13. desember 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Erindi Lágafellssóknar varðandi gerð girðingar við kirkjugarðinn við Mosfellskirkju201211211
Erindi Lágafellssóknar varðandi gerð girðingar við kirkjugarðinn við Mosfellskirkju. Áður á dagskrá 1100. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.
Erindi Lágafellssóknar varðandi gerð girðingar við kirkjugarðinn við Mosfellskirkju.
Áður á dagskrá 1100. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.Til máls tóku: HP, JJB, HS, JS, HSv og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að leggja til efniskostnað girðingar kr. 1,3 millj. sem verði tekið af liðnum gatnagerðarframkvæmdir.
2. Framkvæmdir 2012201203169
Á 590. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að taka saman frekari upplýsingar og leggja fram í bæjarráði. Hjálagt eru viðbótarupplýsingar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.
Á 590. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að taka saman frekari upplýsingar og leggja fram í bæjarráði.
Hjálagt eru viðbótarupplýsingar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.Til máls tóku: JJB, HP og HSv.
Erindið lagt fram.
3. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um rannsóknir í Köldukvísl, Varmá og lækjum á vestursvæði árið 2011201209318
Áður á dagskrá 1100. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um rannsóknir í Köldukvísl, Varmá og lækjum á vestursvæði árið 2011. 590. fundur bæjarstjórnar óskaði eftir umsögn umhverfissviðs sem skyldi leggja fyrir bæjarráð. Hjálögð er umsögnin ásamt lýsingu á vinnuferli.
Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um rannsóknir í Köldukvísl, Varmá og lækjum á vestursvæði árið 2011.
590. fundur bæjarstjórnar óskaði eftir umsögn umhverfissviðs sem skyldi leggja fyrir bæjarráð. Hjálögð er umsögnin ásamt lýsingu á vinnuferli.Til máls tóku: HP, JJB, JS og HS.
Bæjarráð samþykkir ályktun þess efnis að sú vinna sem er í gangi á vegum vinnuhópa umhverfissviðs og heilbrigðiseftirlitsins um samstarf um úrbætur á saurgerlamengun í ám og vötnum í Mosfellsbæ, verði hraðað svo sem unnt er og niðurstöður lagðar fyrir bæjarráð.
4. Nýbygging við íþróttamiðstöðina að Varmá201202172
Áður á dagskrá 1100. fundar bæjarráðs þar sem staða nýbyggingar var kynnt. Umhverfissvið leggur fram minnisblað sitt með tillögu um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er Spennt ehf.
Áður á dagskrá 1100. fundar bæjarráðs þar sem staða nýbyggingar var kynnt. Umhverfissvið leggur fram minnisblað sitt með tillögu um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er Spennt ehf.
Til máls tóku: HP, JS, HSv,
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda Spennt ehf. á grundvelli tilboðs hans um nýbyggingu við íþróttamiðstöðina að Varmá.
5. Hjúkrunarheimili nýbygging201101392
Umhverfissvið leggur fram niðurstöður úr útboði vegna lóðaframkvæmda við hjúkrunarheimili þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda SS Verk efh.
Umhverfissvið leggur fram niðurstöður úr útboði vegna lóðaframkvæmda við hjúkrunarheimili þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda SS Verk efh.
Til máls tók: HP.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila umhverfissviði að ganga til samninga við lægstbjóðanda SS Verk ehf.
6. Leirvogstunga ehf, uppbygging í Leirvogstungu200612242
Endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Hjálagt er viðauki við umrætt fskj. 5 eins og hann lýtur út eftir sameiginlega yfirferð stjórnsýslusviðs og Íslandsbanka.
Endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu.
Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Hjálagt er viðauki við umrætt fskj. 5 eins og hann lýtur út eftir sameiginlega yfirferð stjórnsýslusviðs og lóðareiganda.Til máls tóku: HP, SÓJ, JJB, HSv og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila stjórnsýslusviði að undirrita fyrirliggjandi viðauka við sölu- og byggingarskilmála.
7. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um gatnagerðargjald201212070
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til breytinga á lögum um gatnagerðargjald er varða framlengingu á ákvæðum um B gatnagerðargjald.
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til breytinga á lögum um gatnagerðargjald er varða framlengingu á ákvæðum um B gatnagerðargjald.
Samþykkt með þremur atkvæðum að gera ekki athugasemdir við frumvarpið.
