21. febrúar 2013 kl. 07:30,
2. hæð Helgafell
Fundinn sátu
- Hafsteinn Pálsson (HP) formaður
- Bryndís Haraldsdóttir (BH) varaformaður
- Jónas Sigurðsson (JS) aðalmaður
- Jón Jósef Bjarnason (JJB) áheyrnarfulltrúi
- Ólafur Gunnarsson (ÓG) áheyrnarfulltrúi
- Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
- Stefán Ómar Jónsson (SÓJ) bæjarritari
Fundargerð ritaði
Stefán Ómar Jónsson bæjarritari
Dagskrá fundar
Almenn erindi
1. Aðalskipulag 2011-2030, endurskoðun á AS 2002-2024200611011
Lögð fram umsögn framkvæmdastjóra umhverfissviðs vegna tillögu um úttekt á jarðmyndunum og vistkerfum í Mosfellsbæ, sbr. bókun bæjarstjórnar á 589. fundi. Skipulagsnefnd samþykkti umsögnina á 336. fundi.
Á fundinn undir þessum dagskrárlið var mætt Jóhanna B. Hansen (JBH) framkvæmdastjóri umhverfissviðs.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu, hvað varðar úttekt á jarðmyndum og vistkerfum, til vinnu við fjárhagsáætlun 2014.
2. Leirvogstunga ehf, uppbygging í Leirvogstungu200612242
Á 1094. fundi bæjarráðs var samþykkt að fela bæjarstjóra og framkvæmdastjóra stjórnsýslusviðs að taka saman greinargerð um samning Leirvogstungu, Mosfellsbæjar og Íslandsbanka. Hjálögð er greinargerðin.
Greinargerðin lögð fram til kynningar.
3. Umsókn um leyfi til búsetu í Bræðratungu Reykjahverfi201301037
Eigendur Bræðratungu við Hafravatnsveg óska eftir búsetuleyfi vegna fasteignarinnar og þar með lögheimilisskráningu. Fyrir liggja umsagnir skipulagsnefndar og byggingarfulltrúa.
Samþykkt með þremur atkvæðum að bæjarráð sé jákvætt fyrir erindinu og heimilar að gerð sé breyting á skipulaginu.
4. Erindi Vinnuafls ehf, varðandi Reykjahvol 11201302095
Erindi Vinnuafls ehf, varðandi Reykjahvol 11, þar sem óskað er heimildar til þess að leggja bráðabirgða heimtaug rafmagns og staðsetja vinnuskúr á lóðinni.
Samþykkt með þremur atkvæðum að vísa erindinu til framkvæmdastjóra umhverfissviðs til umsagnar.
5. Vatnsveita Mosfellsbæjar - Guddulaug201302158
Um er að ræða tillögu að afmörkun á vatnsbóli Guddulaugar samkvæmt útreikningum Vatnaskila. Farið er fram á það við bæjarráð að gengið verði frá afmörkun og framtíðar vatnstöku við landeigendur.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila framkvæmdastjóra umhverfissviðs að vinna áfram að málinu með vísan til tillögu hans.
6. Erindi Framkvæmdasýslu ríkisins varðandi Nordic Built sáttmálann201302165
Erindi Framkvæmdasýslu ríkisins varðandi Nordic Built sáttmálann þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær verði aðili að sáttmálanum um stefnu í umhverfismálum sem tengjast mannvirkjagerð.
Samþykkt með þremur atkvæðum að heimila bæjarstjóra að undirrita Nordic Built sáttmálann.