Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

13. desember 2012 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Herdís Sigurjónsdóttir varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Karl Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Er­indi Lága­fells­sókn­ar varð­andi gerð girð­ing­ar við kirkju­garð­inn við Mos­fells­kirkju201211211

    Erindi Lágafellssóknar varðandi gerð girðingar við kirkjugarðinn við Mosfellskirkju. Áður á dagskrá 1100. fundar bæjarráðs þar sem óskað var umsagnar framkvæmdastjóra umhverfissviðs. Hjálögð er umsögnin.

    Er­indi Lága­fells­sókn­ar varð­andi gerð girð­ing­ar við kirkju­garð­inn við Mos­fells­kirkju.
    Áður á dagskrá 1100. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem óskað var um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

    Til máls tóku: HP, JJB, HS, JS, HSv og KT.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að leggja til efn­is­kostn­að girð­ing­ar kr. 1,3 millj. sem verði tek­ið af liðn­um gatna­gerð­ar­fram­kvæmd­ir.

    • 2. Fram­kvæmd­ir 2012201203169

      Á 590. fundi bæjarstjórnar var samþykkt að fela framkvæmdastjóra umhverfissviðs að taka saman frekari upplýsingar og leggja fram í bæjarráði. Hjálagt eru viðbótarupplýsingar framkvæmdastjóra umhverfissviðs.

      Á 590. fundi bæj­ar­stjórn­ar var sam­þykkt að fela fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að taka sam­an frek­ari upp­lýs­ing­ar og leggja fram í bæj­ar­ráði.
      Hjálagt eru við­bót­ar­upp­lýs­ing­ar fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs.

      Til máls tóku: JJB, HP og HSv.

      Er­ind­ið lagt fram.

      • 3. Skýrsla Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is um rann­sókn­ir í Köldu­kvísl, Varmá og lækj­um á vest­ur­svæði árið 2011201209318

        Áður á dagskrá 1100. fundar bæjarráðs þar sem erindinu var frestað. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits Kjósarsvæðis um rannsóknir í Köldukvísl, Varmá og lækjum á vestursvæði árið 2011. 590. fundur bæjarstjórnar óskaði eftir umsögn umhverfissviðs sem skyldi leggja fyrir bæjarráð. Hjálögð er umsögnin ásamt lýsingu á vinnuferli.

        Skýrsla Heil­brigðis­eft­ir­lits Kjós­ar­svæð­is um rann­sókn­ir í Köldu­kvísl, Varmá og lækj­um á vest­ur­svæði árið 2011.
        590. fund­ur bæj­ar­stjórn­ar ósk­aði eft­ir um­sögn um­hverf­is­sviðs sem skyldi leggja fyr­ir bæj­ar­ráð. Hjá­lögð er um­sögn­in ásamt lýs­ingu á vinnu­ferli.

        Til máls tóku: HP, JJB, JS og HS.

        Bæj­ar­ráð sam­þykk­ir álykt­un þess efn­is að sú vinna sem er í gangi á veg­um vinnu­hópa um­hverf­is­sviðs og heil­brigðis­eft­ir­lits­ins um sam­st­arf um úr­bæt­ur á saur­gerla­meng­un í ám og vötn­um í Mos­fells­bæ, verði hrað­að svo sem unnt er og nið­ur­stöð­ur lagð­ar fyr­ir bæj­ar­ráð.

        • 4. Ný­bygg­ing við íþróttamið­stöð­ina að Varmá201202172

          Áður á dagskrá 1100. fundar bæjarráðs þar sem staða nýbyggingar var kynnt. Umhverfissvið leggur fram minnisblað sitt með tillögu um að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er Spennt ehf.

          Áður á dagskrá 1100. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem staða ný­bygg­ing­ar var kynnt. Um­hverf­is­svið legg­ur fram minn­is­blað sitt með til­lögu um að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda sem er Spennt ehf.

          Til máls tóku: HP, JS, HSv,

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda Spennt ehf. á grund­velli til­boðs hans um ný­bygg­ingu við íþróttamið­stöð­ina að Varmá.

