Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. júní 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Bryndís Brynjarsdóttir (BBr) vara áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi El­ín­ar Rún­ar Þor­steins­dótt­ur varð­andi gönguljós201304308

    Erindi Elínar Rún Þorsteinsdóttur varðandi ósk um uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð. 1119. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

    • 2. Er­indi Um­hverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­is­ins varð­andi um­sögn um reglu­gerð­ar­drög201302328

      Erindi Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins varðandi umsögn um reglugerðardrög um eftirlit Umhverfisstofnunar með náttúru landsins. 1112. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

      Er­ind­ið lagt fram.

      • 3. Teng­ing á sum­ar­húsa­byggð­um við Nesja­valla­æð201304276

        Um er að ræða beiðni sumarhúsaeigenda um að tengjast við Nesjavallaæð til þess að fá heitt vatn í sumarbúsatað. 1119. fundur bæjarráðs óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að svara bréf­rit­ur­um með vís­an til fram­lagðs minn­is­blaðs.

        • 4. Fram­kvæmd­ir 2013201305069

          Um er að ræða yfirlit vegna framkvæmda árið 2013.

          Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

          Jó­hanna fór yfir og út­skýrði helstu fram­kvæmd­ir 2013 og svar­aði fyr­ir­spurn­um.

          • 5. Til­lög­ur verk­efna­hóps SSH (verk­efna­hóp­ur 21), ferða­þjón­usta fatl­aðs fólks201109112

            Erindi SSH varðandi ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Forval vegna sameiginlegs útboðs á akstri fyrir fatlað fólk og sameiginlegar reglur fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að standa að út­boð­ið verði unn­ið í sam­ræmi við til­lögu verk­efna­hóps­ins í mál­inu.

            • 6. Leið­bein­ing­ar til sveit­ar­stjórna um við­auka við fjár­hags­áætlun201306027

              Leiðbeiningar til sveitarstjórna um viðauka við fjárhagsáætlun.

              Er­ind­ið lagt fram.

              • 7. Er­indi Frjálsí­þrótta­sam­bands Ís­lands varð­andi kaup á raf­magns­tíma­töku­tækj­um201306070

                Erindi Frjálsíþróttasambands Íslands varðandi kaup á rafmagnstímatökutækjum þar sem óskað er styrks til kaupa á búnaðinum.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs og íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

                • 8. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ, samn­ing­ur um rekst­ur við Eir hjúkr­un­ar­heim­ili201301578

                  Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, staða samninga við ráðuneyti og Eir hjúkrunarheimili, kynnt.

                  Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt­ur Ás­geir Sig­ur­gests­son (ÁSi) verk­efna­stjóri á fjöl­skyldu­sviði.

                  Bæj­ar­stjóri og Ás­geir fóru yfir stöð­una í samn­inga­mál­um við rík­ið ann­ars veg­ar og Eir­ar hins veg­ar og svör­uðu fyr­ir­spurn­um.

                  Áheyrn­ar­full­trúi Jón Jósef Bjarna­son leggst gegn öll­um samn­ing­um við Eir vegna ógagn­sæ­is í starfs­semi stjórn­ar­inn­ar.

                  Sam­þykkt að vinna áfram að samn­ing­um við Eir á grund­velli fyr­ir­liggj­andi samn­ings­draga.

                  • 9. Sam­starfs­samn­ing­ar við íþrótta og tóm­stunda­fé­lög 2013-2017201305165

                    Samstarfssamningar við Aftureldingu 2013-2017 lagður fram til samþykktar.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa drög­um að sam­starfs­samn­ingi Mos­fells­bæj­ar og Aft­ur­eld­ing­ar til um­sagn­ar íþrótta- og tóm­stunda­nefnd­ar.

                    Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30