12. mars 2013 kl. 07:00,
2. hæð Reykjafell
Fundinn sátu
- Kolbrún G Þorsteinsdóttir (KGÞ) formaður
- Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður
- Haraldur Sverrisson aðalmaður
- Ingibjörg B Ingólfsdóttir aðalmaður
- Gerður Pálsdóttir (GP) aðalmaður
- Kristbjörg Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi
- Unnur Valgerður Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði
Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks201208601
Framkvæmdaáætlun Mosfellsbæjar í málefnum fatlaðs fólks. Máli frestað á síðasta fundi fjölskyldunefndar.
Ásgeir Sigurgestsson verkefnastjóri kynnir framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks.
Fjölskyldunefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja áætlunina.
2. Styrkir á sviði félagsþjónustu 2013201301561
Yfirlit yfir umsóknir um styrki á sviði fjölskyldumála árið 2013.
Yfirlit yfir umsóknir um styrki á sviði félagsþjónustu 2012 lagt fram.
3. Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu.201212108
Umsókn um styrk til verkefna á sviði félagsþjónustu árið 2013.
Samþykkt að veita Rauða krossinum í Mosfellsbæ styrk að upphæð krónur 130 þúsund.
4. Styrkbeiðni Stígamóta fyrir árið 2012201211013
Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskyldumála.
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita Stígamótum styrk að upphæð krónur 60.000.
5. Erindi Samtaka um kvennaathvarf, varðandi rekstarstyrk fyrir árið 2013201211092
Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskyldumála.
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita Samtökum um kvennaathvarf styrk að upphæð krónur 60.000.
6. Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð óskar eftir rekstrarstyrk201210091
Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfið óskar eftir rekstrarstyrk. Bæjarráð vísar erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita Sjónarhóli styrk að upphæð krónur 50.000.
7. Höndin, mannræktarfélag umsókn um styrk201211108
Höndin, mannræktarfélag sækir um styrk til starfssemi sinnar sem er að vera vettvangur fólks til sjálfsstyrkingar og samhjálpar.
Fjölskyldunefnd getur ekki orðið við beiðni um styrk árið 2013.
8. Styrkumsókn á fjölskyldusviði201303039
Umsókn um styrk til verkefna á sviði fjölskylduþjónustu.
Fjölskyldunefnd getur ekki orðið við beiðni um styrk árið 2013.
9. Beiðni um fjárstuðning201301587
Styrkbeiðni frá SAMAN-hópnum sem lætur sig varða forvarnir og velferð barna.
Fjölskyldunefnd samþykkir að veita SAMAN-hópnum styrk að upphæð krónur 25.000.
10. Erindi Fræðslu og forvarna varðandi styrkbeiðni201302094
Erindi Fræðslu og forvarna varðandi 300 þúsund króna styrkbeiðni vegna endurútgáfu ritsins Fíkniefni og forvarnir. Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar og afgreiðslu fjölskyldunefndar.
Fjölskyldunefnd getur ekki orðið við beiðni um styrk árið 2013.
11. Beiðni um fund201301581
Beiðn barnaverndarstofu um fund með fjölskyldunefnd.
Kynnt bréf Barnaverndarstofu dags. 25. janúar 2013 þar sem óskað er eftir fundi með fjölskyldunefnd. Fjölskyldunefnd felur framkvæmdastjóra að boða fulltrúa stofunnar til fundar við nefndina þriðjudaginn 9. apríl 2013 klukkan 08:15.
12. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ - framkvæmdir200802201
Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við velferðarráðuneytið um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Bókun 1112. fundar bæjarráðs frá 7. mars 2013 kynnt ásamt drögum að samningi og minnisblaði bæjarstjóra, framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs og verkefnastjóra.
13. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ, samningur um rekstur við Eir hjúkrunarheimili201301578
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ, framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað og drög að samningi við Eir um rekstur hjúkrunarheimilisins.
Lagt fram.
14. Erindi Velferðarráðuneytisins, uppreiknuð tekju- og eignamörk fyrir árið 2013201302163
Húsaleigubætur, upplýsingar um uppreiknuð tekju- og eignamörk fyrir árið 2013.
Lagt fram.
15. Húsaleigubætur, könnun.201301488
Svar við fyrirspurn um húsaleigubætur.
Lagt fram.
16. Starfsáætlanir fjölskyldusviðs 2013 og 2014.201303061
Starfsáætlanir fjölskyldusviðs 2013 og 2014 ásamt mati á áætlun barnaverndar 2012.
Starfsáætlanir fjölskyldusviðs lagðar fram ásamt mati á framkvæmd áætlunar barnaverndar árið 2012.
Kristbjörg Þórisdóttir áheyrnarfulltrúi vék af fundi að lokinni umræðu um málið.
Fundargerðir til kynningar
20. Trúnaðarmálafundur - 763201302012F
Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla fundar.
Fundargerð til kynningar.
21. Trúnaðarmálafundur - 764201302016F
Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla fundar.
Fundargerð til kynningar.
22. Trúnaðarmálafundur - 765201302021F
Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla fundar.
Fundargerð til kynningar.
23. Trúnaðarmálafundur - 766201303011F
Trúnaðarmálafundur-afgreiðsla fundar.
Fundargerð til kynningar.