Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

2. maí 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar201304271

    Dagskrárliðurinn er að ósk áheyrnarfulltrúa í bæjarráði Jóns Jósefs Bjarnasonar.

    Um­ræð­ur fóru fram um til­lögu Jóns Jós­efs Bjarna­son­ar, en til­lag­an geng­ur út á að full­trúi Mos­fells­bæj­ar mæti á öll upp­boð sem fram fara í Mos­fells­bæ til að gæta þar að því upp­boð­ið fari rétt fram.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að óskað verði eft­ir upp­lýs­ing­um um fjölda upp­boða í Mos­fells­bæ árin 2009 til og með 2012.

    Fram kom svohljóð­andi til­laga frá bæj­ar­ráðs­manni Jón­asi Sig­urðs­syni.
    Legg til að skoð­að verði kost­ir þess að stofna til embætt­is/starfs/stöðu um­boðs­manns bæj­ar­búa, fyr­ir­komulag þess og verk­efni.
    Jón­as Sig­urðs­son.

    Af­greiðslu til­lög­unn­ar frestað.

    • 2. Gas­gerð­ar­stöð Sorpu bs. í Álfs­nesi - Til­kynn­ing til ákvörð­un­ar um mats­skyldu fram­kvæmd­ar201211188

      Um er að ræða skoðun á lyktardreifingu og kostnaðarmati vegna staðsetningar gasgerðarstöðvar.

      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra að láta fara fram kynn­ingu á mál­inu.

      • 3. Er­indi Gunn­var­ar Björns­dótt­ur og Arn­bjarg­ar Ís­leifs­dótt­ur varð­andi sölu Fells­hlíð­ar o.fl.201303128

        Erindi Gunnvarar Björnsdóttur og Arnbjargar Ísleifsdóttur varðandi sölu Fellshlíðar og ósk um skiptingu lóðarinnar í því sambandi. Umbeðin umsögn hjálögð.

        Af­greiðslu frestað.

        • 4. Er­indi Rétt­sýn­ar ehf. varð­andi bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld o.fl.201303171

          Erindi Réttsýnar ehf. þar sem farið er fram á það að byggingarréttargjöld vegna Tré-Búkka ehf. verði lækkuð frá því sem nú er. Hjálögð er umbeðin umsögn.

          Af­greiðslu frestað.

          • 5. Teng­ing á sum­ar­húsa­byggð­um við Nesja­valla­æð201304276

            Um er að ræða beiðni sumarhúsaeigenda um að tengjast við Nesjavallaæð til þess að fá heitt vatn í sumarbúsatað.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

            • 6. Er­indi Andrés­ar Ólafs­son­ar vegna óska um nytja á tún­um í landi Reykja­hlíð­ar201304298

              Erindi Andrésar Ólafssonar þar sem hann óskar eftir að fá á leigu tún í eigu Mosfellsbæjar úr landi Reykjahlíðar.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

              • 7. Gjaldskrá fyr­ir heil­brigð­is- og meng­un­ar­varn­ar­eft­ir­lit201304305

                Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis óskar staðfestingar á gjaldskrá fyrir heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær stað­festi fyr­ir sitt leiti fram­lagða og sam­ein­in­lega gjaldskrá fyr­ir heil­brigð­is- og meng­un­ar­varn­ar­eft­ir­lit á veg­um Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is.

                • 8. Er­indi El­ín­ar Rún Þor­steins­dótt­ur varð­andi gönguljós201304308

                  Erindi Elínar Rún Þorsteinsdóttur varðandi ósk um uppsetningu á gönguljósum með hljóðmerki við Baugshlíð.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

                  • 9. Er­indi Jörgens Bendt Peder­sen varð­andi Nor­rænt þjóð­dan­samót 2014201304341

                    Erindi Jörgens Bendt Pedersen varðandi Norrænt þjóðdansamót 2014 sem fram fer á vegum Þjóðdansafélagsins en félagið leitar að samstarfssveitarfélagi vegna mótsins.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

                    • 10. Sum­ar­átaks­störf 2013201303110

                      Sumarátaksstörf hjá Mosfellsbæ sumarið 2013. Minnisblað tómstundafulltrúa og mannauðsstjóra.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um sú til­laga sem fram kem­ur í fram­lögðu minn­is­blaðí tóm­stunda­full­trúa og mannauðs­stjóra.

