7. mars 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um gatnagerðargjald201303023
Alþingi óskar umsagnar um breytingu á lögum um gatnagerðargjald, um er að ræða að framlengja til ársloka 2015 heimild til töku svokallaðs B gatnagerðargjalds sem Mosfellsbær hefur ekki nýtt sér eftir setningu nýgildandi laga.
Bæjarráð hefur ekki athugasemdir við frumvarpið. Erindið lagt fram.
2. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um útlendinga201303030
Alþingi óskar umsagnar um frumvarp til laga um útlendinga
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
3. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um refaveiðar201302088
Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um breytta framtíðarskipan refaveiða á Íslandi, 84. mál. Lögð fram umsögn umhverfissviðs vegna málsins.
Erindið lagt fram.
4. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna Magamál201303038
Sótt er um rekstrarleyfi fyrir Magamál, nýjan veitingastaður í Þverholti 2
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð gerir ekki fyrir sitt leyti athugasemd við útgáfu rekstrarleyfis hvað varðar opnunartíma eða önnur atriði eins og þau eru tilgreind í fyrirliggjandi umsókn, en vísar að öðru leyti til umsagnar byggingarfulltrúa Mosfellsbæjar hvað varðar atriði eins og byggingar- og skipulagsskilmála, lokaúttekt og fleiri þætti sem þar kunna að koma fram.
5. Afskriftir viðskiptakrafna201302290
Fjármálastjóri kynnir tillögur að afskrift viðskiptakrafna hjá aðalsjóði og vatnsveitu Mosfellsbæjar.
Á fundinnn undir þessum dagskrárlið er mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri Mosfellsbæjar.
Fjármálastjóri fór yfir og útskýrði þær tillögur sem fyrir liggja um afskriftir en um er að ræða kröfur frá árunum 2008 til 2010 að upphæð rúmlega 5 millj. króna.
Samþykkt með tveimur atkvæðum að heimila fjármálastjóra afskriftir krafna í samræmi við það yfirlit sem hann kynnti á fundinum.
Jónas Sigurðsson bæjarráðsmaður vék af fundi undir umræðum um þennan dagskrárlið.
Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Afskriftir sveitarfélagsins á skuldum lögaðila og einstaklinga með rekstur fellur undir upplýsingar er varða almannahagsmuni sem sveitarfélaginu er skylt að upplýsa íbúa um og leggur Íbúahreyfingin til að það verði gert án undanbragða.
Jón Jósef Bjarnason.Tillaga áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar borin upp og felld með tveimur atkvæðum.
Bókun bæjarráðsmanna D- og V- lista.
Með vísan til álits lögmanna bæjarins þar sem kemur skýrt fram að birting gagna sem þessara er með öllu óheimil þá er ekki hægt að samþykkja tillögu fulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Bókun bæjarstjóra vegna minnisblaðs fjármálastjóra um afskriftir viðskiptakrafna.Í minnisblaði fjármálastjóra vegna þessa máls segir orðrétt:
"Til þess að efnahagur ársreiknings sé réttur fer fjármáladeild reglulega yfir óinnheimtar kröfur í bókhaldi bæjarins og kannar hvort og þá hversu innheimtanlegar þær eru. Mat fjármálastjóra á því hvort krafa sé innheimtanleg byggir á mati innheimtulögmanns bæjarins, skráningu í vanskilaskrá Creditinfo, fjárhæð kröfu og stöðu viðskiptareiknings viðkomandi."
Það sem fjármálastjóri leggur til varðandi afskrifir viðskiptakrafna nú er í samræmi við ofangreinda tilvitnun og annað sem nefnt er í téðu minnisblaði. Um er að ræða tillögu að afskriftum að upphæð rúmlega 7 mkr. þar af eru rúmlega 5 mkr. afskriftir lögaðila vegna gjaldþrots. Þess má geta að viðskiptakröfur bæjarfélagsins á þessu afskriftartímabili eru um 2.000 mkr.
