Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

4. febrúar 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
  • Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
  • Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
  • Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
  • Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
  • Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
  • Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi

Fundargerð ritaði

Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. 1. - 3. áfangi Helga­fells­hverf­is, til­lög­ur Hamla 1 ehf. um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201312044

    Þessu máli hefur verið skipt upp í fjögur framhaldsmál, sem eru til umfjöllunar hér næst á eftir. Upphaflega málið er haft með hér í dagskránni svo að nefndarmenn geti flett upp eldri fylgiskjölum með því á fundargáttinni.

    Lagt fram.

    • 2. Helga­fells­hverfi, 2. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi v. Efsta­land201401638

      Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.

      Nefnd­in sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um að aug­lýsa til­lög­una í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga með þeirri breyt­ingu að bætt verði inn ákvæð­um um nýt­ing­ar­hlut­fall og færslu á göngustíg. Um­sækj­end­ur greiði all­an kostn­að sem leið­ir af breyt­ing­un­um.
      Full­trúi íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.

      • 3. Helga­fells­hverfi 3. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi við Uglu­götu201401639

        Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.

        Nefnd­in sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um að aug­lýsa til­lög­una í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga með þeirri breyt­ingu að bætt verði inn ákvæð­um um nýt­ing­ar­hlut­fall. Um­sækj­end­ur greiði all­an kostn­að sem leið­ir af breyt­ing­un­um.
        Full­trúi íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.

        • 4. Helga­fells­hverfi 3. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi við Sölku­götu201401640

          Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.

          Nefnd­in sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um að aug­lýsa til­lög­una í sam­ræmi við 1. mgr. 43. gr. skipu­lagslaga með þeirri breyt­ingu að bætt verði inn ákvæð­um um nýt­ing­ar­hlut­fall auk ann­arra at­riða sem rædd voru á fund­in­um. Um­sækj­end­ur greiði all­an kostn­að sem leið­ir af breyt­ing­un­um.
          Full­trúi íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.

          • 5. Helga­fells­hverfi 1. áfangi - breyt­ing á deili­skipu­lagi við Vefara­stræti201401642

            Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.

            Um­ræð­ur um mál­ið, af­greiðslu frestað.

            • 6. Uglugata 24-30, fyr­ir­spurn um fjölg­un íbúða201401122

              Gerð grein fyrir viðræðum við umsækjanda, og lögð fram endurskoðuð tillaga hans þar sem gert er ráð fyrir byggingu bílskúra.

              Skipu­lags­nefnd sam­þykk­ir með 4 at­kvæð­um að heim­ila um­sækj­anda að leggja fram til­lögu að breyttu deili­skipu­lagi til grennd­arkynn­ing­ar.
              Full­trúi íbúa­hreyf­ing­ar­inn­ar sit­ur hjá við af­greiðslu máls­ins.

              • 7. Gerplustræti 13-23, fyr­ir­spurn um færslu bygg­ing­ar­reita o.fl.201401436

                H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar spyrjast fyrir um það hvort fallist yrði á að færa byggingarreiti húsanna fjær götu, færa bílastæði af lóð niður í bílageymslu og breyta innkeyrslum í bílageymslur skv. meðf. teikningum. Frestað á 358. fundi, nú lagður fram nýr tillöguuppdráttur.

                Um­ræð­ur um mál­ið og af­greiðslu frestað.

                • 8. Leir­vogstunga, breyt­ing á deili­skipu­lagi - stækk­un til aust­urs201311089

                  Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum og íbúum á fundi 7. janúar 2014, sbr. ákvörðun nefndarinnar á 355. fundi. Frestað á 358. fundi.

                  Frestað.

                  • 9. Mæl­ing­ar lög­reglu á um­ferð­ar­hraða í Mos­fells­bæ 2008-2013.201401020

                    Lögð fram samantekt (tafla) um mælingar lögreglunnar á umferðarhraða á ýmsum stöðum í bænum á árunum 2008-2013 og minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Frestað á 358. fundi.

                    Frestað.

