13. júní 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Elínar Rúnar Þorsteinsdóttur varðandi gönguljós201304308
Erindi Elínar Rún Þorsteinsdóttur varðandi ósk um uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð. 1119. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar skipulagsnefndar.
2. Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi umsögn um reglugerðardrög201302328
Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi umsögn um reglugerðardrög um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins. 1112. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Erindið lagt fram.
3. Tenging á sumarhúsabyggðum við Nesjavallaæð201304276
Um er að ræða beiðni sumarhúsaeigenda um að tengjast við Nesjavallaæð til þess að fá heitt vatn í sumarbúsatað. 1119. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að svara bréfriturum með vísan til framlagðs minnisblaðs.
4. Framkvæmdir 2013201305069
Um er að ræða yfirlit vegna framkvæmda árið 2013.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Jóhanna fór yfir og útskýrði helstu framkvæmdir 2013 og svaraði fyrirspurnum.
5. Tillögur verkefnahóps SSH (verkefnahópur 21), ferðaþjónusta fatlaðs fólks201109112
Erindi SSH varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Forval vegna sameiginlegs útboðs á akstri fyrir fatlað fólk og sameiginlegar reglur fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt með þremur atkvæðum að standa að útboðið verði unnið í samræmi við tillögu verkefnahópsins í málinu.
6. Leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun201306027
Leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.
Erindið lagt fram.
7. Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum201306070
Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum þar sem óskað er styrks til kaupa á búnaðinum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs og íþrótta- og tómstundanefndar.
8. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, samningur um rekstur við Eir hjúkrunarheimili201301578
Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, staða samninga við ráðuneyti og Eir hjúkrunarheimili, kynnt.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið er mættur Ásgeir Sigurgestsson (ÁSi) verkefnastjóri á fjölskyldusviði.
Bæjarstjóri og Ásgeir fóru yfir stöðuna í samningamálum við ríkið annars vegar og Eirar hins vegar og svöruðu fyrirspurnum.
Áheyrnarfulltrúi Jón Jósef Bjarnason leggst gegn öllum samningum við Eir vegna ógagnsæis í starfssemi stjórnarinnar.
Samþykkt að vinna áfram að samningum við Eir á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
9. Samstarfssamningar við íþrótta og tómstundafélög 2013-2017201305165
Samstarfssamningar við Aftureldingu 2013-2017 lagður fram til samþykktar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa drögum að samstarfssamningi Mosfellsbæjar og Aftureldingar til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.