Bæjarfulltrúi íbúahreyfingarinnar hefur tjáð sig nýlega opinberlega um þessa eðlilegu ósk fjármálastjóra. Þar er látið að því liggja að hér sé um óeðlilegan gjörning að ræða sem má skilja á þann veg að bæjarstjóri sé að hygla vinum sínum eða félögum með þessum afskriftum. Hér er um mjög svo ósmekklegan málflutning að ræða, svo ósmekklegan að fjármálastjóri sá ástæðu til þess að vekja á þessu athygli við bæjarstjóra og að með málflutningi sem þessum væri vegið að starfsheiðri hans sem embættismanns og fjármálastjóra. Bæjarstjóri vill sem yfirmaður starfsliðs bæjarins, bera fram þá eindregnu ósk til bæjarfulltrúans að hann hagi málflutningi sínum með heiðarlegri og málefnalegri hætti. Kjörnir fulltrúar hafa ábyrgð og skyldur gagnvart starfsmönnum bæjarins og það er engum sæmandi að leggja mál fram með þessum hætti. Þar með er verið að draga einstaka embættismenn inn í umræðuna og gera störf þeirra tortryggileg í pólitískum tilgangi sem er til þess fallinn að slá ryki í augu almennings.
Bókun áhreyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar.
Bæjarstjóri kýs að draga fjármálastjóra inn í málið, en þetta er pólitískt mál sem snýst um að upplýsa íbúa sveitarfélagsins um afskriftir eins og þeim ber að gera, ákvörðun um að leyna upplýsingunum er ekki á valdi fjármálastjóra.6. Erindi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins varðandi eigendastefnu fyrir Sorpu bs. og Strætó bs.201211191
Bæjarráð óskaði á 1100. fundi sínum eftur umsögn um drög að eigendastefnu SORPU bs. og Strætó bs. sem send var frá SSH. Umsögn um drög að eigendastefnu frá framkvæmdastjórum umhverfis- og stjórnsýslusviðs fylgir erindinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að senda fyrirliggjandi umsögn að eigendastefnu Sorpu bs.
7. Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi umsögn um reglugerðardrög201302328
Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi umsögn um reglugerðardrög um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og kynni hann jafnframt umsögn sína fyrir umhverfisnefnd.
8. Framhaldsskóli - nýbygging2010081418
Framkvæmdasýsla Ríkisins mótmælir skuldajöfnun gatnagerðargjalda
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs og bæjarstjóra.
9. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, samningur um rekstur við Eir hjúkrunarheimili201301578
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við Eir um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) verkefnastjóri á fjölskyldusviði.
Unnur og Ásgeir fóru yfir fyrirliggjandi drög að samningi við Eir um að taka að sér rekstur nýs hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ svo sem heimilað er í drögum að samningi við Eir.
Bókun áheyrnarfulltrúa Íbúahreyfingarinnar vegna stofnunar einkahlutafélags um hjúkrunarheimili.Það kemur ekki til greina af hálfu Íbúahreyfingarinnar að stofnað verði einkahlutafélag um rekstur hjúkrunarheimilisins. Íbúahreyfingin telur jafnframt varasamt að vera í samstarfi við Eir vegna umboðssvika, yfirhylmingar, ólýðræðislegra vinnubragða og ógagnsæis stjórnar félagsins sem skemmir mjög fyrir óaðfinnanlegri og faglegri þjónustu sem Eir sinnir að öðru leiti.
Íbúahreyfingin lýsir fullu vantrausti á stjórn Eirar og leggur til að hún verði kærð til lögreglu vegna yfirhylmingar á umboðssvikum fyrri stjórnar og fyrri framkvæmdastjóra.
Jón Jósef Bjarnason.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við Eir á grundvelli þeirra samningsdraga og minnisblaðs sem liggja fyrir.10. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ200802201
Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við velferðarráðuneytið um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið eru mætt Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson (ÁS) verkefnastjóri á fjölskyldusviði.
Unnur og Ásgeir fóru yfir fyrirliggjandi drög að samningi við velferðarráðuneytið um rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ svo sem minnst er á í samningi um byggingu hjúkrunarheimilis milli velferðarráðuneytisins og Mosfellsbæjar frá 2010.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að ganga til samninga við velferðarráðuneytið á grundvelli þeirra samningsdraga sem liggja fyrir.
11. Erindi Hestamannafélagsins Harðar varðandi viðhald á keppnisvöllum félagsins201211128
Umsögn umhverfis- og menningarsviðs vegna erindis Hestamannafélagsins Harðar um aðstoð vegna viðhalds keppnisvalla.
Afgreiðslu erindisins frestað.