          • 5. Hjúkr­un­ar­heim­ili ný­bygg­ing201101392

            Umhverfissvið leggur fram niðurstöður úr útboði vegna lóðaframkvæmda við hjúkrunarheimili þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda SS Verk efh.

            Um­hverf­is­svið legg­ur fram nið­ur­stöð­ur úr út­boði vegna lóða­fram­kvæmda við hjúkr­un­ar­heim­ili þar sem lagt er til að geng­ið verði til samn­inga við lægst­bjóð­anda SS Verk efh.

            Til máls tók: HP.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila um­hverf­is­sviði að ganga til samn­inga við lægst­bjóð­anda SS Verk ehf.

            • 6. Leir­vogstunga ehf, upp­bygg­ing í Leir­vogstungu200612242

              Endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Áður á dagskrá 1092. fundar bæjarráðs þar sem framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs var falið að vinna að endurskoðun á sölu- og byggingarskilmálum vegna Leirvogstungu. Hjálagt er viðauki við umrætt fskj. 5 eins og hann lýtur út eftir sameiginlega yfirferð stjórnsýslusviðs og Íslandsbanka.

              End­ur­skoð­un á sölu- og bygg­ing­ar­skil­mál­um vegna Leir­vogstungu.
              Áður á dagskrá 1092. fund­ar bæj­ar­ráðs þar sem fram­kvæmda­stjóra stjórn­sýslu­sviðs var fal­ið að vinna að end­ur­skoð­un á sölu- og bygg­ing­ar­skil­mál­um vegna Leir­vogstungu. Hjálagt er við­auki við um­rætt fskj. 5 eins og hann lýt­ur út eft­ir sam­eig­in­lega yf­ir­ferð stjórn­sýslu­sviðs og lóð­ar­eig­anda.

              Til máls tóku: HP, SÓJ, JJB, HSv og JS.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila stjórn­sýslu­sviði að und­ir­rita fyr­ir­liggj­andi við­auka við sölu- og bygg­ing­ar­skil­mála.

              • 7. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um gatna­gerð­ar­gjald201212070

                Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til breytinga á lögum um gatnagerðargjald er varða framlengingu á ákvæðum um B gatnagerðargjald.

                Al­þingi send­ir til um­sagn­ar frum­varp til breyt­inga á lög­um um gatna­gerð­ar­gjald er varða fram­leng­ingu á ákvæð­um um B gatna­gerð­ar­gjald.

                Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að gera ekki at­huga­semd­ir við frum­varp­ið.

                • 8. Er­indi Sæk­únna, varð­ar styrk­beiðni vegna boðsunds yfir Erma­sund201212034

                  Sækýrnar boðsundshópur óskar eftir styrk Mosfellsbæjar til að þreyta boðsund yfir Ermasund sumarið 2013.

                  Sækýrn­ar boðsunds­hóp­ur ósk­ar eft­ir styrk Mos­fells­bæj­ar til að þreyta boðsund yfir Erma­sund sum­ar­ið 2013.

                  Til máls tóku: HP, JJB, JS og KT.

                  Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fram­kvæmda­stjóra menn­ing­ar­sviðs.

                  • 9. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, um­sagn­ar­beiðni vegna flug­elda­sýn­ing­ar, ára­mót201212040

                    Erindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar Mosfellsbæjar vegna umsóknar björgunarsveitarinnar Kyndils til að halda flugeldasýningu um áramót.

                    Er­indi lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem óskað er um­sagn­ar Mos­fells­bæj­ar vegna um­sókn­ar björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils til að halda flug­elda­sýn­ingu um ára­mót.

                    Til máls tóku: HP og JS.

                    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð geri ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd­ir við fyr­ir­hug­aða flug­elda­sýn­ingu.

                    • 10. Er­indi Lög­reglu­stjór­ans, um­sagn­ar­beiðni vegna flug­elda­sýn­in­ar, Þrett­ánd­inn201212041

                      Erindi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er umsagnar Mosfellsbæjar vegna umsóknar björgunarsveitarinnar Kyndils til að halda flugeldasýningu á þrettándanum.

                      Er­indi lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem óskað er um­sagn­ar Mos­fells­bæj­ar vegna um­sókn­ar björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Kyndils til að halda flug­elda­sýn­ingu á þrett­ánd­an­um.