                      • 11. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ, samn­ing­ur um rekst­ur við Eir hjúkr­un­ar­heim­ili201301578

                        Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við Eir um rekstur hjúkrunarheimilisins.

                        Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið er mætt­ur Ás­geir Sig­ur­gests­son (ÁS) verk­efna­stjóri á fjöl­skyldu­sviði.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að ganga frá bráða­birgða­samn­ingi við Eir um rekst­ur hins nýja hjúkr­un­ar­heim­il­is sem senn verð­ur til­bú­ið til rekst­urs.

                        • 12. Um­sókn um fram­lög úr Fram­kvæmda­sjóði aldr­aðra árið 2013201301113

                          Í umsókninni til Framkvæmdastjóðs aldraðra sækir Mosfellsbær um framlag vegna breytinga á þjónustumiðstöð og dagdvöl aldraðra á Eirhömrum.

                          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að Mos­fells­bær ábyrg­ist greiðsl­ur vegna fram­kvæmda við end­ur­bæt­ur á hús­næði þjón­ustumið­stöðv­ar og dagdval­ar fyr­ir aldrða á Eir­hömr­um.

                          • 13. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ, nafn­gift201301586

                            Niðurstaða úr hugmyndaleit meðal íbúa Mosfellsbæjar að heiti hjúkrunarheimilis.

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að nafn nýja hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins verði, Hamr­ar hjúkr­un­ar­heim­ili, í sam­ræmi við nið­ur­stöðu skoð­ana­könn­un­ar.

                            • 14. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til breyt­inga á vatna­lög­um o.fl.201303227

                              Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á vatnalögum og lögum um nýtingu á auðlindum í jörðu. 1114. fundur óskaði umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs og er umsögnin hjálögð.

                              Er­ind­ið lagt fram.

                              • 15. Er­indi Ás­garðs varð­andi Ála­fossveg 10201304337

                                Erindi Ásgarðs varðandi fasteignina Álafossveg 10 þar sem þess er farið á leit að bærinn afhendi Ásgarði fasteignina í tilefni af 20 ára afmæli Ásgarðs.

                                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bæj­ar­stjóra til skoð­un­ar.

                                • 16. Er­indi Icef­it­n­ess-Krafta­smið­ur­inn ehf. varð­andi styrk vegna Skóla­hreysti 2013201304370

                                  Erindi Icefitness-Kraftasmiðurinn ehf. þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 100 þúsund krónur vegna verkefnisins Skólahreysti 2013.

                                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

                                  • 17. Breyt­ing­ar á svæð­is­skipu­lagi 2013 vegna end­ur­skoð­un­ar að­al­skipu­lags Rvík­ur o.fl.201304385

                                    Með bréfi dags. 23. apríl 2013 óskar Hrafnkell Á Proppé f.h. svæðisskipulagsnefndar eftir því að Mosfellsbær samþykki meðfylgjandi tillögur að breytingum á svæðisskipulagi í auglýsingu sbr. 3. mgr. 23. gr. skipulagslaga.

                                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar skipu­lags­nefnd­ar.

                                    • 18. Fund­ar­boð að­al­fund­ar Mál­rækt­ar­sjóðs 2013201304388

                                      Tilnefning fulltrúa Mosfellsbæjar á aðalfund Málræktarsjóðs.

                                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að til­nefna fram­kvæmda­stjóra fræðslu­sviðs sem full­trúa á að­al­f­und Mál­rækt­ar­sjóðs.

                                      Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30