7. febrúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Siðareglur sveitarstjórnarmanna200910437
Hluti af siðareglum sveitarstjórnarmanna hjá Mosfellsbæ, eru reglur um fjárhagslega hagsmuni bæjarfulltrúa. Reglurnar skal yfirfara reglulega og eru hér á dagskrá í þeim tilgangi, en stjórnsýsla bæjarins gerir engar tillögum um breytingar.
Siðareglurnar lagðar fram og gilda þær þar með óbreyttar.
2. Erindi Jóns Magnússonar varðandi kröfu eigenda við Stórakrika201005049
Fasteignaeigendur við Stórakrika hafa uppi bótakröfu byggða á yfirmati, vegna breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi Krikahverfis. Fyrir liggur að sáttatillögu Mosfellsbæjar hefur verið hafnað og að boðuð hefur verið stefna á hendur bænum.
Fyrir fundinum liggur sú niðurstaða að sáttatillögu Mosfellsbæjar sem borin var fram af lögmönnum bæjarins hefur verið hafnað. Lögmönnum bæjarins falið að halda utan um framhald málsins.
3. Erindi SSH vegna endurskoðunar á vatnsvernd fyrir höfuðborgarsvæðið201112127
Erindi SSH dags. 21.12.2012 þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til meðfylgjandi tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Lögð fram umsögn 335. fundar Skipulagsnefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að svara SSH á grundvelli umsagna skipulags- og umhverfisnefnda.
4. Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi201301037
Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska 2.1.2013 eftir leyfi til búsetu og þar með til skráningar lögheimilis í húsinu, sem er skráð sem sumarhús. Lögð fram umsögn 335. fundar Skipulagsnefndar.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til byggingarfulltrúa til umsagnar.
5. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd201301533
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd. Umsögn umhverfissviðs.
Umsögn umhverfissviðs lögð fram.
6. Hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ201301578
Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ. Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað sitt þar sem lagt er til að rekstur hjúkrunarheimilisins verði falin Eir.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið voru mættir frá Eir, Jón Sigurðsson (JSi) stjórnarformaður, Hákon Björnsson (HB) stjórnarmaður og Sigurður Rúnar Sigurjónsson (SRS) framkvæmdastjóri.
Einnig mætt á fundinn starfsmenn Mosfellsbæjar þau Unnur V. Ingólfsdóttir (UVI) framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs og Ásgeir Sigurgestsson (SÁ) verkefnastjóri á fjölskyldusviði.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að vinna áfram að málinu á grundvelli minnisblaðsins.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020201301594
Erindi Alþingis varðandi umsögn tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda inn umsögn sína.
9. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp um sjúkraskrár201301596
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár (aðgangsheimildir). Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda inn umsögn sína.
10. Minningarsjóður Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur201302014
Umsókn frá minningarsjóði Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur um mótframlag Mosfellsbæjar við styrkúthlutanir sjóðsins.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra menningarsviðs til umsagnar.
11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um barnalög201302027
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytingu á lögum um barnalög, 323. mál.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs til umsagnar.
12. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga201302029
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og varðar rafrænna kosninga og gerð rafrænnar kjörskrár.
Frumvarpsdrögin lögð fram.
13. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til sveitarstjórnarlaga201302030
Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og varðar m.a. fjölda fulltrúa í sveitarstjórn o.fl.
Frumvarpsdrögin lögð fram.