Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

7. febrúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Siða­regl­ur sveit­ar­stjórn­ar­manna200910437

    Hluti af siðareglum sveitarstjórnarmanna hjá Mosfellsbæ, eru reglur um fjárhagslega hagsmuni bæjarfulltrúa. Reglurnar skal yfirfara reglulega og eru hér á dagskrá í þeim tilgangi, en stjórnsýsla bæjarins gerir engar tillögum um breytingar.

    Siða­regl­urn­ar lagð­ar fram og gilda þær þar með óbreytt­ar.

    • 2. Er­indi Jóns Magnús­son­ar varð­andi kröfu eig­enda við Stórakrika201005049

      Fasteignaeigendur við Stórakrika hafa uppi bótakröfu byggða á yfirmati, vegna breytinga sem gerðar voru á deiliskipulagi Krikahverfis. Fyrir liggur að sáttatillögu Mosfellsbæjar hefur verið hafnað og að boðuð hefur verið stefna á hendur bænum.

      Fyr­ir fund­in­um ligg­ur sú nið­ur­staða að sátta­til­lögu Mos­fells­bæj­ar sem borin var fram af lög­mönn­um bæj­ar­ins hef­ur ver­ið hafn­að. Lög­mönn­um bæj­ar­ins fal­ið að halda utan um fram­hald máls­ins.

      • 3. Er­indi SSH vegna end­ur­skoð­un­ar á vatns­vernd fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið201112127

        Erindi SSH dags. 21.12.2012 þar sem óskað er eftir að Mosfellsbær taki afstöðu til meðfylgjandi tillögu að verklýsingu fyrir heildarendurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. Lögð fram umsögn 335. fundar Skipulagsnefndar.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að svara SSH á grund­velli um­sagna skipu­lags- og um­hverf­is­nefnda.

        • 4. Um­sókn um leyfi til bú­setu í Bræðra­tungu Reykja­hverfi201301037

          Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska 2.1.2013 eftir leyfi til búsetu og þar með til skráningar lögheimilis í húsinu, sem er skráð sem sumarhús. Lögð fram umsögn 335. fundar Skipulagsnefndar.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til bygg­ing­ar­full­trúa til um­sagn­ar.

          • 5. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um nátt­úru­vernd201301533

            Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um náttúruvernd. Umsögn umhverfissviðs.

            Um­sögn um­hverf­is­sviðs lögð fram.

            • 6. Hjúkr­un­ar­heim­ili í Mos­fells­bæ201301578

              Rekstur hjúkrunarheimilis í Mosfellsbæ. Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað sitt þar sem lagt er til að rekstur hjúkrunarheimilisins verði falin Eir.

              Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið voru mætt­ir frá Eir, Jón Sig­urðs­son (JSi) stjórn­ar­formað­ur, Há­kon Björns­son (HB) stjórn­ar­mað­ur og Sig­urð­ur Rún­ar Sig­ur­jóns­son (SRS) fram­kvæmda­stjóri.

              Einn­ig mætt á fund­inn starfs­menn Mos­fells­bæj­ar þau Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir (UVI) fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs og Ás­geir Sig­ur­gests­son (SÁ) verk­efna­stjóri á fjöl­skyldu­sviði.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að vinna áfram að mál­inu á grund­velli minn­is­blaðs­ins.

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um vel­ferð­ar­stefnu - heil­brigð­isáætlun til árs­ins 2020201301594

                Erindi Alþingis varðandi umsögn tillögu til þingsályktunar um velferðarstefnu - heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda inn um­sögn sína.

                • 8. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um til­lögu til þings­álykt­un­ar um fram­kvæmda­áætlun í barna­vernd201301595

                  Erindi Alþingis varðandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í barnavernd fram til næstu sveitarstjórnarkosninga árið 2014. Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

                  Um­sögn­in lögð fram.

                  • 9. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp um sjúkra­skrár201301596

                    Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um sjúkraskrár (aðgangsheimildir). Umsögn framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda inn um­sögn sína.

                    • 10. Minn­ing­ar­sjóð­ur Guð­finnu Júlí­us­dótt­ur og Ág­ústínu Jóns­dótt­ur201302014

                      Umsókn frá minningarsjóði Guðfinnu Júlíusdóttur og Ágústínu Jónsdóttur um mótframlag Mosfellsbæjar við styrkúthlutanir sjóðsins.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs til um­sagn­ar.

                      • 11. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um barna­lög201302027

                        Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytingu á lögum um barnalög, 323. mál.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs til um­sagn­ar.

                        • 12. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til sveit­ar­stjórn­ar­laga201302029

                          Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og varðar rafrænna kosninga og gerð rafrænnar kjörskrár.

                          Frum­varps­drög­in lögð fram.

                          • 13. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til sveit­ar­stjórn­ar­laga201302030

                            Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til breytinga á sveitarstjórnarlögum og varðar m.a. fjölda fulltrúa í sveitarstjórn o.fl.

                            Frum­varps­drög­in lögð fram.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30