                      Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð geri ekki fyr­ir sitt leyti at­huga­semd­ir við fyr­ir­hug­aða flug­elda­sýn­ingu.

                      • 11. Er­indi Al­þing­is varð­andi um­sögn um frum­varp til laga um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga201212071

                        Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

                        Al­þingi send­ir til um­sagn­ar frum­varp til laga um breyt­ingu á lög­um um tekju­stofna sveit­ar­fé­laga.

                        Til máls tóku: HP, JJB og JS.

                        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til um­sagn­ar fjár­mála­stjóra.

                        Bæj­ar­ráð bók­ar að það sé með öllu óðli­legt að senda frum­varp til um­sagn­ar með svo stutt­um fyr­ir­vara sem sé raun­in með þetta frum­varp en þessi stutti frest­ur sem hér er gef­inn leið­ir til þess að bæj­ar­ráð hef­ur ekki svigrúm til þess að yf­ir­fara frum­varp­ið og gefa að því loknu um­sögn sína.

                        • 12. Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi rekst­ur skíða­svæða 2013201212090

                          Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi rekstur skíðasvæðana á árinu 2013.

                          Er­indi Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu varð­andi rekst­ur skíða­svæð­anna á ár­inu 2013 þar sem helgaropn­un í Skála­felli er á dagskrá.

                          Til máls tóku: HP, JJB, JS, HS, KT og HSv.

                          Eft­ir­far­andi fjög­ur at­riði sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um:

                          Að á ár­inu 2013 verði mið­að við að rekst­ur skíða­svæð­is­ins í Bláfjöll­um verði með svip­uðu sniði árið 2012, og að Skála­fell verði opið um helg­ar, sbr. fyr­ir­liggj­andi til­lögu stjórn­ar skíða­svæð­anna þar um.

                          Á ár­inu 2013 fari um stjórn­un, fjár­mál og starfs­manna­mál sam­kvæmt því sem seg­ir í gr. 1.,2. og 4. í nú­gild­andi samn­ingi dags. 21. júlí 2008.

                          Kostn­að­ar­skipt­ing milli sveit­ar­fé­laga vegna rekst­urs taki mið af íbúa­fjölda í sveit­ar­fé­lög­un­um 1. des. 2012.

                          Á ár­inu 2013 vinni fram­tíð­ar­hóp­ur SSH að mót­un til­lagna um fram­tíð­ar­form á rekst­urs og stjórn­un­ar skíða­svæð­anna, og jafn­framt verði gerð ný sam­þykkt fyr­ir stjórn skíða­svæð­anna.
                          Nýr samn­ing­ur milli sveit­ar­fé­lag­anna um rekst­ur skíða­svæð­anna taki síð­an gildi frá og með 1. janú­ar 2014.

                          • 13. Við­brögð Mos­fells­bæj­ar við breyttri stöðu í ís­lensku efna­hags­lífi200810184

                            Á 901. fundi bæjarráð Mosfellsbæjar var samþykkt að mynda samstarfshóp um upplýsingagjöf og ráðgjöf til Mosfellinga, vegna þeirra erfiðu aðstæðna sem skapast hafa í efnahagslífi þjóðarinnar. Ákveðið að þáverandi formaður bæjarráðs leiddi samstarfshópinn. Gerð er tillaga um að forstaða hópsins flytjist til fjölskyldusviðs. Engin ný gögn fylgja.

                            Á 901. fundi bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar var sam­þykkt að mynda sam­starfs­hóp um upp­lýs­inga­gjöf og ráð­gjöf til Mos­fell­inga, vegna þeirra erf­iðu að­stæðna sem skap­að­ist í efna­hags­lífi þjóð­ar­inn­ar 2008. Ákveð­ið að þá­ver­andi formað­ur bæj­ar­ráðs leiddi sam­starfs­hóp­inn. Gerð er til­laga um að forstaða hóps­ins flytj­ist til fjöl­skyldu­sviðs.

                            Til máls tóku: HP og HS.

                            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að forstaða sam­starfs­hóps um upp­lýs­inga- og ráð­gjöf verði flutt til fjöl­skyldu­sviðs.

                            Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30