18. október 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Leirvogstunga ehf, uppbygging í Leirvogstungu200612242
Erindinu er vísað frá 584. fundi bæjarstjórnar. Engin gögn fylgja erindinu.
Erindinu er vísað til bæjarráðs frá 584. fundi bæjarstjórnar og varðar samning Leirvogstungu ehf., Mosfellsbæjar og Íslandsbanka vegna uppbyggingar í Leirvogstungu.
Til máls tóku: HP, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samninginn.
2. Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2013 til 2016201205141
Fjármálastjóri kynnir forsendur við gerð fjárhagsáætlunar og næstu skref.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mættur Pétur J. Lockton (PJL) fjármálastjóri.
Bæjarstjóri og fjármálastjóri kynntu minnisblað með forsendum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2013 til 2016 og tilhögun við framlagningu og afgreiðslu hennar.Til máls tóku: HSv, PJL, JS, BH, JJB og HP.
Minnisblaðið lagt fram. Áætlað er að fjárhagsáætlunin verði til fyrri umræðu á aukabæjarstjórnarfundi þann 31. október.
3. Drög að heilbrigðisáætlun til umsagnar201209134
Velferðarráðuneytið sendir Mosfellsbæ til umsagnar drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Áður á dagskrá 1090. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.
Velferðarráðuneytið sendir Mosfellsbæ til umsagnar drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2020.
Erindið var áður á dagskrá 1090. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs. Umsögnin er lögð fram á fundinum.Til máls tók: HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að fela framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs að senda inn umsögn Mosfellsbæjar á grundvelli umsagnarinnar.
4. Ályktun fundar bekkjafulltrúa við Varmárskóla201210078
Fundur bekkjafulltrúa við Varmárskóla beinir til bæjarstjórnar að gerðar verði umbætur á göngustígum og búnaði skólans og starfshlutfall námsráðgjafa aukið. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fundur bekkjafulltrúa við Varmárskóla beinir því m.a. til bæjarstjórnar að gerðar verði umbætur á göngustígum og búnaði skólans og að starfshlutfall námsráðgjafa aukið.
Til máls tóku: BH, HSv, JJB, JS, KT og HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra fræðslu- og umhverfissviða til umsagnar og leggi þeir umsagnir sínar einnig fyrir fræðslunefnd og skipulagsnefnd.
Áheyrnarfulltrúi Jón Jósef Bjarnason óskar bókað að erindið ætti fyrst að fá afgreiðslu skólaráðs.
5. Skráning reiðleiða - kortasjá201210090
Landssamband hestamannafélaga óskar eftir styrk vegnar skráningu reiðleiða á kortasjá. Óskar er eftir 100 þús. kr. til næstu fjögurra ára.
Landssamband hestamannafélaga óskar eftir styrk vegnar skráningu reiðleiða á kortasjá. Óskað er eftir 100 þús. kr. styrk næstu fjögur árin.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
6. Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð óskar eftir rekstrarstyrk201210091
Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfið óskar eftir rekstrarstyrk.
Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfið óskar eftir rekstrarstyrk.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til fjölskyldunefndar til umsagnar og afgreiðslu.