8. Erindi Sækúnna, varðar styrkbeiðni vegna boðsunds yfir Ermasund201212034
Sækýrnar boðsundshópur óskar eftir styrk Mosfellsbæjar til að þreyta boðsund yfir Ermasund sumarið 2013.
Sækýrnar boðsundshópur óskar eftir styrk Mosfellsbæjar til að þreyta boðsund yfir Ermasund sumarið 2013.
Til máls tóku: HP, JJB, JS og KT.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar framkvæmdastjóra menningarsviðs.
9. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna flugeldasýningar, áramót201212040
Erindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar Mosfellsbæjar vegna umsóknar björgunarsveitarinnar Kyndils til að halda flugeldasýningu um áramót.
Erindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar Mosfellsbæjar vegna umsóknar björgunarsveitarinnar Kyndils til að halda flugeldasýningu um áramót.
Til máls tóku: HP og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við fyrirhugaða flugeldasýningu.
10. Erindi Lögreglustjórans, umsagnarbeiðni vegna flugeldasýninar, Þrettándinn201212041
Erindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar Mosfellsbæjar vegna umsóknar björgunarsveitarinnar Kyndils til að halda flugeldasýningu á þrettándanum.
Erindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar Mosfellsbæjar vegna umsóknar björgunarsveitarinnar Kyndils til að halda flugeldasýningu á þrettándanum.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð geri ekki fyrir sitt leyti athugasemdir við fyrirhugaða flugeldasýningu.
11. Erindi Alþingis varðandi umsögn um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga201212071
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Til máls tóku: HP, JJB og JS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til umsagnar fjármálastjóra.
Bæjarráð bókar að það sé með öllu óðlilegt að senda frumvarp til umsagnar með svo stuttum fyrirvara sem sé raunin með þetta frumvarp en þessi stutti frestur sem hér er gefinn leiðir til þess að bæjarráð hefur ekki svigrúm til þess að yfirfara frumvarpið og gefa að því loknu umsögn sína.
12. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur skíðasvæða 2013201212090
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur skíðasvæðana á árinu 2013.
Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur skíðasvæðanna á árinu 2013 þar sem helgaropnun í Skálafelli er á dagskrá.
Til máls tóku: HP, JJB, JS, HS, KT og HSv.
Eftirfarandi fjögur atriði samþykkt með þremur atkvæðum:
Að á árinu 2013 verði miðað við að rekstur skíðasvæðisins í Bláfjöllum verði með svipuðu sniði árið 2012, og að Skálafell verði opið um helgar, sbr. fyrirliggjandi tillögu stjórnar skíðasvæðanna þar um.
Á árinu 2013 fari um stjórnun, fjármál og starfsmannamál samkvæmt því sem segir í gr. 1.,2. og 4. í núgildandi samningi dags. 21. júlí 2008.
Kostnaðarskipting milli sveitarfélaga vegna reksturs taki mið af íbúafjölda í sveitarfélögunum 1. des. 2012.
Á árinu 2013 vinni framtíðarhópur SSH að mótun tillagna um framtíðarform á reksturs og stjórnunar skíðasvæðanna, og jafnframt verði gerð ný samþykkt fyrir stjórn skíðasvæðanna.
Nýr samningur milli sveitarfélaganna um rekstur skíðasvæðanna taki síðan gildi frá og með 1. janúar 2014.13. Viðbrögð Mosfellsbæjar við breyttri stöðu í íslensku efnahagslífi200810184
Á 901. fundi bæjarráð Mosfellsbæjar var samþykkt að mynda samstarfshóp um upplýsingagjöf og ráðgjöf til Mosfellinga, vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem skapast hafa í efnahagslífi þjóðarinnar. Ákveðið að þáverandi formaður bæjarráðs leiddi samstarfshópinn. Gerð er tillaga um að forstaða hópsins flytjist til fjölskyldusviðs. Engin ný gögn fylgja.
Á 901. fundi bæjarráð Mosfellsbæjar var samþykkt að mynda samstarfshóp um upplýsingagjöf og ráðgjöf til Mosfellinga, vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem skapaðist í efnahagslífi þjóðarinnar 2008. Ákveðið að þáverandi formaður bæjarráðs leiddi samstarfshópinn. Gerð er tillaga um að forstaða hópsins flytjist til fjölskyldusviðs.
Til máls tóku: HP og HS.
Samþykkt með þremur atkvæðum að forstaða samstarfshóps um upplýsinga- og ráðgjöf verði flutt til fjölskyldusviðs.