4. febrúar 2014 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Hilmar Stefánsson (HS) aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) aðalmaður
- Hanna Bjartmars Arnardóttir áheyrnarfulltrúi
- Jóhanna Björg Hansen framkvæmdastjóri umhverfissviðs
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. 1. - 3. áfangi Helgafellshverfis, tillögur Hamla 1 ehf. um breytingar á deiliskipulagi201312044
Þessu máli hefur verið skipt upp í fjögur framhaldsmál, sem eru til umfjöllunar hér næst á eftir. Upphaflega málið er haft með hér í dagskránni svo að nefndarmenn geti flett upp eldri fylgiskjölum með því á fundargáttinni.
Lagt fram.
2. Helgafellshverfi, 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi v. Efstaland201401638
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeirri breytingu að bætt verði inn ákvæðum um nýtingarhlutfall og færslu á göngustíg. Umsækjendur greiði allan kostnað sem leiðir af breytingunum.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar situr hjá við afgreiðslu málsins.3. Helgafellshverfi 3. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Uglugötu201401639
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeirri breytingu að bætt verði inn ákvæðum um nýtingarhlutfall. Umsækjendur greiði allan kostnað sem leiðir af breytingunum.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar situr hjá við afgreiðslu málsins.4. Helgafellshverfi 3. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Sölkugötu201401640
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Nefndin samþykkir með 4 atkvæðum að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga með þeirri breytingu að bætt verði inn ákvæðum um nýtingarhlutfall auk annarra atriða sem rædd voru á fundinum. Umsækjendur greiði allan kostnað sem leiðir af breytingunum.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar situr hjá við afgreiðslu málsins.5. Helgafellshverfi 1. áfangi - breyting á deiliskipulagi við Vefarastræti201401642
Lögð fram tillaga að breytingum á deiliskipulagi, unnin af kurtogpí arkitektum fyrir Hömlur 1 ehf.
Umræður um málið, afgreiðslu frestað.
6. Uglugata 24-30, fyrirspurn um fjölgun íbúða201401122
Gerð grein fyrir viðræðum við umsækjanda, og lögð fram endurskoðuð tillaga hans þar sem gert er ráð fyrir byggingu bílskúra.
Skipulagsnefnd samþykkir með 4 atkvæðum að heimila umsækjanda að leggja fram tillögu að breyttu deiliskipulagi til grenndarkynningar.
Fulltrúi íbúahreyfingarinnar situr hjá við afgreiðslu málsins.7. Gerplustræti 13-23, fyrirspurn um færslu byggingarreita o.fl.201401436
H3 arkitektar f.h. Byggingarfélagsins Jarðar spyrjast fyrir um það hvort fallist yrði á að færa byggingarreiti húsanna fjær götu, færa bílastæði af lóð niður í bílageymslu og breyta innkeyrslum í bílageymslur skv. meðf. teikningum. Frestað á 358. fundi, nú lagður fram nýr tillöguuppdráttur.
Umræður um málið og afgreiðslu frestað.
8. Leirvogstunga, breyting á deiliskipulagi - stækkun til austurs201311089
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi var kynnt fyrir lóðarhöfum og íbúum á fundi 7. janúar 2014, sbr. ákvörðun nefndarinnar á 355. fundi. Frestað á 358. fundi.
Frestað.
9. Mælingar lögreglu á umferðarhraða í Mosfellsbæ 2008-2013.201401020
Lögð fram samantekt (tafla) um mælingar lögreglunnar á umferðarhraða á ýmsum stöðum í bænum á árunum 2008-2013 og minnisblað framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Frestað á 358. fundi.
Frestað.
10. Fyrirspurn um aðstöðu fyrir fisflug norðan Hafravatns201401102
Samúel Alexandersson spyrst með tölvupósti 2. janúar 2014 fyrir um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir fisflugsiðkendur á lóð úr landi Þormóðsdals undir hlíðum Hafrafells. Frestað á 358. fundi.
Frestað.
11. Erindi íbúa um að Álafossvegi verði breytt í botnlangagötu201311251
Lagðar fram umsagnir skipulagshöfunda og umhverfissviðs, sem skipulagsnefnd óskaði eftir á 355. fundi sínum. Frestað á 358. fundi.
Frestað.
12. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201305195
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi á lóðum við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 23. desember 2013 með athugasemdafresti til 3. febrúar 2014. Enn hefur engin athugasemd borist.
Frestað.
13. Álafossvegur 23, umsókn um byggingarleyfi201401574
Byggingarfulltrúi vísar umsókn um að byggja anddyri á austurhlið Álafossvegar 23 til umsagnar skipulagsnefndar, þar sem erindið felur í sér frávik frá deiliskipulagi.
Frestað.
14. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu201305136
Lagt fram nýtt erindi Finns Inga Hermannssonar um færslu lóða nr. 20-30 til austurs ásamt fylgigögnum, dagsett 31. janúar 2014.
Frestað.
Fundargerðir til kynningar
15. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 240201401024F
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar.
Fundargerðin lögð fram á 359. fundi skipulagsnefndar.
15.1. Álafossvegur 23, umsókn um byggingarleyfi 201401574
Húsfélagið Álafossvegi 23 sækir um leyfi til að byggja anddyri úr timbri og steinsteypu við austurhlið hússins nr. 23 við Álafossveg samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Stærð viðbyggingar 22.7 m2, 65,7 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.2. Kvíslartunga 52, umsókn um byggingarleyfi 201401257
Stálbindingar Drekavöllum 26 Hafnarfirði sækja um leyfi til að byggja úr steinsteypu einnar hæðar einbýlishús með sambygðum bílskúr á lóðinni nr. 52 við Kvíslartungu samkvæmt framlögðum uppdráttum.
Stærð: Íbúðarhluti 185,9 m2, bílskúr 39,1 m2
samtals 770,6 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.3. Litlikriki 76, umsókn um byggingarleyfi 201401469
Byggingarfélagið Bakki Þverholti 2 Mosfellsbæ sækir um leyfi fyrir útlits og fyrirkomulagsbreytingum á og við húsið nr. 76 við Litlakrika 76 samkvæmt framlögðum gögnum.
Stærðir hússins breytast ekki.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.
15.4. Laxatunga 70, umsókn um byggingarleyfi 201401622
Lára Gunnarsdóttir fh. Mosfellsbæjar sækir um leyfi til að flytja / reisa tvær færanlegar kennslustofur og tengibyggingar úr timbri á lóðinni nr. 70 við Laxatungu sunnan við núverandi mannvirki.
Stærð tengibyggingar mhl. 08, 40,2 m2, 126,2 m3, tengibygging mhl. 10, 27,3 m2, 83,0 m3,
kennslustofa mhl. 09, 81,0 m2, 292,8 m3,
kennslustofa mhl. 11, 81,0 m2, 292,8 m3.Niðurstaða þessa fundar:
Lagt fram.