lags­nefnd hef­ur fjallað um mál­ið og ger­ir ekki at­huga­semd­ir við af­greiðslu þess.
        Grennd­arkynn­ing hef­ur far­ið fram en eng­ar at­huga­semd­ir bár­ust.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar.

      • 2.3. Þor­móðs­dal­ur 125627, bygg­ing­ar­leyf­is­um­sókn vegna teng­ing­ar á raf­magni í frí­stunda­hús. 2013081656

        Mar­grét H Krist­ins­dótt­ir Safa­mýri 34 Reykja­vík sæk­ir um leyfi til að tengja raf­magn fyr­ir ljós og hita í frí­stunda­hús á lóð úr Þor­móðs­dalslandi land­núm­er 125627, sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.

        Niðurstaða þessa fundar:

        Lagt fram til kynn­ing­ar.

      Almenn erindi

      • 3. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

        Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 21.8.2013 þar sem fjallað er um akstursíþróttasvæði á Tungumelum og aðalskipulag 2011-2030. Fram kemur að stofnunin muni staðfesta aðalskipulagið að fengnu samþykki umhverfis og auðlindaráðuneytisins.

        Nefnd­in fel­ur skipu­lags­full­trúa að semja verk­efn­is­lýs­ingu skv. 40. gr. skipu­lagslaga fyr­ir gerð deili­skipu­lags akst­ursí­þrótta­svæð­is á Tungu-mel­um og und­ir­búa að öðru leyti vinnu að deili­skipu­lagi. Stefnt verði að því að til­laga að deili­skipu­lagi verði full­gerð fyr­ir árslok.

        • 4. Tungu­veg­ur, Skeið­holt-Kvísl­artunga, um­sókn um fram­kvæmda­leyfi.2013082103

          Þorsteinn Sigvaldason sækir f.h. Mosfellsbæjar þann 29. ágúst 2013 um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdarinnar "Tunguvegur, Skeiðholt - Kvíslartunga" skv. meðfylgjandi hönnunargögnum frá verkfræðistofunni Hnit, dagsettum 1. júlí 2013. Einnig lögð fram niðurstaða Skipulagsstofnunar frá 2006 um matsskyldu framkvæmdarinnar svo og deiliskipulag Tunguvegar frá 2008.

          Nefnd­in legg­ur til að fram­kvæmda­leyf­ið verði veitt og skipu­lags­full­trúa fal­ið að gefa það út. Í fram­kvæmda­leyf­ið verði m.a. sett skil­yrði um að of­an­vatn af vegi skuli leitt í dren­rás­ir, svo og um frá­g­ang rof­varna við bakka Köldu­kvísl­ar.

          • 5. Bjarg­slund­ur 2, ósk um breyt­ingu úr ein­býl­is­húsi í par­hús201305206

            Lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi, sbr. bókun á 347. fundi, með þeirri breytingu að sett er inn tímabundin kvöð um að núverandi gata megi liggja yfir SA-horn lóðarinnar eins og hún gerir nú, þar til gatnakerfi svæðisins verði komið í endanlegt horf.

            Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði grennd­arkynnt fyr­ir næstu ná­grönn­um.

            • 6. Deili­skipu­lag Varmár­skóla­svæð­is200803137

              Lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar um verkefnislýsingu deiliskipulags Varmárskólasvæðis sem kynnt hefur verið skv. 40. gr. skipulagslaga. Einnig lögð fram tillaga að deiliskipulagi Varmárskólasvæðis, unnin af Landslagi ehf., dagsett. 29.8.2013. Í tillögunni eru markaðir byggingarreitir fyrir við- og tengibyggingar milli eldri og yngri deilda og fjallað um leiksvæði á lóð, gönguleiðir, aðkomugötur og bílastæði. Tillagan hefur verið kynnt ungmennaráði, skólaráði og foreldrafélagi Varmárskóla.

              Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar bar upp til­lögu um að fresta mál­inu. Til­lag­an felld með þrem­ur at­kvæð­um gegn einu.
              Sam­þykkt með fjór­um at­kvæð­um að deili­skipu­lagstil­lag­an með áorðn­um breyt­ing­um verði aug­lýst skv. 41. gr. skipu­lagslaga sam­hliða til­lögu að breyt­ing­um á deili­skipu­lagi Tungu­veg­ar.
              Full­trúi Íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins og ósk­ar eft­ir að bókað verði að hann hef­ur mikl­ar efa­semd­ir um nauð­syn fyr­ir­hug­aðs bygg­ing­ar­reits milli skóla­bygg­inga á Varmár­svæð­inu.

              • 7. Tungu­veg­ur, breyt­ing á deili­skipu­lagi við Skóla­braut.2013082104

                Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi gerð af teiknistofu Arkitekta, dags. 30. ágúst 2013. Breytingar eru til samræmis við deiliskipulag Varmárskólasvæðis og hönnun Tunguvegar og varða legu stíga, tengingu götu að efri deild Varmárskóla og breytingar á mörkum skipulagssvæðis.

                Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði aug­lýst skv. 43. gr. skipu­lagslaga sam­hliða til­lögu að deili­skipu­lagi Varmár­skóla­svæð­is, sjá næsta mál á und­an.

                • 8. Reykja­dal­ur 2, ósk um breyt­ingu á deili­skipu­lagi.2013082105

                  Bára Sigurðardóttir óskar f.h. eigenda Reykjadals 2 eftir að gerð verði breyting á deiliskipulagi varðandi lóðina, þannig að á henni verði markaður byggingarreitur skv. meðfylgjandi tillögu teiknistofunnar Klappar.

                  Nefnd­in sam­þykk­ir að til­lag­an verði grennd­arkynnt fyr­ir næstu ná­grönn­um.

                  • 9. Sam­ræm­ing á deili­skipu­lagi "Frá Reykjalund­ar­vegi að Húsa­dal"2013082018

                    Finnur Ingi Hermannsson og Guðmundur S. Borgarsson óska með bréfi dags. 23.8.2013 eftir því að deiliskipulagið verði endurskoðað í heild með tilliti til deiliskipulagsbreytinga sem þegar hafa verið samþykktar og hafa falist í stækkun einstakra húsa. Fara þeir fram á að nýtingarhlutfall lóða í deiliskipulaginu verði almennt hækkað.

                    Nefnd­in fel­ur skipu­lags- og bygg­ing­ar­full­trú­um að leggja fram til­lögu að breyt­ing­um á ákvæð­um um hús­stærð­ir í skipu­lags­skil­mál­un­um og um önn­ur at­riði sem ástæða kann að vera til að end­ur­skoða í ljósi feng­inn­ar reynslu.

                    • 10. Ósk ráðu­neyt­is um at­huga­semd­ir v/ frum­varps201308159

                      Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar þann 6. ágúst 2013 eftir umsögn um drög að frumvarpi til breytinga á skipulagslögum, einkum á bótaákvæðum laganna. Lögð fram drög að athugasemdum.

                      Frestað.

                      • 11. Er­indi eig­enda sex lóða við Reykja­hvol um skipu­lags­breyt­ingu201305136

                        Erindi Finns Inga Hermannssonar, Garðars Jónssonar og Sigríðar Johnsen um færslu lóða nr. 20-30 við Reykjahvol um 10 m til austurs tekið fyrir að nýju, sbr. bókun á 344. fundi. Gerð verður grein fyrir athugun á reiðvegamálum á svæðinu.

                        Frestað.

                        • 12. Heiti á götu að lóð leik­skóla sunn­an Þrast­ar­höfða.2013082113

                          Ætlunin var að nefna lóðina nr. 2 við Blikastaðaveg, en í ljós er komið að það heiti er upptekið af Korputorgi í Reykjavík, þannig að finna þarf lóðinni nýtt nafn.

                          Frestað.

                          Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00