Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

18. október 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) 1. varamaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Leir­vogstunga ehf, upp­bygg­ing í Leir­vogstungu200612242

    Erindinu er vísað frá 584. fundi bæjarstjórnar. Engin gögn fylgja erindinu.

    Er­ind­inu er vísað til bæj­ar­ráðs frá 584. fundi bæj­ar­stjórn­ar og varð­ar samn­ing Leir­vogstungu ehf., Mos­fells­bæj­ar og Ís­lands­banka vegna upp­bygg­ing­ar í Leir­vogstungu.

    Til máls tóku: HP, JJB og JS.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela bæj­ar­stjóra og fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs að taka sam­an grein­ar­gerð um samn­ing­inn.

    • 2. Fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2013 til 2016201205141

      Fjármálastjóri kynnir forsendur við gerð fjárhagsáætlunar og næstu skref.

      Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt­ur Pét­ur J. Lockton (PJL) fjár­mála­stjóri.
      Bæj­ar­stjóri og fjár­mála­stjóri kynntu minn­is­blað með for­send­um við gerð fjár­hags­áætl­un­ar fyr­ir 2013 til 2016 og til­hög­un við fram­lagn­ingu og af­greiðslu henn­ar.

      Til máls tóku: HSv, PJL, JS, BH, JJB og HP.

      Minn­is­blað­ið lagt fram. Áætlað er að fjár­hags­áætl­un­in verði til fyrri um­ræðu á auka­bæj­ar­stjórn­ar­fundi þann 31. októ­ber.

      • 3. Drög að heil­brigð­isáætlun til um­sagn­ar201209134

        Velferðarráðuneytið sendir Mosfellsbæ til umsagnar drög að heilbrigðisáætlun til ársins 2020. Áður á dagskrá 1090. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra fjölskyldusviðs.

        Vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið send­ir Mos­fells­bæ til um­sagn­ar drög að heil­brigð­isáætlun til árs­ins 2020.
        Er­ind­ið var áður á dagskrá 1090. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem óskað var um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs. Um­sögn­in er lögð fram á fund­in­um.

        Til máls tók: HP.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að fela fram­kvæmda­stjóra fjöl­skyldu­sviðs að senda inn um­sögn Mos­fells­bæj­ar á grund­velli um­sagn­ar­inn­ar.

        • 4. Álykt­un fund­ar bekkja­full­trúa við Varmár­skóla201210078

          Fundur bekkjafulltrúa við Varmárskóla beinir til bæjarstjórnar að gerðar verði umbætur á göngustígum og búnaði skólans og starfshlutfall námsráðgjafa aukið. Framkvæmdastjóri fræðslusviðs mætir á fundinn undir þessum dagskrárlið.

          Fund­ur bekkja­full­trúa við Varmár­skóla bein­ir því m.a. til bæj­ar­stjórn­ar að gerð­ar verði um­bæt­ur á göngu­stíg­um og bún­aði skól­ans og að starfs­hlut­fall náms­ráð­gjafa auk­ið.

          Til máls tóku: BH, HSv, JJB, JS, KT og HP.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra fræðslu- og um­hverf­is­sviða til um­sagn­ar og leggi þeir um­sagn­ir sín­ar einn­ig fyr­ir fræðslu­nefnd og skipu­lags­nefnd.

          Áheyrn­ar­full­trúi Jón Jósef Bjarna­son ósk­ar bókað að er­ind­ið ætti fyrst að fá af­greiðslu skóla­ráðs.

          • 5. Skrán­ing reið­leiða - korta­sjá201210090

            Landssamband hestamannafélaga óskar eftir styrk vegnar skráningu reiðleiða á kortasjá. Óskar er eftir 100 þús. kr. til næstu fjögurra ára.

            Lands­sam­band hesta­manna­fé­laga ósk­ar eft­ir styrk vegn­ar skrán­ingu reið­leiða á korta­sjá. Óskað er eft­ir 100 þús. kr. styrk næstu fjög­ur árin.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

            • 6. Sjón­ar­hóll ráð­gjaf­ar­mið­stöð ósk­ar eft­ir rekstr­ar­styrk201210091

              Sjónarhóll ráðgjafarmiðstöð fyrir fjölskyldur barna með sérþarfið óskar eftir rekstrarstyrk.

              Sjón­ar­hóll ráð­gjaf­ar­mið­stöð fyr­ir fjöl­skyld­ur barna með sér­þarf­ið ósk­ar eft­ir rekstr­ar­styrk.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fjöl­skyldu­nefnd­ar til um­sagn­ar og af­greiðslu.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30