4. júní 2013 kl. 07:00,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Elías Pétursson formaður
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) varaformaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) aðalmaður
- Erlendur Örn Fjeldsted aðalmaður
- Jóhannes Bjarni Eðvarðsson (JBE) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Guðmundsson 1. varamaður
- Ásbjörn Þorvarðsson byggingarfulltrúi
- Finnur Birgisson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði
Ásbjörn Þorvarðarson byggingafulltrúi.
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi eigenda sex lóða við Reykjahvol um skipulagsbreytingu201305136
Finnur Ingi Hermannsson, Garðar Jónsson og Sigríður Johnsen óska með bréfi dags. 13.5.2013 eftir heimild til að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi þannig að lóðir nr. 20-30 við Reykjahvol færist um 10 m til austurs.
Afgreiðslu frestað þar til fyrir liggja nánari upplýsingar um reiðvegamál á svæðinu.
2. Fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi lóðar við Desjarmýri201301425
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Desjarmýri 7, dags. 23.5.2013, unnin af Umhverfissviði, samanber bókun á 339. fundi.
Nefndin samþykkir tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.
3. Leirvogstunga, fyrirspurn um breytingar á deiliskipulagi201305195
Þröstur Bjarnason f.h. LT lóða ehf/Miðengis ehf spyrst með bréfi dags. 22.5.2013 fyrir um mögulega breytingu á deiliskipulagi á lóðum í eigu félagsins við Voga-, Laxa- og Leirvogstungu þannig að tveggja hæða raðhús breytist í einnar hæðar, og einbýlishús með aukaíbúð breytist í tvíbýlishús. Lögð fram umsögn skipulagshöfundar.
Umræður um málið og afgreiðslu frestað.
4. Reykjamelur 7, fyrirspurn um breytingu á húsgerð201305201
Eggert Guðmundsson spyrst þann 23.5.2013 fyrir um afstöðu nefndarinnar til þess að breyta deiliskipulagi lóðarinnar þannig að gert verði ráð fyrir einnar hæðar parhúsi í stað einbýlishúss sbr. meðfylgjandi tillöguteikningu.
Skipulagsnefnd synjar erindinu þar sem hún telur að lóðin beri ekki tvíbýlishús.
5. Spóahöfði 17, fyrirspurn um byggingarleyfi201301426
Bæjarstjórn samþykkti 3.4.2013 að vísa afgreiðslu 336. fundar á málinu aftur til nefndarinnar til frekari skoðunar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa.
Frestað.
6. Deiliskipulag Varmárskólasvæðis200803137
Lögð fram tillaga að verkefnislýsingu skv. 40. gr. skipulagslaga fyrir deiliskipulag Varmárskólasvæðis, sbr. bókun á 342. fundi.
Nefndin samþykkir verkefnislýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna hana eins og skipulagslög gera ráð fyrir.
7. Lóð til bráðabirgða fyrir skóla sunnan Þrastarhöfða201304053
Tillaga að deiliskipulagi skólalóðar til bráðabirgða vestan Baugshlíðar næst sunnan Þrastarhöfða var auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga 19. apríl 2013 með athugasemdafresti til 31. maí 2013. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku þess. Samþykktin er með fyrirvara um að ekki berist athugasemdir sem sendar hafa verið af stað innan athugasemdafrests.
8. Breyting á deiliskipulagi við Klapparhlíð201304229
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Klapparhlíðar var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 19. apríl 2013 með athugasemdafresti til 31. maí 2013. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytinguna og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku hennar. Samþykktin er með fyrirvara um að ekki berist athugasemdir sem sendar hafa verið af stað innan athugasemdafrests.
9. Deiliskipulag Hulduhlíðar, Hjallahlíðar og Lágafellsskóla, breytingar 2013201304230
Tillaga að breytingum á deiliskipulagi Hulduhlíðar, Hjallahlíðar og lóðar Lágafellsskóla, var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga 19. apríl 2013 með athugasemdafresti til 31. maí 2013. Engin athugasemd barst.
Nefndin samþykkir deiliskipulagsbreytingarnar og felur skipulagsfulltrúa að annast gildistöku þeirra. Samþykktin er með fyrirvara um að ekki berist athugasemdir sem sendar hafa verið af stað innan athugasemdafrests.