                    • 10. Fyr­ir­spurn um að­stöðu fyr­ir fis­flug norð­an Hafra­vatns201401102

                      Samúel Alexandersson spyrst með tölvupósti 2. janúar 2014 fyrir um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir fisflugsiðkendur á lóð úr landi Þormóðsdals undir hlíðum Hafrafells. Frestað á 358. fundi.

                      Frestað.

                      • 11. Er­indi íbúa um að Ála­foss­vegi verði breytt í botn­langa­götu201311251

                        Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda og umhverfissviðs, sem skipulagsnefnd óskaði eftir á 355. fundi sínum. Frestað á 358. fundi.

                        Frestað.

                        • 12. Leir­vogstunga, fyr­ir­spurn um breyt­ing­ar á deili­skipu­lagi201305195

                          Tillaga að breytingum á deiliskipulagi á lóðum við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 23. desember 2013 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2014. Enn hefur engin athugasemd borist.

                          Frestað.

                          • 13. Ála­foss­veg­ur 23, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi201401574

                            Byggingarfulltrúi vísar umsókn um að byggja anddyri á austurhlið Álafossvegar 23 til umsagnar skipulagsnefndar, þar sem erindið felur í sér frávik frá deiliskipulagi.

                            Frestað.

                            • 14. Er­indi eig­enda sex lóða við Reykja­hvol um skipu­lags­breyt­ingu201305136

                              Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt fylgigögnum, dagsett 31. janúar 2014.

                              Frestað.

                              Fundargerðir til kynningar

                              • 15. Af­greiðslufund­ur bygg­ing­ar­full­trúa - 240201401024F

                                Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.

                                Fund­ar­gerð­in lögð fram á 359. fundi skipu­lags­nefnd­ar.

                                • 15.1. Ála­foss­veg­ur 23, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201401574

                                  Hús­fé­lag­ið Ála­foss­vegi 23 sæk­ir um leyfi til að byggja and­dyri úr timbri og stein­steypu við aust­ur­hlið húss­ins nr. 23 við Ála­fossveg sam­kvæmt fram­lögð­um upp­drátt­um.
                                  Stærð við­bygg­ing­ar 22.7 m2, 65,7 m3.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram.

                                • 15.2. Kvísl­artunga 52, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201401257

                                  Stál­bind­ing­ar Dreka­völl­um 26 Hafnar­firði sækja um leyfi til að byggja úr stein­steypu einn­ar hæð­ar ein­býl­is­hús með sam­bygð­um bíl­skúr á lóð­inni nr. 52 við Kvísl­artungu sam­kvæmt fram­lögð­um upp­drátt­um.
                                  Stærð: Íbúð­ar­hluti 185,9 m2, bíl­skúr 39,1 m2
                                  sam­tals 770,6 m3.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram.

                                • 15.3. Litlikriki 76, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201401469

                                  Bygg­ing­ar­fé­lag­ið Bakki Þver­holti 2 Mos­fells­bæ sæk­ir um leyfi fyr­ir út­lits og fyr­ir­komu­lags­breyt­ing­um á og við hús­ið nr. 76 við Litlakrika 76 sam­kvæmt fram­lögð­um gögn­um.
                                  Stærð­ir húss­ins breyt­ast ekki.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram.

                                • 15.4. Laxa­tunga 70, um­sókn um bygg­ing­ar­leyfi 201401622

                                  Lára Gunn­ars­dótt­ir fh. Mos­fells­bæj­ar sæk­ir um leyfi til að flytja / reisa tvær fær­an­leg­ar kennslu­stof­ur og tengi­bygg­ing­ar úr timbri á lóð­inni nr. 70 við Laxa­tungu sunn­an við nú­ver­andi mann­virki.
                                  Stærð tengi­bygg­ing­ar mhl. 08, 40,2 m2, 126,2 m3, tengi­bygg­ing mhl. 10, 27,3 m2, 83,0 m3,
                                  kennslu­stofa mhl. 09, 81,0 m2, 292,8 m3,
                                  kennslu­stofa mhl. 11, 81,0 m2, 292,8 m3.

                                  Niðurstaða þessa fundar:

                                  Lagt fram.

                                Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00