Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða

21. febrúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell


Fundinn sátu

  • Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
  • Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
  • Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
  • Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
  • Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
  • Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari

Fundargerð ritaði

Stefán Ómar Jónsson bæjarritari


Dagskrá fundar

Almenn erindi

  • 1. Að­al­skipu­lag 2011-2030, end­ur­skoð­un á AS 2002-2024200611011

    Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna tillögu um úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ, sbr. bókun bæjarstjórnar á 589. fundi. Skipulagsnefnd samþykkti umsögnina á 336. fundi.

    Á fund­inn und­ir þess­um dag­skrárlið var mætt Jó­hanna B. Han­sen (JBH) fram­kvæmda­stjóri um­hverf­is­sviðs.

    Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu, hvað varð­ar út­tekt á jarð­mynd­um og vist­kerf­um, til vinnu við fjár­hags­áætlun 2014.

    • 2. Leir­vogstunga ehf, upp­bygg­ing í Leir­vogstungu200612242

      Á 1094. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samning Leirvogstungu, Mosfellsbæjar og Íslandsbanka. Hjálögð er greinargerðin.

      Grein­ar­gerð­in lögð fram til kynn­ing­ar.

      • 3. Um­sókn um leyfi til bú­setu í Bræðra­tungu Reykja­hverfi201301037

        Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska eftir búsetuleyfi vegna fasteignarinnar og þar með lögheimilisskráningu. Fyrir liggja umsagnir skipulagsnefndar og byggingarfulltrúa.

        Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að bæj­ar­ráð sé já­kvætt fyr­ir er­ind­inu og heim­il­ar að gerð sé breyt­ing á skipu­lag­inu.

        • 4. Er­indi Vinnu­afls ehf, varð­andi Reykja­hvol 11201302095

          Erindi Vinnuafls ehf, varðandi Reykjahvol 11, þar sem óskað er heimildar til þess að leggja bráðabirgða heimtaug rafmagns og staðsetja vinnuskúr á lóðinni.

          Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að vísa er­ind­inu til fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs til um­sagn­ar.

          • 5. Vatns­veita Mos­fells­bæj­ar - Guddu­laug201302158

            Um er að ræða tillögu að afmörkun á vatnsbóli Guddulaugar samkvæmt útreikningum Vatnaskila. Farið er fram á það við bæjarráð að gengið verði frá afmörkun og framtíðar vatnstöku við landeigendur.

            Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila fram­kvæmda­stjóra um­hverf­is­sviðs að vinna áfram að mál­inu með vís­an til til­lögu hans.

            • 6. Er­indi Fram­kvæmda­sýslu rík­is­ins varð­andi Nord­ic Built sátt­mál­ann201302165

              Erindi Framkvæmdasýslu ríkisins varðandi Nordic Built sáttmálann þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær verði aðili að sáttmálanum um stefnu í umhverfismálum sem tengjast mannvirkjagerð.

              Sam­þykkt með þrem­ur at­kvæð­um að heim­ila bæj­ar­stjóra að und­ir­rita Nord­ic Built sátt­mál­ann.

              Fleira var ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30